Leita í fréttum mbl.is

Allir slompaðir í vinnunni í Kópavogi

 Ég verð nú að segja þá skoðun mína að þetta er nú ekki smekkleg gjöf frá Kópavogsbæ. Það eru aflaust eitthvað um óvirka alkahólista að vinna þar og sem bæjarfélag þá er þetta ekki að fara með góðu fordæmi. Það að ota víni að fólki er ekki til fyrirmyndar 
Það hefði verið svo margt annað sem hægt hefði verið að gera fyrir svona upphæð.
Svo býta þeir höfuðið af skömminni með því að skrifa kortið aðeins frá bæjarmeirihlutanum.
Fréttablaðið, 03. jan. 2007 06:45

Gáfu tæplega 3.500 vínflöskur

Yfirvöld í Kópavogi sendu starfsmönnum bæjarins tvær léttvínsflöskur í jólagjöf. Bæjaryfirvöld gáfu starfsmönnum konfekt árið 2005 en nú var ákveðið að breyta til enda er léttvín almenn viðurkennd tækifærisgjöf sem mörg fyrirtæki gefa við ýmis tímamót, að sögn Páls Magnússonar bæjarritara í Kópavogi.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Kópavogsbær gefur starfsmönnum sínum vínflöskur á jólunum og segir hann að starfsmenn bæjarins hafi almennt verið mjög ánægðir með gjöfina.



1.800 starfsmenn vinna hjá Kópavogsbæ og eru um 70 þeirra of ungir til að mega neyta áfengis og fengu þeir því geisladisk með íslensku söngkonunni Lay Low frá bænum að sögn Páls. Bærinn gaf því 3.460 vínflöskur í jólagjafir. Hver flaska kostar 990 krónur í ríkinu.

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, segir að hugsunin hafi verið góð hjá bæjaryfirvöldum og hún vilji ekki gagnrýna þau of mikið. „En auðvitað er það alltaf umdeilt þegar menn gefa vín í jólagjöf og ég veit að það var kurr í mörgum vegna þessa," segir Guðríður og bætir því við að það sem hafi stungið hana mest við gjöfina var að á kortinu sem fylgdi kom fram að hún væri frá Gunnari Birgissyni bæjarstjóra og Ómari Stefánssyni, formanni bæjarráðs.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég keyti nú Jóladiskinn með Bagglút handa starfsfólkinu hjá mér. En þetta með konfektið er alveg rétt hjá þér. Reyndar á að vera bannað að tala um það svona rétt eftir áramót maður er mað svo mikinn móral yfir súkkulaði áti.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.1.2007 kl. 09:13

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei það segir þú satt. Alveg með afbrigðum fyndinn. Verst að að það sjá það ekki allir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.1.2007 kl. 11:33

3 identicon

ef þú hefðir fengið flöskurnar sjálfur hefði ekki heyrst múkk í þér, ekki frekar en það heyrist múkk í vinstrapakkinu á þinginu þegar lífeyrismál þeirra og launahækkanir eru til umræðu.

óvirkir alkar eða ekki , þessi pólitíska rétthugsun er komin út í öfga, ég er alveg viss um að alkarnir hafi getað komið sínum flöskum til þeirra er geta farið með vín,,,,,, nú eða þeir hafa þá bara dotttið í það og eru á leiðinni í Byrgið

ehud (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 12:14

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst bara að bæjarfélag eigi ekki að vera að ota að fólki víni. Svo margt annað sem þeir hefðu getað gefið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.1.2007 kl. 12:17

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo heyrðist í nokkrum vinstri mönnum þegar þessi lög voru sett um lífeyrismál. Ekki nóg ég viðurkenni það. En þetta var Davíð og þetta hægra pakk (sbr. þín orð) sem flutti þetta frumvarp með sérréttindum fyrir Davíð þar sem að ritstörf koma ekki til frádráttar lífeyrirnum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.1.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband