Leita í fréttum mbl.is

Hugmyndir að fjármögnun fyrir ríkið svo ekki þurfi að lækka barna- og vaxtabætur

Nú er vitað að barna- og vaxtabætur eru tekjutengdar þannig að aðeins fólk með lágar og miðlungstekjur hafa fenigð eitthvað af þeim.

Þannig held ég að þeir sem hafa fengið fullar vaxtabætur séu að stærstum hluta einstæðir foreldrar og þá eru það aðallega konur.  Því að miðlungstekjur þýða yfirleitt að vegna tekjutengingar eru þessar bætur hverfandi fyrir þá sem hafa 4 til 500 þúsund á mánuði. Þannig hef ég t.d. fengið lítið úr þessum bótum.  Því held ég að þetta bitni aðallega á láglauna heimilum og jafnvel sem njóta í engu lækkana lána í júní.

Að þetta sé gert til að spara 600 milljónir finnst mér skammarlegt og vill hér með stynga upp á leiðum sem stjórnvöld hafa til að fjármagna þessar bætur og framlög til þróunarsamvinnu án þess að skera þær niður. Og fjármagna það sem þarf í heilbrigðiskerfið.

  1. Makrílkvótinn: Bjóða upp leigu á kvótanum til kannski 10 ára og taka inn fyrir það kannski 20 til 40 milljarða nú. Sem mundi standa undir þessum kostanaði í 4 til 8 ár.
  2. Auðlegðarskattur á eignir umfram 100 milljónir verði tekin aftur upp. Það myndi standa rúmlega undir þessum útgjöldum
  3. Hækkun veiðigjalda um þá upphæð sem það sem þarf að bæta í heilbrigðiskerfinu.
  4. Hætta við þessa lækkun á 2 skattþrepi  sem á skv. því sem sagt er að kosta 5 milljarða.
  5. Breyta og draga úr styrkjum til landbúnaðarins sem nemur hluta þessarar upphæðar og leyfa innflutning á landbúnaðarvörum þannig að það verði samkeppni.

Þetta er bara nokkar hugmyndir. Það er fullt af peningum hér við ættum að fá en einstaka hópar stórir og litlir taka til sín án þess að við fáum nokkuð fyrir það.  Svo minni ég að allann kostnað okkar við að hafa krónu, háavexti og stóðugt fall krónunar en sá kostnaður er metin á hvað 60 til 80 milljarða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Þarna má alveg bæta við að draga úr styrkjum til stjórnmálaflokkana.

Bara með því að skerða um helming styrkina eins og þeir eru í dag mætti spara 4 til 500 miljónir.

Jack Daniel's, 9.12.2013 kl. 17:48

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

já - kannski má spara í sendiráðakostnaði. erum við ekki með 15

Rafn Guðmundsson, 9.12.2013 kl. 20:00

3 identicon

...Já og draga til baka hækkun vegna hækkaðs rekstarkostnaðar við ríkisstjórnina og hætta við fjölgun ráðherra.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband