Leita í fréttum mbl.is

Ætlaði ekki að blogga um þetta mál en er Kjartan ekki aðeins að rugla!

Ég er ekki að draga úr því að það þarf náttúrulega alþjóða aðstoð í flóttamannabúðum í löndum í kring um Sýrland. En held að á styrjaldarsvæðum eins og í Sýrlandi sjálfu væru flóttamannabúðir eisn og tilbúin skotmörk fyrir ISIS og aðra brjálaða flokka manna og þvi engin greiði gerður þar.

En það sem Kjartan áttar sig ekki á og þó er að jú 2% þeirra sem hafa lagt á flótta eru komnir til Evrópu! Þeir eru þar og eru ekki á förum heldur streyma þeir eins og þeir komast norður eftir Evróu í leit að landi til að búa á þar sem ekki er stríð og þeir eigi möguleika á að hefja nýtt líf eða búa við öryggi þar til að komið verið friði á hjá þjóð þeirra.

Það er þessu fólki sem verður að koma til hjálpar! Þessi hópur er að sliga þjóðir eins og Grikki sem máttu nú ekki við meiru og fleiri lönd. Nema náttúrulega að menn vilji standa að því að setja þau í skip og senda til baka til Sýrlands eða Lýbíu.

Og nú verða allar þjóðir í Evrópu að taka á sig einhvern skerf að þessu vandamáli og það er það sem fólk hér er að tala um. 500 manns er kannski ekki mikið af heldinni á næstu 2 árum. En þó eru það 500 manns sem þá eiga einhverja framtíð í augsýn. 

Finnst stundum út í hött hvernig menn tala hér á landi. T.d. þetta að það muni ekkert um 500 einstaklinga og það leysi ekki vandamálið. Finnst þetta svipað og sjá sökkvandi skip og segja að það sé ljóst að við getum ekki bjargað öllum og þvi látum við það bara sökkva!

Sýnist að flesti flóttamenn sem við höfum gefið kost á að flytja hingað hafi spjarað sig ágætlega sem og að við höfum fullt af störfum sem Íslendinar líta varla við lengur sem í dag eru mönnuð með útlendingum og þar vantar enn fólk. Sbr. ræstingar, fiskvinnsla, sláturhús og fleira og fleira. Og ef við ætlum að fara hér í rosa framkvæmdir á næstu árum þá vantar hér vinnufúsar hendur.

Held að tölur eins og 5 þúsund séu kannski of mikið fyrir okkur að ráða við ef við ætlum að gera þetta vel. En 2 til 300 á ári gætum við auðveldlega ráðið við næstu árin og sennilega hagnast á því að fá fleiri vinnandi menn og konur sem og að þau skila þá auknum sköttum fljótlega í staðinn.


mbl.is Rétt að byrja á réttum enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. september 2015

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband