Leita í fréttum mbl.is

Fólk skal ekki halda að þessi niðurstaða hafi ekki áhrif hér og víðar

Af www.eyjan.is

Fréttaskýring: Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 í fyrramálið. Þar verða kynnt viðbrögð ríkisstjórnarinnar við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Þar verður tilkynnt í fyrsta lagi að ríkisstjórnin sé ekki á förum, hver sem niðurstaðan verður – þetta hafi ekki verið kosningar um líf hennar enda hafi Icesave-samkomulagið verið gert í samvinnu stjórnar og stjórnarandstöðu.

Í öðru lagi eru í stjórnarráðinu til reiðu fréttatilkynningar um tvenns konar viðbrögð.

Ef niðurstaðan verður já, fara sendifulltrúar ríkisins mjög fljótlega á fund erlendra fjármálastofnana og ræða skuldafjárútboð ríkissjóðs vegna nauðsynlegrar endurfjármögnunar. Það verður ekki stórt í sniðum, en nóg til þess að fá vísbendingar um lánakjör sem Íslendingum bjóðast við nýjar aðstæður.

Ef niðurstaðan verður nei, verður Bretum og Hollendingum tilkynnt að á Íslandi sé ekki lengur við neinn að semja og fyrstu skrefin verða stigin til undirbúnings dómsmáls. Eitt þeirra fyrstu verður að svara bréf frá eftirlitsstofnun EFTA (ESA) þess efnis að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við tilskipun um innistæðutryggingar og ákvæði EES-samningsins um bann við mismunum á grundvelli þjóðernis.

Ennfremur verða hafnar viðræður við Norðurlandaþjóðirnar, AGS og aðra þá sem lánað hafa Íslandi fé á sérstökum kjörum með því skilyrði að samið yrði um Icesave-málið, í óvissri von um að samstarfið haldist þrátt fyrir skýra skilmála í lánasamningum.

Pólitíska hliðin innanlands

Eins og Eyjan hefur greint frá hafa bæði Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason lýst því í samtölum við stuðningsmenn sína að þeir ætluðu að greiða atkvæði gegn Icesave í dag, þótt þeir hefðu greitt atkvæði með samningnum á alþingi um miðjan febrúar.

Jón hefur ekki tjáð sig um málið, en Ögmundur hefur skrifað tvo pistla á vef sinn á síðasta sólarhring til að bregðast við þessum fréttum og harkalegum viðbrögðum í hans garð innan eigin flokks. Í hvorugum pistlinum ber hann fréttina til baka og áreiðanlegar heimildir Eyjunnar herma að það hafi hann ekki gert með skýrum hætti við flokksforystuna heldur.

Þar er litið svo á að tveir ráðherrar hafi fallið fyrir borð í þessu máli og þótt í öðrum vestrænum lýðræðisríkjum þýddi það sjálfkrafa fall ríkisstjórnar með svo nauman meiri hluta, „þá erum við kannski ekki alveg eðlilegt lýðræðisríki þessar vikurnar,“ eins og áhrifamaður í stjórnarliðinu orðaði það við Eyjuna.

Engum dylst þó að þessi afstaða Ögmundar og Jóns hefur alvarlegar afleiðingar fyrir stjórnarsamstarfið og að það verður ekki óbreytt miklu lengur.

Vinstri grænir hafa boðað til þingflokksfundar klukkan eitt á morgun og þar má búast við að hvassir vindar blási – eins og stundum áður.

 


mbl.is Veldur miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við færum bara landhelgina aftur til baka í 12. Mílur til að hrella ekki Breta meira.

Við hefðum hvort sem er endað með 12. Mílna landhelgi með gaura eins og þig við stjórnvölinn hér á árum áður.

Már (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 03:07

2 identicon

Mikið lifandi skelfing er þetta góð niðurstaða þá stoppar þetta ESB ruglið og vonandi hröklisat þetta Samfylgingarlið út í hafsauga.

Og ekki orð um það meira

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband