Leita í fréttum mbl.is

Málefni Kópavogs og Heiðmerkur skýrð á skemmtilegan hátt

Ég vitnaði í síðustu færslu í blogg Hafsteins Karlssonar og ætla að gera það hér líka. Hafsteinn Karlsson er auk þess að vera skólastjóri bæjarfulltrúi í Kópavogi. En í þessari færslu fer hann yfir málið á skemmtilegan hátt:

Þegar klaufabárðarnir tóku að sér að stjórna bæ
Einu sinni var stundum skotið inn á milli dagskráratriða í sjónvarpinu litlum þáttum af leirkörlum sem kallaðir voru klaufabárðarnir. Mig minnir að í einum þættinum hafi þeir setið í meirihluta í bæjarstjórn í bæ nokkrum.

Hvert málið rak annað þar sem klaufabárðarnir klúðruðu málunum. Þeir t.d. óðu án nokkurs leyfis yfir dýrmætt skógræktarland til þess að koma fyrir rörum sem áttu að flytja kalt gjafavatn til íbúa í næsta bæ við þann sem þeir stjórnuðu.

Já, það var nefnilega eitt klúðrið hjá þeim rétt fyrir kosningar að bjóða bæjarstjórn nágrannabæjarins niðurgreitt vatn næstu áratugina. Ekki vegna þess að nágrannabærinn væri svona fátækur eða íbúar hans illa haldnir.

Nei en blessaðir klaufabárðarnir höfðu í flumbrugangi sínum lofað hestamönnum aðstöðu og meira að segja hestaakademíu inn á vatnsverndarsvæði nágrannabæjarins.

Það var nefnilega út af því að klaufarnir ruku til án þess að hugsa málin og keyptu fjármálabraskara út úr klúðri sem þeir voru búnir að koma sér í með kaupum á hesthúsum sem hestamennirnir áttu og voru í bænum.

Braskararnir voru búnir með peninginn og enginn vildi lána þeim til að kaupa fleiri hesthús, en þeir ætluðu að græða svo mikið á því. Og nú voru þeir í miklum vandræðum, blessaðir fjármálabraskararnir.

En klaufabárðarnir fréttu þetta og vorkenndu bröskurunum svo mikið að þeir buðust til að láta bæinn sem þeir stjórnuðu kaupa öll hesthúsin sem þeir höfðu keypt á miklu hærra verði en þeir höfðu sjálfir borgað fyrir þau.

Braskararnir voru glaðir af því að nú höfðu þeir grætt mörg hundruð milljónir á því að skemma fyrir hestamönnunum. Nú gátu þeir farið með peninginn eitthvert annað og gert einhvern óskunda þar.

Hestamennirnir voru reiðir því að braskaranir voru að eyðileggja félagið þeirra. En  klaufabárðarnir keyptu bara líka öll hestuhúsin af þeim á sama verði og þeir borgðuðu bröskurunum og lofuðu líka landi undir ný hesthús og hestaakademíu.

En svo átti nágrannabærinn að fara að fá vatnið. Þá varð ná í vatnið. En það var flókið vegna þess að bóndi einn átti land sem þeir þurftu að fara yfir. Hann vildi það ekki og því þurftu þeir að láta bæinn kaupa allt landið af honum.

Og hann fékk marga marga milljarða og mátti svo selja lóðir af landinu sem hann var búinn að selja bænum og ráða svolítið yfir fólkinu sem ætlaði að búa þar.

Og svo byrjuðu þeir að grafa og koma rörunum oní jörðina því tíminn var orðinn naumur. Þeir höfðu nefnilega lofað vatninu fyrir ákveðinn tíma og ef það tækist ekki að ná því upp úr jörðinni úr borholum bæjarins varð að kaupa vatnið af vatnssölufyrirtæki á miklu hærra verði.

Æ, en svo var allt í einu þetta skógræktarland. Og klaufabárðarnir ákváðu bara að vaða yfir það. Þetta voru hvort eð er bara ómerkileg tré.

En það fattaðist og þeir máttu þetta ekki. Löggan kom og allt.

Og þetta varð til þess að klaufabárðarnir voru látnir hætta að stjórna bænum. Enda allt í klúðri.

Og þannig endaði þessi þáttur um klaufabárðana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband