Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Þó maður eigi náttúrulega að fagna þessu framlagi þá er ég þó beggja blands.

Ef maður skoðar bara persónuafsláttinn. Þessar hækkanir byrja ekki fyrr en um næstu áramót. Og þá aðeins 2000 kr umframhækkun. En þó er ljóst að vegna launahækkana nú um 18 á taxta þá fær ríkið nú strax auknar tekjur í Ríkissjóð í auknum tekjusköttum. þ.e. að þau fá strax sinn hluta af staðgreiðslunni. Og þegar að staðgreiðsla er reiknuð á þessar 18 þúsundir þá taka ríki og sveitarfélög eitthvað um 7 þúsund af því í staðgreiðslu nú. Og það verður litlu minna þegar persónuafslátturinn hækkar um næstu áramót. Er hann ekki í dag 95 þúsund og verður 97 og eftir þrjú ár 102 plús hækkanir vegna vísitölu. Ég verð að segja að ég bjóst við meiru.

En öllum kjarabótum verður þó að fagna.


mbl.is Stöðugleiki meginmarkmiðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þegar verið er að fjölga aðstoðarmönnum - Þá eigum við kröfu á að þingið verði skilvirkara

Þingmenn hljóta að gera sér grein fyrir að við hér eftir eigum kröfu á :

  • Að eiga aukinn aðgang að þeim
  • Að þeir flytji og fylgi eftir fleiri málum
  • Að þeir taki aukin þátt í störfum þingsins
  • Að mál verði betur unnin.

Þeir hljóta að sjá að meðan þeir eru reglulega að skera fjárlög niður til opinberrar þjónustu eins og sjúkrahúsa, þjónustu við fatlaða og fleira. Og auka álag á þeim sem í þessum geirum vinna.  þá gera þeir í því að mylja undir sjálfa sig, létta af sér verkum og verðlauna með óheyrilegum eftirlaunum.


mbl.is Aðstoðarmenn í fullu starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Birgisson á eftir að finna það að það eru fleiri en Samfylkingin á móti þessu!

Held að Gunnar sé bara alveg að fara yfirum. Er hann búinn að gleyma því að íbúar sætta sig ekki við hvað sem  er. Minni á lætinn þegar hann ætlaði að byggja stórskipahöfn á Kársnesi, leyfa stórhýsi efst í Smárahverfinu. Hann hlýtur að gera sér grein fyrir því að hans skylda er fyrst og fremst við íbúa bæjarins. Og það eru þeir sem ráða því hvernig bæ þeir vilja búa í. Það er ekki hans og persónuleg tengsl hans við vertaka og fjárfesta sem ráða.

Og að bæjarstjóri láti svona orð frá sér far er út í hött:

 „Tökum ekki mark á Samfylkingunni og höldum okkar striki"
„Það segir Samfylkingin en við tökum ekki mark á því, þeir eru á móti öllum skipulagsmálum hér og hafa alltaf verið.

Hann ætti kannski frekar að hugsa um að lækka útsvar hjá okkur. Bærinn var jú vegna lóðasölu rekinn með bullandi hagnaði upp á 2,5 milljarða. En ekki lækkar útsvarið mitt neitt. Bæjarfélag á ekki að reka með gróðasjónamið í huga. Bærinn á ekki að innheimta meira en hann þarf til að veita góða þjónustu við þá sem þar búa.


mbl.is Gunnar Birgisson: „Höldum okkar striki"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki segir Gunnar alla söguna!

Eftirfarandi póstur er af póstlista Samfylkingarinnar í Kópavogi:

