Leita í fréttum mbl.is

Hér eru hlutlausar upplýsingar fyrir þá sem enn eru ekki vissir hvað þeir ætla að kjósa

Vísir, 09. apr. 2011 07:00

Dómstólaleiðin eða samningaleiðin

Þorbjörn Atli Sveinsson, hagfræðingur í greiningardeild Arionbanka

Þorbjörn Atli Sveinsson skrifar:

Áætlaður kostnaður Íslendinga vegna Icesave, annars vegar af dómstólaleiðinni og hins vegar samningaleiðinni, er metinn í meðfylgjandi greiningu. Samkvæmt neðangreindu mati liggur væntur kostnaður af Icesave málinu á bilinu 0-585 milljarðar króna. Helstu óvissuþættirnir fyrir allar niðurstöður í matinu felast í óvissu um gengi krónunnar, útborgunum og endurheimtum úr þrotabúinu ásamt þróun vaxta hér heima og erlendis. *



Væntur kostnaður Íslendinga

Hér er einungis verið að meta þær fjárhæðir sem „gætu“ fallið á íslenska ríkið og hver staðan gæti orðið út frá mismunandi niðurstöðum árið 2016. Ekki er hér lagt mat á það hver sé líklegasta niðurstaðan af dómstólaleiðinni. Þó eru niðurstöðurnar ansi afdráttarlausar sama hvernig horft er á dæmið. Versta niðurstaðan fyrir íslenska ríkið (Ísland tapar svokölluðu mismununarmáli) yrði verulega íþyngjandi og gæti leitt til greiðsluþrots, hvort sem gengið er útfrá því að Bretar og Hollendingar (B&H) fengju greiddar bætur í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Aftur á móti myndi sigur í dómsmáli lágmarka tjón ríkisins. Samningsleiðin er þó mun nær bestu mögulegu útkomu heldur en verstu mögulegu útkomu.

*Í öllum dæmum hér að neðan er gert ráð fyrir sama innheimtuhlutfalli (skv. mati skilanefndar 2.mars 2011), að endurgreiðslur úr þrotabúi hefjast á þriðja ársfjórðungi 2011 og ljúki árið 2016 og óbreyttu gengi krónunnar. Greiddir verði íslenskir skaðabótavextir frá október 2008 til ársins 2013 en þessir vextir eru í dag 3,5% (gert ráð fyrir að þeir verði óbreyttir til 2013). Eftir 2013 er gert ráð fyrir að íslenska ríkið geti fjármagnað „þáverandi“ skuldbindingu á sömu kjörum og Írum bauðst hjá „bjargráðasjóði“ Evrópusambandsins, þ.e. 5,8%.



Mögulegur kostnaður af báðum leiðum:

1. Töpum málinu, skaðabætur vegna mismununar: Í forsendum hér er gert ráð fyrir Ísland tapi málinu og kröfur B&H um fulla endurgreiðslu og áfallna vexti vegna allra innstæðna yrðu teknar til greina, en þjóðirnar greiddu út á sínum tíma um 1170 milljarða króna til innlánshafa. Áætlaður kostnaður af þessari sviðsmynd fyrir Íslendinga er í kringum 585 milljarðar króna en nú þegar væru áfallnir vextir hátt í 250 milljarðar króna.

2. Töpum og greiðum skaðabætur vegna lágmarkstryggingar: Hér er gert ráð fyrir að Ísland tapi málinu og B&H fái greiddar bætur vegna lágmarkstryggingarinnar (630 ma.kr) að viðbættum íslenskum skaðabótavöxtum. Núverandi samningur byggir á svipaðri forsendu – en vaxtaforsendur er ólíkar. Kostnaðurinn af þessari sviðsmynd er um 215 ma.kr. fyrir íslenska ríkið.

3. Töpum mismununarmálinu, engar skaðabætur : Ísland tapar málinu og þarf ekki að greiða skaðabótavexti til B&H. Þessi niðurstaða myndi kosta íslenska ríkið um 160 milljarða króna. Hér er gert ráð fyrir að íslenska ríkið fái fjármögnun á sömu kjörum og Írar eftir 2013 líkt og í dæminu að ofan.

4. Samningurinn í dag: M.v. þær forsendur sem gefnar eru hér (sömu forsendur í öllum dæmum) verður áfallinn kostnaður um 40 milljarðar króna.

5. Töpum málinu og greiðum lágmarkstryggingu án skaðabóta: Þurfum því líkt og í hinum dæmunum að leita á erlenda fjármagnsmarkaði eftir að dómsniðurstaða liggur fyrir árið 2013. Þessi niðurstaða myndi kosta um 12 ma.kr. fyrir íslenska ríkið.

6. Vinnum málið: Íslendingar vinna málið, 0 kr. falla á íslenska ríkið


mbl.is Fleiri konur á kjörskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lifi lýðræðið og frjálst og fullvalda Ísland ekkert ESB og NEI við Icesave!

Sigurður Haraldsson, 9.4.2011 kl. 10:46

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við höfum þó allavega 6. En við staðfestingu langana þá höfum við ekkert!

Sigurður Haraldsson, 9.4.2011 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband