Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Í svona máli vill ég fá "Baugsviðbrögð" frá lögreglu!

Ef að lögreglan gat á svipstundu brugðist við þegar að Jon Gerald kom með ábendingu til þeirra þá vill ég að lögreglan bregðist við þessu með sama viðbragði. Þarna verði ráðist inn öll bókhaldsgögn teki. Og rætt verði strax við allar konur sem þarna vinna eða hafi unnið.

Ef að þarna fer fram mannsal, vændi og þrælkun auk þess sem manneskju eru sviptar ferðafrelsi ásamt því að  þeim er gert að þamba áfengi í vinnunni þá á að loka þessum stað eins og skot. AÐ minnsta kosti þar til að málið hefur verið rannskakað.

Ef að starfsemin er þessi eðlis þá vil ég hana í burtu eins og skot.

Frétt af mbl.is

  Samþykkt í bæjarráði Kópavogs að láta rannsaka starfsemi Goldfinger
Innlent | mbl.is | 8.6.2007 | 14:49
Feministar utan við Goldfinger í Kópavogi Samþykkt var á fundi bæjarráðs Kópavogs í gærkvöldi að vegna opinberrar umræðu undanfarið óskar bæjarráðið eftir því við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að embættið láti kanna hvort lögreglusamþykkt Kópavogs sé framfylgt á skemmtistaðnum Goldfinger


mbl.is Samþykkt í bæjarráði Kópavogs að láta rannsaka starfsemi Goldfinger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó hvað það væri gaman ef að það kæmi nú einu sinni frétt um að engin sprengja haf sprungið í Mið-Austurlöndum í dag

Maður er að verða gjörsamlega ónæmur fyrir þessum fréttum. Það er búið að koma af stað þarna í Mið Austurlöndum einhverju ómennsku eðli sem byggir á því að til að halda málstað sínum á lofti er nauðsynlegt að sprengja og valda sem mestum skaða og sársauka

Frétt af mbl.is

  Spengja sprakk í Beirút
Erlent | AFP | 7.6.2007 | 22:07
Miklir eldar brutust út í kjölfar bílsprengjunnar. Líbanskur maður lést og þrír Sýrlendingar særðust er bílasprengja sprakk fyrir utan verksmiðju í norðurhluta Beirút í dag. Maðurinn var verkstjóri í verksmiðjunni sem fyllti á súrefniskúta. Miklir eldar brutust út í kjölfar sprengingarinnar.


mbl.is Spengja sprakk í Beirút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skildi torgið hafa verið á mikilli ferð

Þessi fyrirsögn er nú alveg milljón:

Innlent | mbl.is | 6.6.2007 | 21:32

Óökufær bifreið eftir árekstur við hringtorg

Hefði nú haldið að réttara væri að segja: Óökufær eftir að hafa keyrt á kyrrstætt hringtorg

Og svo fréttin með slatta af húmor eða t.d. þegar sagt er:

Að sögn lögreglu er hringtorgið hátt og uppbyggt og því óheppilegt að beygja ekki inn í hringtorgið eins og vanalegt er.

Bara húmor í gangi í kvöld hjá lögreglu og mbl.is

 


mbl.is Óökufær bifreið eftir árekstur við hringtorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eina sem gengur vel hjá KSÍ í dag er bygging stúkunnar í Laugardal og rekstur sambandsins

Það má segja að árangur Íslenska landsliðsins sé í öfugu hlutfalli við aðstöðu knattspyrnunar á Íslandi. Nú þegar við höfum fengið knattspyrnuhús, betri velli og eigum fullt af atvinnumönnum þá virðist allur eldur úr landsliði karla hjá okkur.

Held að nú ætti KSÍ út þetta ár og næst að leggja áherslu á yngri landsliðin og kvennaliðið. En konurnar eru nú á mörkum þess að komast í hóp þeirra bestu.


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott markmið - En fylgir þessum hugmyndum fjármagn?

Það er til fyrirmyndar að ætla að auðvelda starfsfólki að mennta sig þetta er jú liður í að fá stöðugri starfsmannahóp. En ætli þessi starfshópur hafi tryggt að Reykjavíkurborg sé tilbúin að greiða mun hærri laun. Þetta segji ég af því að ég vinn í málaflokki fatlaðra hjá ríkinu og sífellt er verið að hvetja okkur til að auðvelda starfsfólki hjá okkur að sækja launahækkandi nám en það er svo annað mál hvort að fáist þá fjármagn til að mæta auknum launakosnaði.

Þannig að það er oft sá ömurlegi raunveruleiki sem blasir við Forstöðumönnum að til að standast rekstraráætlun er best að ráða inn starfsfólk um eða undi 20 sem er á lægstu laununum.

Því er nauðsynlegt til að svona hugmyndir virki er að um leið sé hugað að því að fjármagn fylgi. Þannig má ætla að 1 leikskólakennaramenntaður starfsmaður kosti á við 1,5 til 2 almenna starfsmenn.


mbl.is Vilja auðvelda starfsfólki á leikskólum að ljúka fagnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að hjá Morgunblaðinu?

Var að lesa ritstjórnargrein Morgunblaðsins sem birtist á blogginu þeirra. Þar ráðast þeir enn og aftur á Ingibjörgu Sólrúnu á ósvífin hátt. Þar segir m.a.

Utanríkisráðherra kvaðst stefna á að heimsækja Miðausturlönd til þess að athuga hvernig við gætum beitt okkur betur þar og lagt okkar lóð á vogarskálar fyrir betra ástandi þar og í þágu friðar og mannréttinda.

 

Mikill óskaplegur barnaskapur væri það af hálfu hins nýja utanríkisráðherra, ef hún héldi að Íslendingar gætu komið að einhverju gagni í Miðausturlöndum.

 

Auðvitað getum við engin áhrif haft þar og fáránlegt að láta sér detta það í hug.

 

Þetta veit Ingibjörg Sólrún vel.

 

Hún veit að við gerum bezt í því að vera ekki að þvælast fyrir í Miðausturlöndum. Ástæðan fyrir þessari yfirlýsingu ráðherrans er innanlandspólitík. Hún er að tala við vinstri arm Samfylkingarinnar og koma í veg fyrir að Vinstri grænir geti komið höggi á hana vegna málefna Palestínu.

Hvað eru menn þarna að meina. Eigum við þá að hætta þátttöku okkar í alþjóðamálum og segja okkur úr SÞ. Halda menn að það mundi einhver árangur nást í neinum deilum milli þjóða ef að allar segðu:

  • við erum allt of litli þjóð til hafa áhrif,
  • of fátæk til að hafa áhrif,
  • of langt frá til að hafa áhrif.

Ég held að þeir sem þarna skrifa ættu nú að fara hugsa sinn gang. Það er ótrúlegt að svona gróið blað sem gefur sig út fyrir að vera annt um orðspor sitt geti leyft mönnum að ausa úr skálum reiði sinnar út í ákveðna manneskju sem jafnframt er utanríkisráðherra Íslands.


Ég er sammála fulltrúa Vg í Orkuveitunni varðandi leyndina.

Ég er bara hrifinn af því að fulltrúi Vg í Orkuveitunni gekk af fundi þegar stjórnin feldi tillögu um að gefa upp orkuverðið til Helguvíkur. Þetta leynimakk er með öllu óþolandi. Þetta stafar náttúrulega af því að verðin sem stóriðjur fá orkuna eru ekki í nokkru samræmi við það sem orkuveitan er að rukka borgarbúa um. Það hefur heldur ekki borið á því að þessi mikla sala orku til stóriðju sé farin að greiða niður orku til borgarbúa eða okkar sem þurfum að kaupa orku af þeim.

Frétt af mbl.is

  Stjórn OR samþykkti orkusölusamning vegna álvers í Helguvík
Innlent | mbl.is | 5.6.2007 | 17:43
Tillaga THG arkítekta að ásýnd álvers Norðuráls í Helguvík.Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær orkusölusamning við Norðurál vegna fyrirhugaðs álvers fyrirtækisins í Helguvík. Samningurinn er gerður í kjölfar viljayfirlýsingar sem Orkuveitan og Hitaveita Suðurnesja skrifuðu sameiginlega undir ásamt Norðuráli 1. júní 2006. Í apríl sl. luku Norðurál og Hitaveita Suðurnesja gerð formlegs samnings um sín


mbl.is Stjórn OR samþykkti orkusölusamning vegna álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð hugmynd

Fann þennan á heimasíðu Steingríms Sævarrs

Lýst er eftir einstaklingi

….til að hlaupa inná landsleik íslands og Svíþjóðar, klæddur í Svíatreyju, og kýla dómarann fast í andlitið…..þar með dæmist Íslendingum sigur 3-0.

áhugasamir sendi email á ksi@ksi.is

Vegleg peningaverðlaun verða í boði enda ljóst að við vinnum ekki leiki öðruvísi.

Virðingarfyllst,
Knattspyrnusamband Íslands


mbl.is Þjálfarar óhressir með áhugaleysi landsliðsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg ótrúlegt fréttamat.

Heyrði þessa frétt í útvarpi, sá hana í sjónvarpi og ég held að hún hafi verið á báðum fréttavefjunum visir og hér á mbl.is. Er þetta eitthvað merkilegt. Menn eru háma í sig pylsur langt út fyrir það sem heilsusamlegt. Væri ekki skynsamlegra að þegja svona í hel. Menn eru í USA farnir að hafa atvinnu af svona vitleysu og ekki beint hægt að segja að þetta séu fyrirmyndir sem viljum hafa fyrir börnum okkar. Svona vitleysa á ekki að koma í fjölmiðla nema að einhver af þessum vitleysingum drepi sig á þessu og verði því örðum víti til varnaðar.

Frétt af mbl.is

  Heimsmet: Borðaði tæplega 60 pylsur á 12 mínútum
Veröld/Fólk | AP | 3.6.2007 | 13:17
Chestnut treður í sig pylsum.Tuttugu og þriggja ára Kaliforníumaður, Joey Chestnut, setti í gær nýtt heimsmet í pylsuáti er hann sporðrenndi 59 og hálfri pylsu á 12 mínútum. Sló hann þar með met Japanans Takeru Kobayashi, sem var 53 og þrír fjórðu af pylsu á 12 mínútum. Keppnin fór fram í Tempe í Arizona.


mbl.is Heimsmet: Borðaði tæplega 60 pylsur á 12 mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Idol stjarna í aukavinnu!

Þetta er náttúrulega ekkert til að gera grín að. Það að menn skuli leggjast í það að reyna að smygla inn fíkniefnum og það í þessu magni. En skv. www.visir.is er þetta Kalli Bjarni fyrsta Idol stjarnan:

www.visir.is

Talið er að götuvirði tveggja kílóa af kókaíni geti numið tugum milljóna króna, eftir því hversu hreint efnið er.

Þar segir einnig að viðkomandi sé enginn annar en Karl Bjarni Guðmundsson sem er þekktur fyrir að hafa sigrað í fyrstu Idol-stjörnuleit, en hann var að koma frá Frankfurt þegar hann var tekinn við reglubundið eftirlit.

Ekki fengust upplýsingar um hvort fleiri einstaklingar tengdust málinu en aðeins einn hefur verið handtekinn.


mbl.is Tekinn með 2 kíló af fíkniefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband