Leita í fréttum mbl.is

Ég hef alltaf verið á móti verðtryggingu! En fólk verður að athuga hvað afnám hennar fylgir

  • Fyrir það fyrst þá erum við með krónu. Þannig að óstöðugleiki hennar þýðir að í óverðtryggðu umhverfi verða hér alltaf háir vextir vegna þess að lánveitendur verða að hafa tryggingu fyrir því að sveiflur valdi því ekki að útlánin þeirra rýrni. Þar sem þeir eru að lána fé sem þeir geyma fyrir aðra og taka að láni frá öðrum í annarri mynt.
  • Þannig að þegar að verðtrygging verður afnumin þá þýðir það t.d. eftirfarandi. Sem er tekið af bloggi Ólafs Margeirssonar:
    „Þegar fólk annaðhvort staðgreiðir verðtrygginguna eða greiðir af láni með breytilegum nafnvöxtum getur OG Á greiðslubyrðin að breytast. Og hún getur breyst hratt!

    En fólk verður að átta sig á því að það er tilgangurinn með afnámi verðtryggingar neytendalána að greiðslubyrði lánanna geti breyst hratt og í samræmi við peningastefnu seðlabankans!

    Þegar greiðslubyrðin breytist hratt við nafnvaxtabreytingu – t.d. vegna þess að seðlabankinn hækkaði vexti um 0,25% - þá skilur fólk það samstundis að kostnaðurinn við lántökuna hefur breyst. Og það skilur það samstundis hversu mikið kostnaðurinn hefur breyst: sveiflan í greiðslubyrðinni sem er afleiðing nafnvaxtabreytinga er það sem veitir fólki haldgóðar upplýsingar um að það eigi að breyta neyslu sinni. Raunar er það svo, í tilviki vaxtahækkunar, að fólk VERÐUR að draga úr neyslu sinni eigi það að halda húsnæðinu (sem nú byggir upp eigið fé á hverjum mánuði því höfuðstóll óverðtryggðs/nafnvaxtaláns lækkar alltaf)."
  • Þetta þýðir að fólk verður að átta sig á því að afnam vertryggingar eykur greiðslubirgðar lána fyrri helming lánstímans því það bæði greiðir vexti staðgreitt þegar þeir hækka.  Og með krónuna þarf að beita vöxtum til að stýra eftirspurn. Þ.e. að hér verði ekki bólur þegar að krónan styrkist t.d. tímabundið.  Þannig má reikna með að með krónuna þá geti stýrivextir þurft að fara upp í kannski 10 til 15% um tíma og lán með breytilegum vöxtum hækka gríðalega um tíma. Og þannig eiga þeir að virka þ.e. draga úr eftirspurn þegar þennsla er. Og því gæti orðið erfitt hjá fólki sem er með há lán tímabundið. Gætu átt erfitt með greiðslubirgð og framfærslu.
  • Þannig held ég að fólk geri sér ekki grein fyrir að afborganir af nýjum 20 milljóna láni nýju eða nýlegu í dag er um 85 þúsund. En af 20 milljónum óverðtryggðu er um 135 þúsund  og stökkin geta verið gríðarleg.
  • Það er fínt fyrir stjórnvöld framtíðarinnar að geta stýrt neyslu en þetta er líka erfitt fyrir fólk því ljóst er að bankar eru ekki í aðstöðu eins og var hér fyrir 1979 þegar verðtrygging var tekin upp. Þá voru hér lág lán. Og hér voru allir bankar ríkisreknir og Alþingi skaffaði þeim peninga á hverju ári til að bæta þeim upp tapið af lánum.  Nú eru lán há og ríkið getur ekki lagt þeim til neitt að ráði til að hjálpa þeim.
  • Þannig fínt ef að hægt verður að afnema verðtyggingu. En það tryggir ekki fólki lægri greiðslur núna heldur hækka þær. Það tryggir fólki ekki öryggi og jafnar afborganir. Það er einmitt líklega að þær verði enn meira sveiflukenndar.
  • En á móti kemur að ríkið fær loks þ.e. Seðlabanki tæki sem virkar til að stýra neyslu okkar. Þ.e. að þrengja að fólki þegar það er að koma bóla og slaka á þegar að það kemur slaki.
    Eða eins og Friðrik lýsir ágætlega hér:
    Til lengri tíma lagast hugsanlega kjör lántakenda (og dregur úr líkum á heimatilbúnum kreppum í kjölfar fjármálabólu eins og búin var til hér 2005 – 2008, sérstaklega seinni tvö árin), tala nú ekki um ef einhverntíma verður hægt að komast í skjól alvöru gjaldmiðils. En til skemmri tíma versna kjörin þar sem standa þarf fullan straum af raunkostnaði lánsins strax, í stað þess að greiðsludreifa honum til framtíðar. Það mun valda samdrætti í ráðstöfunartekjum, kaupmætti, hagvexti og fjárfestingu. Fólk neyðist til að draga úr tilhneigingu sinni til að lifa um efni fram, sem verðtryggingin ýtir undir, og augljóslega við aukna áhættu lánveitandans í lánveitingum mun áhættuþóknun í gegnum vaxtagjaldið hækka.

    Áhrifin til skemmri tíma af afnámi verðtryggingar eru sem sagt „neikvæð“ á meðan að vinnst ofan af “ókeypishádegisverðar” áhrifunum og fólk áttar sig á því að það getur ekki lengur falsað kaupmátt sinn með greiðsludreifingu raunvaxtakostnaðar í gegnum verðtrygginguna. S.s. eftir afnám verðtryggingar hefur þú bara efni á að kaupa þér 60fm íbúð af því að þú getur ekki lengur platað þig upp í kaupmátt sem leyfir þér kaup á 90fm íbúð, og bankinn hefur ekki lengur beinan hag af því að ýta undir yfirspennta skuldsetningu þína. Ekki misskilja mig, ég er á móti verðtryggingunni, en við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir fullum áhrifum afnáms hennar, jákvæðum og neikvæðum."

  • Góðar greinar um þetta mál hér og hér

mbl.is Verðtrygging neytendalána afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrir það fyrst þá erum við með krónu. Þannig að óstöðugleiki hennar þýðir að í óverðtryggðu umhverfi verða hér alltaf háir vextir

Þetta stafar allt af verðtryggingunni. Afnemum hana þá.

vegna þess að lánveitendur verða að hafa tryggingu fyrir því að sveiflur valdi því ekki að útlánin þeirra rýrni.

OK. Þeir hljóta þá að verða að borga iðgjald fyrir þá tryggingu eins og aðrir.

http://www.visir.is/eignabrunatryggingar-bankanna/article/2012712149967

Ef það á ekki bara að tryggja innstæður fjármagnseigenda fyrir tapi, heldur líka að verðtryggja eignir þeirra. Nú þá höfum við fengið ágætis fordæmi um það hver eigi að ábyrgjast svoleiðis tryggingu. Hint: ekki almenningur.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2013 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband