Leita í fréttum mbl.is

Finnar farnir að bera óttablandna virðingu fyrir okkur og útrásinni

Rakst á þessa frásögn á síðu Hafsteins Karlssonar skólastjóra sem er við nám í Finnlandi:

Misjöfn þjónusta
Frá því að ég kom til Finnlands í byrjun janúar hef ég þráfaldlega reynt að stofna bankareikning hérna. Það hefur gengið furðu illa. Ég hafði áhuga á að gerast viðskiptavinur Nordeabankans, það var einhver Finni sem benti mér á að það væri líklega best. Ég fór þangað og stillti mér upp í röðina hjá þjónustufulltrúanum. Þegar kom að mér bar ég upp erindi mitt og þá kallaði þjónustufulltrúinn á annan þjónustufulltrúa. Svo spurðu þeir mig um vegabréf og ég dró það upp. Þegar þær sáu að ég væri frá Íslandi urðu þær skrýtnar í framan og báðu um staðfestingu frá traustum aðila á því að ég væri hér við störf. Ekki hafði ég slíkt handbært og sendu þær mig þá heim.

Ég kom aftur nokkrum dögum seinna og aftur hófst sami leikurinn nema nú hafði ég gleymt vegabréfinu. Nú spurðu þær mig auk þess um finnska kennitölu. Þegar ég slengdi henni á borðið settu þær upp svip og sögðu að ég fengi engan reikning nema sýna þeim vegabréfið. Og aftur sendu þær mig heim.

Svo nennti ég ekki að gera neitt í þessu um hríð og hugsaði mér að vera hér bara án þess að stofna bankareikning.

En svo fyrir tveimur dögum ákvað ég að gera úrslitatilraun og stakk í vasann öllum hugsanlegum bréfum og staðfestingum sem ég fann hjá mér. Ég rölta út í verslunarmiðstöðina og fór einhvern veginn hæðavillt þannig að ég lenti í Sampo-banka í þetta skipti. Þessum sem Íslendingar keyptu um daginn. Þar gekk ég beint til gjaldkera, rétti henni vegabréfið mitt og sagðist vilja stofna bankareikning. Hún skoðaði vegabréfið, leit og mig og spurði: „Islanhtissa?“ „Gulla“ svaraði ég (þetta þýðir ertu íslenkur og ég svara já). Hún horfði á mig svolítið eins og óttaslegin og kyngdi nokkrum sinnum. Svo byrjaði hún bara að búa til bankareikning. Ég sagði henni að ég væri með staðfestingarpappíra og finnska kennitölu en ekkert af því vildi hún sjá. Flýtti sér bara að ganga frá þessu og var greinilega hálf létt þegar hún var búinn og hafði kvatt mig. 

Svona er nú fínt orðsporið okkar Íslendinga hérna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband