Leita í fréttum mbl.is

Auðvita hljóta allir að fagna þessu!

Sýnist að í höfuðatriðum sé farið að þeirri línu sem Már hefur kynnt síðustu ár sem skynsamlega leið! Þannig að farið sé eftir línu sem lögð var 2011, Nú hljóta allir að vinna saman að því að klára þessi lög og fara yfir hugsanlega vankannta og koma þessu í gegn.

Nokkur atrið sem þó er vert að skoða:

  • Arion og Íslandsbanki koma þá væntanlega í eigu okkar aftur. Það verður að gæta að því að fyrri eigendur eða t.d. MP banki nái ekki þeim bönkum aftur á einhverri útsölu! Helst verður að selja þá til erlendra fjárfesta. VIð viljum ekki aftur svona bankabólu.

 

  • Þá finnst manni skrýtið ef að talað hefur verið um að önnur hvor lögfræðistofa landsins hafi verið að vinna fyrir kröfuhafa. Og svo virðist sem þeir séu búnir að samþykkja öll skilyrði stjórnvalda. Hefði búist einhverjum látum.

 

  • Þá verður að passa að það verði engir sérvaldir sem moki inn á þeim eignum sem ríkið fær í hendur við þessa samninga.

En annars leit þessi kynning á aðgerðum bara vel út og stjórn og stjórnarandstaða ætti að geta unnið í sameiningu að því að klára þetta.


mbl.is Tillögurnar í samræmi við skilyrðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég man ekki eftir því að hafa á langri ævi heyrt tvo forystumenn ríkisstjórnar setja á jafn langar tölur um fordæmalaus afrek forystumanna ríkisstjórnar.

Og að því slepptu þá er ég sammála Vettvangsritara um að ég átti ekki von á svo tilkomulausum viðbrögðum af hálfu kröfuhafa sem fregnir eru um.

En veit nokkur hvaða AFREK! lágu að baki þessum kröfum?

Árni Gunnarsson, 8.6.2015 kl. 16:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Magnús Helgi þér er ekki alls varnað.  Það er gott og heilbrigt þegar fólk vill láta þá sem gera vel njóta sannmælis.  Þú ert maður að meiri í mínum huga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2015 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband