Leita í fréttum mbl.is

Er krónan ekki löngu fullreynd?

Af eyjan.is eftir Andra Geir Arinbjarnarson. Smá skynsemi svona inn á svæði Heimssýnarliða hér á blog.is 

Krónan + hvíl í friði

Íslendingar hafa tvo kosti: krónuna eða evruna.

Krónunni fylgir krónískur gjaldeyrisskortur, höft, gengisfellingar og lág laun.  Hver skýrslan á fætur annarri lítur dagsins ljós, þar sem erlend fjármálastaða landsins gerir lítið annað en að versna.  Ísland er nú að nálgast þá stöðu sem Glitnir var í fyrir hrun að eiga ekki fyrir erlendum skuldbindingum.  Við það aukast væntingar fjárfesta að á endanum þurfi að semja um allar erlendar skuldbindingar þjóðarinnar og innlendar krónueignir hvar sem þær liggja og/eða að ný neyðarlög séu yfirvofandi.  Þegar slíkar væntingar taka festu fara fjárfestar að búa sig undir það versta.  Brennt barn forðast eldinn.

ESB aðild er engin töfralausn en myndi hjálpa við að opna erlenda fjármálamarkaði og róa erlenda fjárfesta.  Ef Ísland væri á leið inn í ESB og stefndi á upptöku evru yrðu íslenskar eignir eftirsóknaverðari og myndu hækka í verði.  Endurfjármögnun á lánum yrði auðveldari og beinar fjárfestingar áhugaverðari.  Eitt er ljóst hin íslenska fjármálavél myndi keyra mun betur og ódýrara á evrunni en krónunni.

Gott dæmi sem sýnir muninn á evrunni og krónunni er staða grískra og íslenskra banka.  Bæði löndin lentu illilega í hruninu.  En fimm árum síðar eru grískir bankar eftirsóknaverðir á alþjóðlegum markaði og hafa hækkað um 46% í kauphöllinni í Aþenu á þessu ári og markaðsvirði þeirra er nú um 0.8 af bókfærðu virði sem mun gera grísku ríkisstjórninni mun auðveldara að selja sinn hlut á viðunandi verði.

Á Íslandi er enginn banki á markaði fimm árum eftir hrun, og enn er langt í það að ríkið geti endurheimt þá peninga sem skattgreiðendur lögðu í bankana og nú væri gott að geta notað í fjársvelt heilbrigðiskerfi.  Seinagangur og vandræðagangur fylgir krónunni, hún er sem sandur í gangvirki fjármálakerfisins.

Þetta sjá erlendir fjárfestar og það sem truflar þá er að Ísland skuli velja krónuna framyfir evruna sem aðeins mun gera vandamálið óleysanlegt.  Það er ekki skynsamlegt að fara með fjármagn inn í slíkt umhverfi.  Þannig stuðlar krónan að vítahring sem mun viðhalda höftum, gjaldeyrisskorti og lágum launum í framtíðinni.

Þessi staða er því sorglegri þar sem Ísland bíður upp á betri ávöxtunartækifæri og efnahagshorfur en Grikkland aðeins ef Ísland hefði alvöru gjaldmiðil.  Grikkir völdu rétt í að halda í evruna í stað þess að fara íslensku leiðina og taka upp gengisfelldan eigin gjaldmiðil sem enginn hefur trú á!

 


mbl.is Koma þurfi böndum á fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm... 30% atvinnuleysi og Gullin dögun eða verðbólga?

Ég held að ég velji verðbólguna.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 19:50

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hans - eru 'gullin dögun' ekki þitt fólk - þjóðernissinnar?

Rafn Guðmundsson, 11.10.2013 kl. 00:47

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Magnús,

Það er nú svo skrítið að Grikkir eru með það, sem margir fylgjendur Fylkingarinnar telja "alvöru" gjaldmiðil, en samt eru þeir í tómu tjóni og ekki bara Grikkir heldur öll suður Evrópa.  En við með okkar "handónýtu" krónu, þá hefur fólk það betra á Íslandi en fólk í suður Evrópu og jafnvel á Írlandi, sem telst þó til norður hluta Evrópu, meiri vinnu er að hafa á Íslandi og fólk á auðveldara með að hafa í sig og á, þó svo að betur mætti gera fyrir marga.

Ég spái því að Íslenska krónan verður enn lengi við líði, löngu eftir að Samfylkingin verður lögð til hinstu hvíldar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.10.2013 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband