Leita í fréttum mbl.is

Nokkur atrið eftir að hafa hlustað á Joly!

  • Hún talaði um að 5 til 7 ár hefði tekið að klára t.d. ELF málið. Hér eru liðnir 5 mánuðir og við erum að fara á límingunum.
  • Hún talaði um að til að fá samvinnu erlendis þurfum við að finna sannanir hérlendis eða rökstuddan grun. Annars fáum við ekki neina til að gefa okkur upplýsingar. Þetta er nú gott að vita fyrir þá sem tala um að við getum bara fryst eigur manna um allan heim
  • Hún sagði frá því að hún ætti fundi á næstunni með sérstökum saksóknara, rannsóknanefnd þingsins og fleirum. Og þar gefst þeim tækifæri á að fá svör við hvernig best sé að hátta rannsóknum á þessu.
  • Hún gaf það í skyn að mest af þessum peningum sem eru horfnir séu tapaðir.
  • Maður veit nú ekki hvernig sjálfstæðismenn tækju í það ef við fengjum útlendinga til að taka þátt í þessari rannsókn. Skv. þeim gæti slík ráðning stangast á við stjórnarskrá.
  • Hún talaði um að þegar rökstuddur grunur væri uppi ætti að beita húsleitum til að finna gögn um reikninga erlendis.
  • Hún sagði að það þyrfti hóp milli 20 til 30 manna til að rannsaka og ná utan um þessi mál.

En aðallega held ég að það sé rétt að fólk geri sér grein fyrir að svona rannsókn tekur langan tíma og enn lengra verður í það að menn verði dæmdir. Enron rannsókn og dómar tóku 3 eða 4 ár.

Þannig að þeir sem hafa talað um að það sé hægt að rumpa þessu af ættu að endurskoða rök sín fyrir því. Gefum þessu tíma og mannskap. Leitum ráða hjá færustu sérfræðingum. Og snúum okkur að því að byggja hér upp á meðan þeir eru að vinna sína vinnu.


mbl.is Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þeir sem enn búa í frumskóginum eru náttúrlega með fljótlegar lausnir eins og alltaf. Nei þetta tekur tíma og við það verðum við öll að sætta okkur. Góðir hlutir gerast hægt og til að raunhæf niðurstaða fáist, verður að fara afar vel í alla sauma. Horfði ekki á Silfrið og er hætt að gera það í sjónvarpinu. Tek búta á netinu ef ég held að þeir höfði til mín. Egill er góður í bókinum, en ég er komin uppí kok af honum í þessu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.3.2009 kl. 16:49

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það stangast ekkert á við stjórnarskrá að ráða fólk í störf á vegum hins opinbera. Stjórnarskrárákvæðið á aðeins við um skipun embættismanna í störf. Ekki setningu í störf og ekki almennar ráðningar.

Svala Jónsdóttir, 9.3.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband