Leita í fréttum mbl.is

Þessar afsakanir eru nú út í hött.

Að reyna að segja okkur að ofmargar bensínstöðvar séu orsök fyrir of háu bensínverði er náttúrulega út í hött. Það eru jú olíufyrirtækin sem eru að byggja þessar bensínstöðvar. Þeir verða bara að viðurkenna að þeir eru að okra.

Og þessa ástæðu kaupi ég ekki heldur:

Hermann Guðmundsson, forstjóri Olíufélagsins, segir legu landsins og smæð markaðarins skýra að hluta hvers vegna álagning sé hærri hér á landi. Flutnings- og dreifingarkostnaður verði ætíð mun meiri hér en á meginlandi Evrópu.

Þeir eru bara að okra á okkur enda sýnir fjárfesting þessara fyrirtækja í gegn um árin að þeir hafa haft af okkur milljarða. Flutningskosnaður er ekkert svo miklu meiri en annarra þjóða sem fá olíu með skipum.

Frétt af mbl.is

  130% hærri álagning
Innlent | Morgunblaðið | 1.2.2007 | 5:30
Olíufélögin Álagning olíufélaganna í bensínsölu er um 130% hærri hér á landi en í löndum Evrópusambandsins. Meðalálagning íslensku olíufélaganna var um 19,1 króna af hverjum seldum bensínlítra á árinu 2006 en í svokölluðum EU-15 löndum ESB var hún hins vegar 8,4 krónur.


mbl.is 130% hærri álagning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er þetta nú rétt hjá olíuforstjóranum að öllu leyti.  Vegna okurs ríkisins er dreifing á Íslandi mun dýrari en í Evrópu.  50% skattlagning á OLÍU og BENSÍN ásamt okur þungaskatti á stóra bíla veldur því að það verður allt mjög dýrt á Íslandi.  Og finnst fólki 15-20% álagning virkilega vera mikið.... spyrjið hvaða innkaupastjóra eða verslunarstjóra sem er og þeir myndu hlæja að því.  Normal álagning í verslun á Íslandi er 50-150%......

Hilmar Vilberg Gylfason (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 10:28

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þá eiga olíufélögin að setja upp fleiri birgðarstöðvar. Þeir landa í dag nær allri olíu hér á höfuðborgarsvæðinu og keyra það út um land. Þetta er engin afsökun

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.2.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband