Leita í fréttum mbl.is

Skatttekjur hérlendis og erlendis.

Er að velta fyrir mér ef að bankarnir eru að kaupa erlenda banka og fjármálastofnanir. Sem og að stofna ný fyrirtæki erlendis. Borga þeir ekki skattana sína þar fyrir hagnað af þeim fyrirtækjum sem þar eru skráð? Þeir eru m.a. stórir í Luxemburg. Væri skrítið ef þeir þyrftu ekki að borga skatta sína þar. Eru menn kannski að ýkja eitthvað þegar þeir eru að tala um greiðslur til ríkisns hér á landi.  Sérstaklega ef hagnaður þeirra er að meirihluta tilkominn erlendis.

Okkur findist það hart ef að fyrirtæki með rekstur hér borgaði ekki skatta til okkar. Þannig að þeir hljóta að borga skatta í þeim löndum sem þeir starfa.

Einnig vil ég benda á ljómandi grein eftir Egil Helgason á Silfri Egils í kvöld. Hann segir m.a.

Vísir, 31. jan. 2007 20:54

Íslenska sérstaðan

Menn eru mikið að dást að afkomutölum bankanna. Eitt af því sem er mært er hversu miklar skatttekjur koma frá þeim í ríkissjóð. Gott og vel. Hinn úttútnaði ríkissjóður er mælikvarði margra hluta í þessu landi. Geir Haarde nefnir alltaf ríkissjóð þegar hann heldur því fram að hér sé allt í blóma í efnahagslífinu - það sé níðsterkt eins og hann sagði um daginn.

Nú má vel vera að mikið af ofurgróða bankanna komi frá útlöndum. En stór hluti kemur líka héðan, frá dvergþjóðinni. Að vissu leyti má segja að við búum við tvöfalda skattheimtu í þessu landi. Annars vegar er ríkið og sveitarfélögin. Hins vegar eru það bankarnir, verslunin og fyrirtækin með fáránlega hátt verð á öllu - fjármagni, vörum og þjónustu. Eðlileg álagning er eitt, okur annað. Hin síðarnefnda skattheimta er líkt og gjald sem við greiðum fyrir að vera Íslendingar, fyrir sérstöðu okkar.

Og síðar:

Bankarnir eiga fyrst og fremst að sjá sóma sinn í að lækka vexti. Bjóða betri kjör á húsnæðislánum. Hætta að hækka yfirdráttarvextina sífellt. Leggja niður mest af þjónustugjöldunum. Ef ekki hlýtur það að eiga við rök að styðjast sem menn hafa verið að segja undanfarnar vikur - einkavæðingin hefur mistekist. Tilgangur hennar var ekki að fáir gætu makað krókinn. Bankarnir þurfa heldur ekki að auglýsa svona mikið. Það þarf raunverulega samkeppni, ekki keppni um hver getur búið til dýrustu og bjánalegustu auglýsingarnar.

Það hlýtur að vera borð fyrir báru með öllum þessum hagnaði.

Greinin í heild

Frétt af mbl.is

  Bankarnir skila á bilinu 30-40 milljörðum í ríkiskassann
Viðskipti | mbl.is | 31.1.2007 | 12:34
Gera má ráð fyrir að skatttekjur ríkissjóðs af hagnaði bankanna fjögurra, sem skráðir eru í Kauphöll Íslands, verði um 35 milljarðar króna, sem svara til nálægt 10% heildartekjum ríkissjóðs skv. fjárlögum. Þetta er mat Ólafs Ísleifssonar, hagfræðings og lektors við Háskólann í Reykjavík, sem segir ljóst að árið 2006 hafi verið mjög gott fyrir bankana.


mbl.is Bankarnir skila á bilinu 30-40 milljörðum í ríkiskassann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband