Föstudagur, 5. júní 2009
Látið stjórnarandstöðu ekki alveg rugla ykkur!
- Skuldir okkar vegna IceSave eru í dag 630 milljarðar. En það er verið að miða við gengið í dag. Það á ekki að borga af þessu láni fyrr en eftir 7 ár. Gengið verður væntanlega allt annað þá. Ef það hækkar um 30% þá lækkar þetta lán um 200 milljarða.
- Eignir sem seljast af eignarsafni Landbankans i Bretlandi koma til lækkunar höfðustóls
- Það hefur verið talað um að það taki ár að hámarka eignir Landsbankans. Nú hvað er verið að gera. Jú fá 7 ár til að hámarka eignir til að greiða þessar skuldir.
- Á meðan við erum að komast út úr kreppunni þurfum við ekkert að borga af þessu láni.
- Það væri gaman að heyra hvaða leið Framsókn, Sjálfstæðismenn og Borgarahreyfing hefðu viljð far.
- Dómsóla leið. Það hefði þýtt að Bretar hefðu fryst allar eigur okkar aftur. Og nú með lögbönnum. Lansbankinn nýji hefði fengið á sig lögbann þar til dómmur hefði fallið og því ekkert getað lánað og jafnvel ekki fengið að greða út innistæður
- Betri samning. Væri nú gott að menn sýndu okkur hinum hvernig þeir hefðu getað það.
- Hafa ekki allir verið að þrýsta á það að samið yrði um IceSave. Bretar og Hollendingar eru búnir að borga um 1200 milljarða vegna IceSave. Ríkisstjórn Geir Haarde samdi um að við mundum borga 20 þúsund evra tryggingu á innistæðum einstaklinga. Svo við skulduðum 630 milljaðra. En það eru eignir þarna út sem allir hafa verið sammála um að eignirnar komi til með að dekka frá 75% upp í 100% af þessum skuldum.
- Eins væri fólki holt að fatta það að þetta væntanlega lán er ekki verðtryggt ásamt þvi sem það er heimilt að greiða inn á höfðustól þess. Sem og að gengi krónunar á eftir að hækka umtalsvert áður en við skiptum í evrur og því á þetta lán eftir að lækka umtalsvert.
Steingrímur fær fullt umboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Nýjustu færslurnar
- Tækifærissinnar eru ekki góðir stjórnendur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- Hérna kemur útskýringin á drónafluginu í USA frá geimgestunum sjálfum: Sumir þessarra dróna gætu átt uppruna sinn frá fólki í öðrum stjörnukerfum og þeir sendir úr móðurskipum í nágrenninu:
- Nýjum heilbrigðisráðherra óskað velfarnaðar í starfi
- Ranghugmynd dagsins - 20241221
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 969455
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Áhugaverðustu punktar sem ég hef heyrt um þetta mál.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 17:06
Góð samantekt hjá þér eins og oft áður. Finnst samt óþolandi hversu illa málin eru kynnt fyrir manni, bæði af yfirvöldum og fjölmiðlum. Nákvæmlega hvað er verið að semja um? Að borga max 20.000 Evrur per sparifjáreiganda eða alla upphæðina? Er þetta fyrir Bretland og öll önnur lönd sem Icesave var í boði? Eru innistæður forgangskröfur í kröfubúið eður ei (ef ekki þá snarminnka sennilega líkurnar á að náist 90-95% uppí þessa ábyrgð)? O.s.frv.frv.frv.
Hvernig stendur á því að einhver fjölmiðill ekki fyrir lifandis löngu búinn að kryfja þetta mál til mergjar og matreiða með teskeið ofan í okkur landsmenn? Ættum við ekki öll að vita allt sem mögulega er hægt að vita um þetta mál by now?
ASE (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 17:32
ASE ég sammála þér með fjölmiðlana . Þeir virðast leita eftir sérfræðingum eftir þvi hvernig þeir geti búið til mestu lætin.
Við erum að borga innistæðutyggingar upp á rúmlega 20 þúsund evrur á þær upphæðir sem einstaklingar áttu í IceSave í Bretlandi, Holllandi og Belgíu. Þessrar þjóðir taka á sig miklu hærri upphæðir t.d. Bretar um 1200 milljarðar.
Vilhjálmur Bjarnason benti á í viðtali í Speglinum áðan að eignir Landsbankas sem eru lán og lánasöfn bera líka vexti þannig að þeir koma upp í þessa 630 milljarða. Og minnti fólk á að þjóðir í Evrópu voru allar sammála um að ef við hefðum ekki gengist við þessari ábyrgð okkar þá hefði allt bankakerfið í Evrópu verið í hættu. Og eins að ef innstæður hefðu ekki verið tryggðar hefðu allir bankarnir hér algjörlega hrunið og ekki möguleiki á að halda efnahagslífinu gangandi. Því allt fjármagn hefði þurkast úr úr því og farið undir kodda á heimilum sem og erlendis.
En hann Vilhjálmur bent sem sagt á að eignir Landsbanka bæru vexti sem kæmu á móti vöxtum af þessum ábyrgðum sem og að eignirnar lækka höfðustólinn.
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.6.2009 kl. 18:32
Sæll og takk fyrir góðar upplýsingar, margt í samræmi við hvað átti von á. Ég skil, og átti alltaf von á, að yrðum að borga mikið fyrir Icesave (ótrúlegt en satt en þá trúði ég ekki alveg Björgúlfi gamla síðastliðið haust þegar hann vonaðist til að þjóðin myndi stórgræða á því að taka bankann af honum :-o). En ég myndi samt vilja skilja nákvæmlega útreikningana á bakvið hvað við erum að ábyrgjast. Ég hef aðeins skoðað ársreikninga gamla Landsbankans 31/12/07 og 30/06/08 og m.v. að gefa mér ákveðnar forsendur þá finnst mér samt þessi upphæð ekki alveg ganga upp. Sama gildir ef skoða aðrar upplýsingaveitur, þ.m.t. breskar. T.d margt mjög áhugavert að finna hérna (bls 25): http://www.fsa.gov.uk/pubs/plan/financial_risk_outlook_2009.pdf. Hef á tilfinningunni að hér komin skýringin á þessum GBP 200 milljónum sem Björgúlfur Thor talaði um síðastliðið haust, þ.e. að Landsbankinn hafi átt eftir að borga GBP 200 milljónir v/þess að „they were covered on a top-up basis by the UK Financial Services Compensation Scheme (FSCS), to which Landsbanki had chosen to opt in. As a top-up member, Landsbanki would have been liable to meet a share of the costs in the event of the default of another bank covered by the UK scheme“. Held að drengurinn hafi gjörsamlega algjörlega misskilið málið og meðfylgjandi blogg finnst mér styðja þann grun minn http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/891113Tölurnar ganga alla vega ekki alveg upp fyrir mér (svo eigum við ekki að segja að fjölmiðlum ákveðin vorkunn - en samt hafa haft nokkuð marga mánuði til að reyna að ná einhverri yfirsýn yfir málið :-) En án þess að skilja útreikninga er vonlaust að meta hvort við erum að semja vel eða illa!!! En það eru alla vega nokkur atriði sem fyrir vonbrigðum með / skil ekki.Í fyrsta lagi eru það vextirnir, 5.5% vextir eru að mínu mati allt allt allt of hátt fyrir "svona sérstaka" skuld. Í Bretlandi er hægt að fá húsnæðislán á lægri vöxtum!!! En geri mér vissulega grein fyrir að við ekki í mjög góðri samningstöðu, ekki beint eins og slegist um að lána okkur á góðum kjörum þessa dagana (né slæmum :-o)Í öðru lagi þá finnst mér að hefðum átt að geta nýtt okkur á einhvern hátt í samingaviðræðunum þann punkt sem þú nefnir, þ.e. "hefðum við ekki gengist við þessari ábyrgð okkar þá hefði allt bankakerfið í Evrópu verið í hættu". Ef það voru "göt" í Evrópska lagaumhverfinu þá má kannski segja að ekki sanngjarnt að við þurfum að borga alein fyrir það :-o En sennilega (og örugglegra) flóknara en það!!!Í þriðja lagi, og jafnvel mikilvægasta lagi (og kannski skýringin af hverju enginn vill útskýra þetta beint fyrir okkur!!!) þá er náttúrulega stóra spurningin hvort EUR 20.000 ábyrgðin fellur ekki undir Tryggingasjóð innistæðueigenda og er þar með að fullu á ábyrgð ríkisins. M.ö.o. er tryggt að söluverðmæti eigna gamla Landsbankans geti gengið á móti þessari upphæð??? Meðfylgjandi blogg skýrir þetta sennilega betur en ég get: http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/890985/ Ég myndi gjarnan vilja skilja áhættuna af þessu betur!
Algjörlega sammála að þoli ekki óábyrga umræðu um þessi mál, því við sem þjóð berum réttilega ábyrgð á fjármálakerfinu sem við byggðum upp og vorum hreykin af. Við lásum hins vegar ekki smáa letrið um þá ábyrgð sem við vorum að taka (vorum sennilega að flýta okkur niður á Oxford stræti fyrir lokun, nú eða á barinn :-o). En að hlaupast undan ábyrgð og segja „við borgum ekki“ gengur ekki ef við viljum taka þátt í samfélagi þjóðanna sem jafningi í framtíðinni. Hinn möguleikinn er vissulega að sækja um þróunaraðstoð og gerast efnahagslegir flóttamenn, en við getum ekki bæði haldið og sleppt. Ef við viljum halda sjálfsvirðingu okkar og stöðu í samfélagi þjóðanna þá verðum við að axla þá ábyrgð sem okkur ber, vissulega ekki meiri ábyrgð en heldur ekki minni.
Að lokum, takk fyrir áhugavert blogg, les þig reglulegaASE (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 00:00
Bull í þér drengur. Hvernig í fjandanum getur þú vitað að gengið styrkist, ertu í beinu símasambandi við almættið? Það er miklu líklegra að gengið veikist, einmitt vegna þessa samnings.
Og ekki ertu vel að þér í lögfræði, hvernig eiga bretar að geta fengið sett lögbann á nýja Landsbankann? Getur bara hvaða ríkisstjórn sem er fengið sett lögbann á banka erlendis eftir eigin geðþótta? Getur þú bent á dæmi um að það hafi einhvern tíman gerst og þá sagt okkur sem erum ekki með beint símasamband við almættið hvaða alþjóðastofnun getur samþykkt og framfylgt slíku lögbanni?
Þessi pistill þinn er bull, þvaður og vitleysa frá einfeldningi sem skortir þekkingu og vit.
bjarni (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 01:18
Bjarni Icesave innistæðu eigendur geta fengið lögbann á bankan á þeirri forsendu að honum hafi verið skipt upp þrátt fyrir að þeir hafi ekki fengið uppgert skv. jafnræðisreglu varðandi innistæðueigendur. Þetta er mjög auðvelt að rökstyðja en nenni því ekki heldur bendi þér t.d. á pistil Friðriks Jónssonar um innistæður í íslenskum bönkum. Og minni þig á að innistæðu eigendur á IceSave hafa verið hér í hópum að fylgjast með. Og eins að nú eru Bretar og Hollendingar búnir að greiða þessum einstaklingum út og eiga því þeirra kröfur.
Varðandi gengið þá hefur það fallið um 100% frá því 2008. Menn segja að raun gengi krónunar sé miklu hærra. Og þega IceSave deilan er leist þá eru allar líkur á því að gegnið hækki smátt og smátt. Og allir spá því að gengi krónunar eigi eftir að hækka. Þ.e að evran verði um 130 til 150 krónunr og miðað við stöðuna í dag er það miklu meira en 30%. Þú getur líka velt því fyrir þér hvað mörg fyrirtæki með erlend lán eiga eftir að fara á hausin ef að gengið styrkist ekki.
Síðan er ágætt ráð fyrir menn sem skrifa ahugasemdir að það gerir lítið úr þeim sjálfum að fylla athugasemdir sínar með persónulegu skítkasti þar sem þeir gera lítið úr þeim sem skrifar færsluna. Og ef illa lagi á mér gæti ég einmitt sagt sömu hluti því athugsemdin þín gefur fullt tilefni til þess.
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.6.2009 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.