Á fundinum var rætt um skipulagsmál á Glaðheimasvæðinu og raunar í öllum Kópavogsdalnum. Hugmyndir meirihlutans um uppbyggingu þar til viðbótar við það sem þegar er komið eru tröllvaxnar svo ekki sé meira sagt. Meirihlutinn virðist hafa mótað stefnu um háreysta byggð á þessu svæði og sem dæmi má nefna að gert er ráð fyrir allt að 9 turnum eins og þeim sem þegar er risinn við Smáratorg. Sumir þeirra verða jafnvel tvöfalt hærri en sá turn. Byggingamagn mun verða gríðarlegt á Glaðheimasvæðinu og sunnan við Smáralindina og nú er einnig að fara af stað skipulag við Dalveg, frá Málningu og upp úr. Þar er gert ráð fyrir 60 þús fermetrum til viðbótar við Brimborgarhúsið. Já, eins og ein Smáralind. Þetta hefur mikil áhrif á umferð og verður Dalvegur fjórfaldur og Reykjanesbrautin 12 akreinar!  Þarna verður mesta umferð á Íslandi. Umferðarhávaði og mengun af völdum bílaumferðar mun stóraukast og þetta allt hefur veruleg áhrif á lífsgæði þúsunda Kópavogsbúa sem búa í Lindum, Smára og suðurhlíðum Kópavogs. Í umræðunum á fundinum lagði bæjarstjóri áherslu á að mikið lægi á að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd. Þau hús sem ekki yrðu byggð þarna risu í öðrum sveitarfélögum! Mengun og hávaða frá umferð taldi hann auðvelt að leysa með því að banna nagladekk, söndun og draga úr umferðarhraða. Á mánudagsfundi Samfylkingarinnar í gærkvöldi voru þessi mál til umræðu og mætti fjölmenni á fundinn og ljóst að bæjarbúar munu ekki taka þessu brjálæðislegu hugmyndum þegjandi og hljóðalaust. Málið er nú að fara fyrir samvinnunefnd um skipulag höfuðborgarsvæðisins og þar mun fulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi mæla gegn þeim. Þess má geta að bæjarstjóri sagði að ef fulltrúi Samfylkingarinnar í samvinnunefndinni greiddi atkvæði gegn tillögu meirihlutans hér í Kópavogi þá væri það ekkert annað en hryðjuverk gegn Kópavogi. Þannig er nú veruleiki hans.

Held að menn séu að tapa sér hér í Kópavogi.


mbl.is Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað er skrítið við öll þessi læti í Kópvogi að koma Borg í burtu!

Ég hef ekki séð Kópavogsbæ beita svona miklum látum þegar að menn fóru að útbúa þarna í nágreni við Steypustöðina Borg herbergi og íbúðir til útleigu í iðnaðarhúsnæði. Minnir að þar hafi háttsettir starfsmenn Kópavogs átt hlut að máli. Einnig lét bærinn þá óáreytt að fólk fór að búa í húsum sem upprunalega voru hugsaðar sem húsnæði fyrir hafnsækna starfsemi og bátaeigendur. Svo nú er eðlilega komin upp sú staða að þetta fólk býr við hlið steypustöðvar.

En lætin í bænum við að koma þeim burtu vekur athygli. Hefði haldið að þarna gæti bærinn komið á móts við þetta fyrirtæki og skaffað því lóð á öðrum stað. Einhverstaðar hlýtur að vera spilda þar sem hægt væri að bjóða þeim að vera.

Ekki vil ég trúa að bærinn sé að ganga erinda risana á steypumarkaðinum. Þeir þurfa enga hjálp. Eru stór og stöndug fyrirtæki. En maður fer að velta þessu fyrir sér.


mbl.is Borg ehf. hefur ekki tilskilin leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FL Group tilkynnir 67 milljarða tap og hækkar sama dag um meira en 4% á hlutabréfamarkaði.

Hvernig má það það vera að menn séu tilbúnir að kaupa á hærra verði en verið hefur í fyrirtæki sem er að skila 67 milljarða tapi. Eru þessir spákaupsmenn haldnir sjálfseyðingarhvöt. Því ég get ekki séð að það sé kauptækifæri í fyrirtæki akkúrat þegar það er að tilkynna um eitt stærsta tap fyrirtækis á ári í Íslandssögunni. Maður hefði kannski skilið þetta ef viðskiptin hefðu verið lítil en í dag voru viðskipti upp á 800 milljónir
mbl.is 67,3 milljarða tap á FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogsbúar lesið þetta!

Bara að á þetta blogg hér. Þar er fjallað um brjálæðisleg byggingaráform í og við núverandi verslunarhverfi við Smáralind. Þetta kemur til með að hafa gríðarleg áhrif á íbúðarbyggð í Smára- og Lindahverfi. Einnig kemur þetta til með að margfalda umferð um Suðurhlíðar Kópavogs, Kórahverfi og þar fyrir ofan. Sem og að umferðartappi verður náttúrulega fyrir fólk sem þarf að fara þarna um. Síðan fylglir þessu náttúrulega rask og þrengingar á götum næstu árum. Það fara að verða ansi mörg ár sem við erum búinn að búa við óþægindi vegna svona framkvæmda og nú fer að keyra um þverbak. Ég held að menn séu gjörsamlega að tapa sér þarna í meirihluta Kópavogs.


Er þetta að axla ábyrgð?

Vilhjálmur harmar á því að það að sjálfstæðismenn misstu meirihlutan í 100 daga sé að axla ábyrgð. Er maðurinn ekki í lagi? Er það þá Bingi sem sem hjálpaði þeim að axla ábyrgð? Er það að axla ábyrgð að fá ekki að ráða í borginn í 100 dag? Heldur hann að þetta sé eins og í íþróttum og menn séu dæmdir í leikbann? Og síðan sé bara allt í lagi?

Og hann fer mjög að minna á leigubílstjórann í spaugstofunni sem talar alltaf um að hann hafi nú verið leigubílstjori í 25 ár.


mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogsbúar athugið!!!!!

Nú eru menn farnir að ganga of langt. Held að menn séu komnir með byggingaræði. Og ekkert hugsað um okkur sem búum og þurfum að ferðast um Kópavog.

Eftirfarandi er af vef samfylkingarinnar í Kópavogi

Á mánudagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi 11. febrúar verða aðallega tvö mál á dagskrá. Fyrst verður farið yfir tröllvaxnar hugmyndir um uppbyggingu í Smáranum, Lindunum, Glaðheimasvæðinu og við Dalveg. Þær fela m.a. í sér allt að 9 háhýsi sambærileg við Smáratorgsturninn sem nú er risinn eða hærri, 12 akreina Reykjanesbraut og stórskert lífsgæði þúsunda íbúa í Smáranum, Lindunum og í suðurhlíðum Kópavogs. Bæjarfulltrúar og fulltrúar flokksins í skipulagsnefnd fara yfir málið.


REI-ði

Skil vel að Reykvíkingar séu ekki alveg hressir með meirihlutann sinn um þessar mundir. Hann er myndaður eingöngu til að ná völdum og stillir upp sem væntanlegum borgarstjóra eftir rúmt ár manni sem tók að eiginfrumkvæði ýmsar vafasamar ákvarðanir í tengslum við að afhenda FL group og fleirum alla þekkingu OR á silfurfati. Og í svo miklum látum að hann virðist ekki einusinni hafa kynnt sér málinn og ekki hlustað á fólk sem var að ræða við hann.

Og svo allur farsinn sem er búinn að vera síðustu daga þar sem að Vilhjálmur kemur með allskyns fullyrðingar um þetta og hitt sem hann síðan þarf að draga til baka eða leiðrétta. Hann gerir sér ekki grein fyrir að fréttamenn kanna kannski það sem hann segir og fólki líkar illa að hann sé að bera upp á þau skoðanir og ummæli sem þau hafa ekki látið frá sér. 

Allir borgarfulltrúar úr hans flokki voru búnir að snúa við honum baki, en nú eru þeir svo ánægðir með hann.

Nú á næstu dögum snýr Guðmundur Þóroddssson til baka sem forstjóri OR eftir að hafa fengið leyfi til að vinna að þessari sameiningu REI og Geysir þó það hafi ekki verið gefið upp þegar hann fór í leyfi í september síðast liðinn. Þá átti hann bara að vinna að verkefnum REI. Hann setur síðan inn feitann kaupréttarsamning fyrir sig. Hann er síðan nú þegar sameiningin og kaupréttarsamningar eru fyrir bí á leiðinni aftur i stólinn sinn í OR.

Það er því von að fólk velti fyrir sér ber enginn ábyrgð á þessu? 


mbl.is „REI - ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að axla ábyrgð?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband