Leita í fréttum mbl.is

Ef að niðurstaða kosninga verður NEI þá geri ég ráð fyrir að hann tilkynni eftirfarandi:

Að hann ætli að leggja það til á Alþingi að Sigmundi Davíð verði falið af Alþingi að sjá um Icesave hagmuni okkar. Í því felist eftirfarandi:

  • Sigmundur sjái til þess að öll dómsmál okkar vegna Icesave vinnist
  • Sigmundi verði falið að tryggja að þjóðinn þurfi ekki að borga neitt fyrir Icesave
  • Sigmundi verði falið að tryggja að allar lánalínu okkar haldist opnar
  • Sigmundi verð falið að tryggja að synjun Icesave valdi ekki hér falli á hagvexti
  • Sigmundi verði falið að tryggja að hingað komi fjármagn á betri kjörum en nú eru.
  • Sigmundi verði falið að sjá til þess að samskipti Íslands og umheimsins verði með eðlilegu móti vegna Neitunar Icesave

Hann getur fengð Þór Saari og Vigdísi Hauksdóttur og svo getur Reimar Pétursson séð um að flytja málið fyrir okkar hönd gegn því að hann tryggji að við þurfum ekki að borga meira en við hefðum skv. Icesave 3


mbl.is Steingrímur boðar til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það er nokkuð ljóst að falli Icesave þá liðast stjórnin í sundur, fyrst og fremst vegna kattadeildarinnar í VG.

Nei hefur reyndar mun víðtækari og alvarlegri afleiðingar.  Mjög liklegt verður að telja að Bjarni Ben hrökklist úr formannsembætti sjálfstæðisflokksins og náhirðin taki þar völdin.   Það þýðir í raun að náhirðin nær völdum á Íslandi áður en þetta ár er liðið og þá er ég ansi hræddur um að margir Nei-arar muni naga sig í handabökin og sakna gömlu góðu daganna þegar við höfðum ríkisstjórn án þátttöku sjálfstæðisflokksins.  

Það er illa komið fyrir þjóðinni nú, verði Nei ofan á og á bara eftir að versna.  Allt stefnir í að þetta verði afdrifaríkur og svartur dagur í sögu Íslands.

Óskar, 9.4.2011 kl. 19:47

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Þá mun Móri tilkynna safsögn sína sem er hið besta fyrir land og þjóð

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.4.2011 kl. 19:55

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Vonandi Hrökklast þessi stjórn frá sem fyrst. Held að Sigmundur Davíð mundi halda mun betur á spilunum heldur en Jóka og Grímur ekki síst ef hann fengi góða menn úr röðum Sjálfstæðismanna með sér,þá færi íslendingar að sjá framfarir.

Ragnar Gunnlaugsson, 9.4.2011 kl. 19:59

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er reyndar algerlega ósammála þessari spá. Það er út í hött að tengja niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðsu við líf ríkisstjórnarinnar á hvorn vegninn sem þetta fer.

Ég mun aldrei naga mig í handabökin yfir því að hafa ekki látið undar hræðsluáróðri stjórnvalda.

Ég segi nei við Icesave á forsendu jafnaðar og félagshyggju

Icesave samningurinn kallar á að fólk taki ábyrgð á forsendum ný-frjálshyggjunar. Ég vil hins vegar taka ábyrgð með því að hafna forsendum ný-frjálshyggjunnar og segja nei. 

Vona svo að til valda komist gott jafnaðar- og félagshyggjufólk.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.4.2011 kl. 20:01

5 Smámynd: Óskar

Jakobína ég geri ráð fyrir að þú sért manneskja til að taka orð þín til baka þegar afleiðingar af Nei-inu þínu og þinna samherja verða ljósar.   Það er einfaldlega borðleggjandi að Nei kemur sjálfstæðisflokknum til valda og þar með hinum raunverulegu ábyrgðaraðilum af Icesave og hruninu.  Til hamingju Jakobína með glæsilegan árangur!   -- annars vil ég skora á Nei-ara að setja nú nafn sitt og kennitölu aftan á kjörseðilinn svo hægt sé að rukka þá um bætur fyrir skaðann sem Nei-ið mun valda þjóðinni.

Óskar, 9.4.2011 kl. 20:05

6 Smámynd: Diddi Siggi

Auðvitað segir meirihluti þjóðarinnar NEI. Næst á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ekki sé rétt að senda Sigurjón Árnason og félaga úr gamla Landsbankanum til vinnu í breskum kolanámum uppí skuldina, var það ekki hann sem kallaði Icesave tæra snild á sínum tíma, látum mannin standa við snildina.

Diddi Siggi, 9.4.2011 kl. 20:10

7 Smámynd: Hvumpinn

"Vona svo að til valda komist gott jafnaðar- og félagshyggjufólk"... já akkúrat, er það ekki lið sem lýsir sér sem jafnaðar- og félagshyggjufólki sem hefur riðið hér húsum s.l. 2 ár?  Með þvílíkum árangri.

Hvumpinn, 9.4.2011 kl. 20:13

8 identicon

Biðst lausnar fyrir Ögmund og Jón Bjarna.

Framsókn er á leið í ríkisstjórn.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 20:27

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Boðað verður til kosninga og í kjölfar þeirra komast framfarasinnuð þjóðhyggjuöfl til valda. Fyrsta verk þeirra væri að draga ESB-umsóknina til
baka, senda AGS heim til sín, og utanríkisstefna Íslands endurskoðuð frá
grunni á  ÍSLENZKUM forsendum. Tengslin við Rússa, Kína, Indland, Kananda, Norðmanna og USA efld. Samskiptin við ESB stillt á jafnréttisgrundvöll, þar sem EES verði endurskoðað og breytt í tvíhliða
viðskiptasamning við ESB án fjórfrelsisins, sem engan veginn passar jafn
fámennri þjóð og Íslendingum. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.4.2011 kl. 21:07

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hræddur rakki Magnús. Ég sagði nei og er stoltur af því!

Sigurður Haraldsson, 9.4.2011 kl. 21:21

11 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Rétt orðað hjá þér Guðmundur

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.4.2011 kl. 21:33

12 identicon

they tango till they're sore      -     Tom Waits

gott lag í lokasenu elítunar. 

gunnih (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 21:42

13 identicon

Mikið er ég ánægður með hann Óskar, hann er væntanlega mjög ánægður með þessa góðu daga sem hann segir að fólk eigi eftir að sakna þegar Steingrímur og Jóhanna hröklast úr ríkisstjórn.

Hvaða gömlu góðu dagar eiga það að vera?

Viktor Alex Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 21:46

14 identicon

Eða kannski var Steingrímur bara að horfa á: "Apology of an economic hit man" og hefur því ákveðið að biðjast afsökunar.

Larus (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 22:05

15 Smámynd: Sigurður Helgason

fitskoðun í gangi

Sigurður Helgason, 9.4.2011 kl. 22:22

16 identicon

Belgið ykkur út núna meðan þið getið.....Þið hafið nokkur ár í eyðirmerkgöngunni framundan til að hugsa ykkar gang

Símon (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 22:26

17 identicon

Og að nei lögfræðingarnir taka að sér að flytja málið á no win no pay basis!

ASE (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 00:20

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Já hverfum til ársins 2009,ekkert Icesave,ekkert ESB. Ags er víst ekki lengur hér.Nokkuð sem fjármálaráðherra var okkur sammála um,þar til hann myndaði stjórn með S.F. Margir kusu hann vegna þessarar afstöðu hans,en valdið glepur og það kostar. Almenningur í landinu er valdið,þeir reyna ekki oftar að fara á bak við okkur í afdrifaríkum málum.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2011 kl. 00:52

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Icesave er ekkert farið!

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.4.2011 kl. 01:51

20 identicon

Komdu þér til helvítis Bjarni Ben vafningur og föðurlandssvikari

Kristinn M (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 02:58

21 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Óskar, þú skrifar númer 5; annars vil ég skora á Nei-ara að setja nú nafn sitt og kennitölu aftan á kjörseðilinn svo hægt sé að rukka þá um bætur fyrir skaðann sem Nei-ið mun valda þjóðinni.

Ég vil benda þér á áður en þú ferð fram á aðrir setji nafn og kennitölu sína fram opinberlega að þú ættir kannski að setja þitt nafn undir þín eignin skrif fyrst, hef alltaf sagt að nafnlausir bloggarar eigi ekki að vera til.

Ef menn skammast sín svo fyrir það sem kemur frá þeim að þeir vilja ekki kannast við það eða vera kenndir við það, þá getur það ekki verið gott.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 11.4.2011 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband