Leita í fréttum mbl.is

Ætlar þessu aldrei að ljúka!

Nú heyrir maður á ýmsum stöðum að óháð því sem kemur út úr þessum samning ætli menn að berjast fyrir því að hugsanlegur samningur fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég bara trúi því ekki að Ólafur Ragnar setji þetta mál aftur í þjóðaratkvæði. Bæði er að það er næsta víst að ef að fólk fær að kjósa um samning sem hugsanlega kostar eitthvað þá er hann alltaf feldur. Því fólk sem heldur að það hafi val um að greiða eða greiða ekki það velur yfirleitt að borga ekki. En um leið þá áttar fólk sig ekki á að það er kannski að skaða framtíðarmöguleika þjóðarinnar með því að bæði að fjárfestingar, lán og samskipti við útlönd verða þá í frosti áfram. Sennilega fram að því að við verðum dæmd til að borga af EFTA dómsstólnum.

En aftur þjóðaratkvæði um hvort að við eigum að borga skuldir okkar er náttúrulega brandari.


mbl.is Farið yfir Icesave-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur Ragnar skrifaði undir fyrirvara Icesave samninginn haustið 2009 (sem Bretar síðan höfnuðu) þannig að Ólafur mun skrifa undir ef greiðslubyrðin er ekki of há.

Það virðist nefnilega vera þannig að hann sé eini ráðamaðurinn sem stendur í lappirnar fyrir okkur.

Kalli (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 23:01

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona í tilefni af því að einhver er duglegur að senda mér SMS vegna þessarar færslur. Þá vill ég benda honum á eftirfarandi:

  1. Landsbankinn rak Icesave sem útibú
  2. Skv. EES ber ríki þar sem Banki er með höfðustöðvar ábyrgð á öllum útibúum sínum óháð landi sem þeir eru í.
  3. Bretar og Hollendingar borguðu innistæðueigendum út innistæður umfram innistæðutrygginar. Þeir borgðuðu líka innistæðutrygginar sem okkur bara að greiða.
  4. Menn eru að reyna að hengja sig í að það sé ekki ábyrgð ríkisins að innistæðutrygginarssjóður gat ekki bætt þetta tjón. En skv. tilskipun EES áttum við að koma upp kerfi sem TRYGGÐI innistæður upp að 20.880 evrum. Þetta kerfi sem við vorum með gerði það ekki og við gerðum engar ráðstafandir til að laga það.
  5. Við tryggðum allar innistæður íslendinga í Íslenskum bönkum og okkur er því ekki heimilt að gera upp á milli innistæðueigenda.
  6. ESA eftirlitstofnun EFTA hefur úrskurðað að okkur beri að borga.
  7. En ef fólki finnst betra að við verðum dæmd til þess þá er það allt í lagi en þá verður lítð um framkvæmdir hér næstu 6 til 12 mánuði á meðan að dómsmálið verður tekð fyrir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2010 kl. 23:09

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ólafur Ragnar skrifar kannski undir en hann verður í vanda ef að hann fær aftur undirskriftalista um að bera þetta undir þjóðaratkvæði. Því hann er búinn að skapa fordæmi.

Síðan vill ég að gerð verði rannsókn á því hvað Icesave deilan er búin að kosta okkur varðandi lækkað lánshæfismat, seinkunar og synjunar á erlendum lánum til fjárfestinga, hluta af atvinnuleysi og seinkunar á því að hagvöxtur hefjist hér.

Bendi á að menn hafa logið hér blákalt um vaxtakostnað því hann hefur alltaf verið miðaður við að við greiddum sáralítið inn á höfðustólinn næstu ár. Nú eru líkur á því að hægt sé að greiða megnið af höfuðstólunum á næsta og þarnæsta ári. Því eignir í búi Landsbankans eru nærri því að dekka höfðustólinn

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2010 kl. 23:16

4 identicon

Magnús reyndu ekki einu sinni að byrja gamla hræðsluáróðurinn aftur. Hann varð gjaldþrota fyrir löngu.

Og varðandi listann þinn að ofan þá er einungis fyrsta atriðið á honum rétt. Atriði 2-7 eru röng.

Kalli (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 23:21

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Finnur þú mikið til Magnús Helgi !

Eru miklir verkir með þessu ?

Þú virðist vera svo ósáttur við að samningur 1. hafi ekki verið samþykktur og settur á herðar okkar...

Það ætti að þakka Stjórnarandstöðunni vel og lengi fyrir vakt sína okkur Íslendingum til í þessu mikla ÓRÉTTLÆTISMÁLI sem þetta Icesave er.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.12.2010 kl. 00:10

6 identicon

Eins og sennilega flestir er fyrir löngu orðin hundleið á þessu máli.  Svo dáist innilega að þér að nenna - og jafnvel þora - að fylgja þessu máli eftir. Ég segi þora af því að finnst íslenskt samfélag enn vera virkilega meðvirkt með háværa meirihlutanum. Fyrir hrun var háværi meirihlutann "auðmenn og efnhagsleg gæði", núna er hann "ekki borga", eða "forsendurbrestur" ef það hljómar betur.

Hef verið, og er enn, innilega sammála þér. En eins og þú hef grun um að við séum í minnihluta. Það er auðvelt að neita að borga. Sem og að bera ekki ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna! Þá er ég ekki að segja að hlutirnir hafa farið mun verr en nokkur gat ímyndað sér EN hvernig dettur nokkrum í hug að eitthvað eða einhver annar en íslenskur almenningur muni þurfa að borga fyrir þá vitleysu sem verið ástunduð, og lofuð, síðustu árin.

Magnús, takk fyrir pistlana þina í gegnum tíðana, fylgist alltaf með þér þó kvitti sjaldan fyrir mig.

Ps. Kalli, vinsamlegast komdu með rök sem hrekja punkta 2-7 hjá Magnúsi.  Að segja að eitthvað sé rangt þýðir ekki endilega að það sé rangt!  Ef eitthvað er þá held ég að flestir sem lesi með skilning í huga gruni að það sé rangt að það sé rangt!

ASE (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 01:10

7 identicon

Ætlar þessu aldrei að ljúka!

Not until the Icelandic Government pays the debts of the Government owned Banks..........

Charlie (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 03:00

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Charlie: Before 2009 there were no government owned banks in Iceland. IceSave was run by the privately owned Landsbanki. This is not an issue or Icelandic taxpayers, which have themselves suffered immense costs already due to the reckless and criminal behaviour of these bankers.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2010 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband