Leita í fréttum mbl.is

Hvernig væri nú að fara að horfa fram á veginn?

 

Datt í hug eftirfarandi:
Hvernig væri nú að allir Íslendingar hættu að að:
- Horfa sífellt aftur á bak til fyrri tíma
- Sífellt að reyna að finna einhverja aðra til að kenna um vandamál sín sjálfra og þjóðarinnar sem heild
- Sífellt að vera að láta menn sem eru hræddir við allar breytingar ráða umræðu hér á landi

Heldur yrði sest niður og fundið út hvar veikleikar stöðunar í dag eru hverjir eru styrkleikar okkar til framtíðar og hættur og fá færustu menn til að móta leið okkar fram- og uppávið.
Er ekki að verða komið nóg af því að kenna öðrum um þegar núverandi stjórnvöld rökstyðja allt sem þau gera með að fyrri stjórnvöld hafi verið svo slæm. Og fyrri stjórnvöld kendu svo vondu fjármálamönnunum um. Og svo koll af kolli.
Halló staðan er svona í dag. Við breytum ekki fortíðinni en nú þurfum við að móta stefnu til framtiðar sem leiðir okkur til betra lífs.
Held nefnilega að engin sér saklaus af hlutum í fortíðinni. T.d. væru allir að drukkna í skuldum ef að allir hefðu gleypt við þeim gylliboðum sem voru fyrir hrun um að endurfjármagna eignir sínar og kaupa hluabréf, skuldabréf neða kaupa í einhverjum peningamarkaðssjóðum  selja fínu íbúðina sína og byggja skuldsett einbýlishús og svo framvegis.

Taka stöðuna eins og hún er í dag og finna lausnir:

Við viljum gott heilbrigðiskerfi fyrir alla - Hvernig vinnum við að því að laga það?

Við viljum góða menntun fyrir alla - Hvernig tryggjum við það?

Við viljum jafnan og góðan hagvöxt. Hverning tryggjum við það?

Við viljum góða vinnu fyrir flesta og mannsæmandni laun: Hvernig tryggjum við það?

Við erum lítið land og þolum illa að fáir njóti hér einhverja sér kjara- Hvernig tryggjum við það?

Ef fyrir öllu er að setja sér langtímamarkmið sem eru svo skipt í smærri þrep og fara að vinna að því. Engin risastökk sem bitna á öðrum markmiðum heldur er sígandi lukka best. 

Fólk verður að átta sig á að 2007 kemur aldrei aftur. Við getum ekki tekið lífskjör okkar að láni án þess að þurfa síðar að borga það til baka með tilheyrandi dýfum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hluti af þessu ágæta prógrami væri að þjóðin hætti að kjósa framsóknarmenn.

E (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 15:41

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fortíðin, nútíðin og framtíðin tengjast óhjákvæmilega.

Fjármálakerfi heimsins var ekki núllað 2008, eftir gervipeninga-veislu banka-heimsins, og þá flækju sitjum við uppi með að greiða úr. Það dugar skammt að kaupa ný net, í hvert sinn sem lífbjargar-netin flækist í ólgusjónum.

Það er staðreyndin sem heimurinn stendur frammi fyrir. Á reynslu og staðreyndum byggist jákvæð framtíðin. Það er útilokað að finna út úr flækjunum, ef takmarkið er að kenna öðrum um, án þess að skoða sinn eigin þátt í spilinu af réttlæti og heiðarleika.

Það eru allir flæktir í banka-exel-brellurnar.

"Það má ekki skjóta sendiboðann", sagði Valgerður Bjarnadóttir réttilega, á fundi efnahags og viðskiptanefndar, í beinni útsendingu í gær.

Í nýsköpunar-miðstöðinni í Grafarvogi eru starfandi ólíkir einstaklingar, með breiða þekkingu/reynslu/menntun. Þannig virkar líka samfélagið best, þegar á að koma heildarmyndinni út í umræðu og framkvæmd, til gagns fyrir almanna-hagsmuni.

Ég kem með mína sýn og gagnrýni hér á blogginu, til að leggja mína reynslu og þekkingu í umræðuna, til gagns en ekki til að hefna mín. En mitt innlegg eitt og sér dugar að sjálfsögðu ekki, til að fá framtíðar-heildarmynd af velferð almannaheillar, á sanngjarnan hátt.

Opinberir fjölmiðlar verða að opna augun fyrir sannleikanum og staðreyndum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.10.2013 kl. 15:55

3 identicon

Þjóðin er ekki í þessari stöðu, frekar en nokkur önnur Vestræn þjóð. Allur strúktúr sem byggir á því að byrja upp á nýtt þegar illa hefur farið gengur út á bæta fyrst fyrir afbrot sín, svo er fyrst hægt að horfa fram á veginn. Þetta er gildi hvort sem er hjá smáafbortamönnum eins og AA samtökin hjálpa að taka sig í gegn, eða þessum stóru sem fara í gegnum dómskerfið. Við stundum öll óbeint þrælahald. Við njótum góðs af þrælavinnu, þar á meðal þrælavinnu barna, sem fer fram í óheilnæmum verksmiðjum. Horfðu á myndina Blood Mobile og fáðu séð að Skandinavísku farsímarnir sem annar hver Íslendingur kaupir kosta mannslíf. Horfðu á Flow- for the love of water, og sjáðu að kókið okkar, sem við Íslendingar eigum okkar plebbalega heimsmet í að drekka, kostar vatnsból Indverja, sem og mannslíf, vegna afleiðinga sem af því hljótast. Yfir 95% af öllum fatnaði sem fæst í Kringlunni og Smáralind er unninn af fólki sem þarf að vinna myrkranna á milli, án þess að eiga fyrir mat, og sér vart fjölskylduna sína og á sér enga von og enga framtíð, svo við getum keypt sem ódýrast drasl. Förum að spara, kaupa minna, og hættum að kaupa það sem er illa fengið. Annars munum við þurfa að borga. Réttlætisgyðjan er blind, gleymum því aldrei. Hún mun ekki hlusta á afsakanir okkar. Tíminn til að snúa við blaðinu er að renna út fyrir Vesturlönd. Verum ekki meðal þeirra þjóða sem það verður um seinan hjá. Fair trade, vera ábyrgur neytandi, vita hvaðan varan sem maður kaupir er kominn, skilja enginn er eyland, jafnvel ekki Ísland og allt sem við eigum er afrakstur vinnu annarra, fólks sem á sér jafn dýrmæt líf, vonir, drauma og ástir eins og við sjálf. Skiljum að lífið er stutt, dauðinn kemur, og þá verður of seint að borga. Ef við fljótum bara sofandi með þessum straumi ber hann okkur bráðum að feigðarósinum og þessi þjóð hættir að vera til.

R (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 21:41

4 identicon

Man einhver eftir verksmiðjunni sem hrundi um daginn út af illri meðferð? Myndinni sem var sýnd um H&M fyrir ekki svo löngu, og skelfileg kjör starfsmanna þess í Asíu? Gengur einhver í Nike skóm? Munið þið þegar upp komst Nike stundaði þrælahald á börnum? Ertu samt að kaupa þetta á þín börn? Kaupirðu Nestle kókómalt þó Unicef hafi dreift þeim upplýsingum til allra landsmanna að Nestle ber ábyrgð á fjölda mannslífa í Afríku og Suður Ameríku, og drap börn með röngum upplýsingum um mjólkurduft. Þá ertu samsekur í morðunum og ofríkinu? Hversu latur þarf að vera til að NENNA ekki að afla sér upplýsinga sem auðfáanlegar eru á netinu, og taka bara sénsinn að styrkja glæpasamtök þau sem svona fyrirtæki eru? Tíminn er að renna út. Tími Evrópumannsins er bráðum á enda. Þeir sem taka við eru ekki búnir að gleyma. Þeir munu ekki gleyma. Og það verður engin syndaaflausn í boði.

R (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 21:45

5 identicon

Czarinn slapp ekki endalaust. Og það var ljótt og sorglegt hvernig fór, ekki satt? En óhjákvæmilegt því hann beið of lengi með að gera breytingar. Hann hvarf aldrei. Við urðum hann. Við öll. Milljónir arðrænandi, þjófsnauta, þrælahaldara skrímsla í stað lítillar elítu. Með verksmiðjuþrælana okkar í Asíu og öll þjóðarmorðin innan og utan Vesturlanda. Við sleppum ekkert frekar en hann. Réttlætið sér um sína. Snúum við blaðinu. Förum ekki að dæmi Czarsins. Þú hefur verið varaður við.

R (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 21:50

6 identicon

R

Þú greinilega trúir öllu sem stendur á netinu.

Lærðu að efast.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 21:58

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sniðug hugdetta hjá þér Helgi og vertu velkomin í hópinn okkar, sem ávalt lítum til hægri og vinstri og gætum þess að troða bara á tám þeirra sem við erum skotin í.  Ég er samt ekkert skotin í þér, en mögulega í hinni hljómfögru fallegu Regínu Ósk sem var hérna á skjánum rétt áðan. 

Hrólfur Þ Hraundal, 12.10.2013 kl. 22:27

8 identicon

Mínar upplýsingar koma ekki af alnetinu. Ég efast um allt nema þrennt. Það eru litlir og einfaldir hlutir. En réttlætið er til og nær fram að ganga. Og tíminn er naumur og stutt þar til nýtt heimsskipulag gengur í garð.

R (IP-tala skráð) 13.10.2013 kl. 01:57

9 identicon

Ef þú ert að hugsa um hvar maður verði sér úti um upplýsingar á netinu um hvaða fyrirtæki hafa brotið mannréttindi, þá er auðvelt að skoða hvaða fyrirtækjum meiriháttar mannréttindasamtök, sem og Sameinuðu Þjóðirnar hafa neyðst til að skipta sér af, og hver hafa verið dregin fyrir dóm og fyrir hvað. Ekki ólíklega ganga börnin þín í fatnaði framleiddum af barnaþrælahöldurum og drekka og borða vörur framleiddar af barnamorðingja (ef þér finnst það morð að gefa illa upplýstu fólki vísvitandi rangar upplýsingar sem síðan leiða til dauða, svo þú getir grætt peninga.)

R (IP-tala skráð) 13.10.2013 kl. 02:01

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Magnús þetta yrði eins og ferskur blær í stjórnmálum og það væri hægt að koma mörgum góðum málum í rétta átt. En þetta er óframkvæmanlegt vegna þess að allir halda að þeirra hugmyndir eru beztar.

Því miður, þá verða stjórnmálin að vera í gúanófýluni og skítkastinu af því að allir vilja ráða og þá sérstaklega þeir sem eru á þingi í dag. Ein aðferðin til að komast til valda er að ráðast á karekter manneskjunar sem verið er að rífa niður, en ekki hversu góð manneskjan er sem stendur í niðurrifinu.

Þetta er ekkert íslenzkt fyrirbrygði, þetta eru stjórnmál allra landa.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 13.10.2013 kl. 14:08

11 identicon

Það er eðlilegt að vinstri mönnum sé ílla við baksýnisspegilinn núna, þegar tjöldin falla og umheimurinn er allur að átta sig á að endurreisnin á Íslandi var ekkert annað en þétt ofinn lygavefur þar sem allar lausnir miðuðust við að fresta málum yfir á næsta kjörtímabil.

Nei, nú skal ekki horfa til baka, heldur eingöngu fram á við.

Liðið sem hefur sungið sama sönginn linnulaust í rúm 4 ár, "hér varð hrun" og "við tókum við vondu búi" vill nú ekki lengur að horft sé til baka.

Það er eðlilegt, svo ekki sé meira sagt.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.10.2013 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband