Leita í fréttum mbl.is

Í ljósi umræðu í Kastljósi í kvöld!

Nú er ég ekki á nokkurn hátt að halda því fram að þeir sem eru með lægstu launin séu á boðlegu kaupi. En ég er líka þó ég sé jafnaðarmaður á því að síðustu ár hafa launatöflur skroppið saman því sífellt hefur verið barist fyrir að hækka lægstu launin og því hafa launabilið frá lægstu upp í þau hæstu í mörgum samningum orðið mjög lítil. Jafnvel þannig að möguleiki fólks til að hækka með námi, reynslu, aldri og starfsreyslu minnkað mjög mikið og eru sumstaðar aðeins nokkrir tugir þúsunda. Þ.e. munur á starfsmanni sem er að hefja störf og þeim sem hafa unnið í áratugi.

Eins er ég það gamall að ég var kominn á atvinnumarkað þegar hér var ekki verðtrygging og verðbólga var hér um eða yfir 25% um lengri tíma. það var samið um kannski 20% hækkun launa sem var svo tekin til baka með gengisfellingu í næsta mánuði. 

En í framhaldi af umræðunni fór ég að skoða þróun lágmarkslauna. Og sá að ef að fólki finnst erfitt að lifa að þeim í dag hvernig var þá að lifa fyrir 5 árum þegar lágmarkslaun voru 145 þúsund  eða árið 2000 þegar lágmarkslaun voru 78 þúsund. Fólk talar alltaf eins og fyrir hrun hafi allir verið með rosa laun en svo var ekki. Fólk með lægstu launin hafði það bara enn verra þá. En gat falsað það aðeins þegar að bankar fóru að lána öllum. Og fólk gat keypt alla hluti á raðgreiðslum til 3 ára. Svo hrundi það í hausinn á okkur.  Eins þá fórum við að ráða útlendinga í lægstu launin því fólk gat valið um vinnu þá í umhverfi sem var tilbúið og tekið að láni frá brjáæðingum erlendis sem dældu hingað lánsfé í fyrirtæki sem aldrei stóðu undir sér. 

Svona hafa lágmarkslaun þróast 

 

lamrkslaun.jpg
 
 
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>-----<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<

 

Og smá frá Guðmundi Gunnarssyni 

Það gengur ekki upp án þess að verðmætasköpun og þjóðarframleiðsla verði aukinn. Á þetta var bent í Stöðugleikasáttmálanum og hefur verið ítrekað af hálfu aðila vinnumarkaðs undanfarið.

Áratuginn fyrir gerð Þjóðarsáttar í febrúar 1990, var verðbólgan yfirleitt á milli 25-50% og fór jafnvel töluvert hærra, gengið var reglulega fellt og til þess að vinna upp glataðan kaupmátt samið reglulega um launahækkanir sem oftast námu tugum prósenta. var fellt, enda náðu þær vel þennan áratug vel þriðja þúsund prósenta. Vextir fóru með himinskautum.

Í Þjóðarsátt var samið um 1% kaupmáttarlækkun fyrsta árið, en á þeim forsendum að launamenn myndu fá það tilbaka í vaxandi kaupmætti, lægra verðlagi og vöxtum. Áratuginn eftir Þjóðarsátt fór verðbólgan niður í 1 – 3%, kaupmáttur óx sem aldrei fyrr og áratuginn eftir Þjóðarsátt námu launahækkanir að meðaltali á annan tug prósenta.
Þetta kallar spjallþáttakonungar og lýðskrumarar þeirra helför og afþakka blómakransa.
Þetta vill ég að hér aukist kaupmáttur sem er byggður á verðmætaaukingu og framleiðsluaukningu þjóðfélagsins en ekki tekin að láni sem er dæmt að hrynji í hausin á okkur aftur eftir nokkur ár. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimild þín fyrir þróun lágmarkslauna er væntanlega þessi: http://www.althingi.is/altext/140/s/0494.html

Skv. hagstofunni http://www.hagstofa.is/?PageID=2599&src=https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/varval.asp?ma=VIS01000%26ti=Breytingar+%E1+v%EDsit%F6lu+neysluver%F0s+fr%E1+1988%26path=../Database/visitolur/neysluverd/%26lang=3%26units=Vísitölur      þá hefur vísitala neysluverðs hækkað frá jan 2002 til des.  2013, 2.14 falt. Þannig hefðu lágmarkslaun frá í jan 2002 (78.333 ?) þurft að vera orðin 167.844 í des. 2013, til að launamaðurinn geti veitt sér það sama í neyslu. En þar sem lágmarkslaunin  eru 193.000 þá má segja að gagnvart neysluvísitölu hafi þau hækkað um 15 % á þessum tíma.

   Þannig að skv. þessum gögnum virðist það vera rétt staðhæfing hjá þér að launamenn á lágmarkslaunum hafi haft það enn verra fyrir 14 árum en nú.    

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 08:39

2 identicon

"...frá í jan 2000..." átti þetta að vera, en ekki "...frá í jan 2002..."

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 08:43

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú það var rétt ég tók tölurnar úr svari Velferðarráðherra virð fyrirstpun frá Unni Brá á Alþingi og takk fyrir upplýsingarnar um þróun neysluvísitöluna. Og vegna þessa held ég að við Íslendingar miklum oft hverning við höfðum það fyrir nokkrum árum. Raunin er önnur. En reyndar ef tekið er styttar tímabil eru náttúrulega verri útkoma vegna þess að krónan féll um 40% 2009. En fyrir hrun hafði fólk það ekki mikið betra en nú á lágmarkslaunum.  Það voru bara fáir Íslendingar sem unnu á þeim. Við fluttum inn útlendinga til að vinna þau.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.1.2014 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband