Leita í fréttum mbl.is

Vissulega héldu Framsóknarmenn uppi að ekki ætti að semja um Icesave. En.....

Það er nokkuð ljóst að Framsóknarmenn héldu því nær allan tíman fram að ekki ætti að semja um Icesave. Þó held ég ef maður skoðar ræður Sigmundar Davíðs í fyrstu Icesave umræðunum þá hafi hann reyndar alltaf talað um betri samninga en ekki um að semja ekki. Hann talað um að nokkuð víst væri að þetta myndi kosta okkur 1000 milljarða því ekkert væri í þrotabúum Landsbankans.  Finnst of mikð gert úr þessum þætti Framsóknar. Þeir höfðu vissulega þessa skoðun en hún var undir í öllum atkvæðagreiðslum þannig að þeir sem flokkur stoppuðu ekki neitt. 

Svo er nokkuð ljóst að Framsókn sjálf skipti minnstu máli hvernig Icesave fór. Því nokkuð skýrt var haldið fram að Indefence væru ekki flokkspólitísk. Framsókn talað sem að þeir ættu ekki aðild að Indefence. Og þar voru menn úr öðrum flokkum.  Og Alþingi afgreiddi Icesave samning a.m.k. 2 sama hvað Framsókn sagði þannig að ef forsetinn hefði ekki synjað samningum þá væru áhrfi framsóknar á þetta ferli engin. 


mbl.is Icesave mælikvarði á staðfestuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ótalegt rugl er þetta Maggi minn.

Það töluðu allir um að reyna samningaleiðina til að byrja með, en það þarf báða deiluaðila að gefa eitthvað eftir, annars gengur samningaleið ekki upp. Það var ekki gert, heldur átti Ísland að taka við öllu sem hollendingar og bretar vildu, það er ekki kallað samningaviðræður heldur hótanir.

Svavarssaminigurinn var óskalisti hollendinga og breta en ekki samningur. Og það smþykkir engin heilvita maður lélega samninga. Þar byrjaði (F) að sjá að það yrði alldrei samið um þetta og því fór sem fór.

Samningaleiðin gekk ekki up, og þá fara aðilar að málinu yfirleit dómsleiðina til að leysa ágreininginn og það var gert. Hollendingar, bretar og ESB fengu ekki neitt úr dómnum nema að þeir þurfa að greiða íslendingum allan málskostnað.

Þetta studdi (F) að fullu eins og vera ber, og (F) hafði kanski ekki mikil áhrif en sýndu samstöðu við að stoppa þessa óskalista hollendinga og breta.

Og af hverju ert þú ekki ænægður með útkomuna Maggi minn?

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 9.2.2013 kl. 18:18

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Veit ekki betur en að Bretar og Hollendingar hefðu gefið eftir. Þeir lækkuðu vexti úr 6,7% niður í um 3% og sömdu um vaxtahlé og fleira.Mynni á þetta línurit

Kostna%C3%B0ur-Icesave

En það sem ég er að tala um að Framsókn ein og sér gerði ekkert í raun nema að standa gegn málinu. það hvar kjósendur sem höfnuðu samningunum. Ekki Framsókn. Þeir töpuðu nær öllum atkvæðagreiðslum í Alþingi um þessi mál. Þannig að það er ekki hægt að segja að þeir einir og sér hafi unnið Icesave málið. Það var reynda Árni Páll sem stýrði upphafi af málvörn okkar með því að kalla Advice og Indefence og allar stjórnmálaflokka að málinu eftir að ljós var að þjóðin vildi ekki semja um þetta mál og taka áhættu fyrir dómi. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.2.2013 kl. 19:32

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vúpti dú, úr 6.7% niður í 3% á einhverju sem kemur fram í dómsorði að íslendingar þurftu ekki bæði lagalega og siðferðislega ekkert að greiða.

Hvernig hefði verið að lækkunin hefði verið frá 6.7% í 0%, þá er ég viss um að það hefði verið skrifað undir samningana með ábyrgð Ríkissjóðs að baki því að IceSave hefði verið greitt.

0% vextir eru sangernir vextir á greiðslum sem að Ríkissjóð bar ekki að greiða siðferðislega og lagalega.

Heldur þú að Forsetinn hefði neitað að skrifa undir Svavarssamninginn IceSave 2, ef að allir í (SF), (VG), (S), (F) og Hreyfinguni hefðu greitt atkvæði með samningnum 100% atkvæði með samningnum? Held ekki Maggi minn.

Margt lítið getur gert eitt stórt.

Annars var það græðgi hollendinga og breta sem stoppaði Svavarssamninginn, Forsetinn skrifaði undir hann með fyrirvaraanum sem Pétur Blöndal kom inn í frumvarpið og bretar og hollendingar neituðu að samþykkja samningin með fyrirvaranum. Stratigical blöndur af hálfu breta og hollendinga.

Þess vegna kom IceSave 2 og þjóðin fékk að láta í sér heyra um þessa samningaleið og þess vegna var dómsleiðin farin og Maggi minn þú ættir að samgleðjast landsmönnum að dómsleiðin var farinn en ekki fara í fýlu.

Kveðja frá Las vegas.

Jóhann Kristinsson, 9.2.2013 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband