Leita í fréttum mbl.is

Norðmenn vara Breta við að ganga úr ESB !

Norski forsætisráðherran vara Breta við að þeir verði í sömu ömurlegu aðstöðu eins og Noregur ef þeir ganga úr ESB.

Af eyjan.is

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að Bretum muni ekki líka að standa utan við ESB ef þeir kjósa að yfirgefa Evrópusambandið. Hún segir að reynsla Norðmanna af EES-samningnum sé að Norðmenn standi áhrifalausir utan við ESB og neyðist til að samþykkja löggjöf sambandsins. Það sé því ekki vænlegur kostur fyrir Breta að standa utan ESB og ætla að njóta sömu stöðu og Noregur og önnur EES-ríki gera. Hún segir að Noregur sé eiginlega eins og þrýstihópur sem reyni að hafa áhrif eftir óbeinum leiðum í Brussel.

Norðmenn hafa, eins og Íslendingar, aðgang að nær öllum innri markaði ESB í gegnum ESB-samninginn. Á móti kemur að EES-ríkin verða að taka upp stóran hluta af löggjöf ESB án þess að hafa nokkur áhrif á stefnumótun eða samþykkt laganna. Einnig greiða EES-ríkin til ESB.

ESB hefur haft áhrif á ýmislegt í Noregi án þess að Norðmenn hafi haft nokkuð um það að segja, má þar nefna heilsufarsviðvaranir á sígarettupökkum og að Pólverjar eru orðnir stærsti minnihlutahópurinn í landinu. í umfjöllun Politico kemur fram að þetta hafi þó ekki orðið til þess að mikill áhugi sé að þriðju þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB en aðeins 18 prósent Norðmanna styðja hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í samtali við Politico sagði Erna Solberg að Norðmenn hafi lítinn áhuga á aðild að ESB eins og stendur því ESB glími við mörg vandamál og sé ekki mjög aðlaðandi kostur nú um stundir.

Í Bretlandi telja sumir að samband Noregs við ESB geti orðið fyrirmynd að framtíðarsambandi Bretlands við ESB en Norðmenn sjá margt neikvætt við samband á þeim grunni. Lítil sem engin áhrif í Brussel, taka ekki þátt í stefnumótun um varnarmál, verða að taka upp löggjöf ESB til að hafa aðgang að mörkuðum sambandsins.

Slíkt samband verður erfitt fyrir Bretland því þá mun Brussel ráða án þess að Bretar geti tekið þátt í ákvörðunarferlinu.

Norskir embættismenn sækja oft fundi sérfræðingahópa þar sem hugmyndir framkvæmdastjórnar ESB eru ræddar og útfærðar. Norskum ráðherrum er einnig stundum boðið til funda hjá ESB en það er aðeins þegar hagsmunir tengjast, eins og til dæmis í orkumálum. En Norðmenn hafa engan atkvæðarétt í öllu þessu ferli. (frétt af eyjan.is)

Solberg sagði að þessi staða Noregs neyði Noreg til að hegða sér eins og þrýstihópur í Brussel.

 


mbl.is Verði að huga að framtíð ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2016

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband