Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Og samt fá forstjórar 15 þessara fyrirtækja samtals um 1,2 milljarða í laun

Var að lesa þetta á visir.is

Alls hafa þessir 15 forstjórar 1,2 milljarða króna í árslaun, en það samsvarar rúmlega 317földum árslaunum manns með meðallaun á Íslandi, samkvæmt launakönnun Hagstofunnar sem birt var síðastliðið sumar.

Og með þessari frétt fylgdu listar yfir fréttir um laun þeirra sem ég fæ lánað og set hér:

Þetta er svo rökstutt af fyrirtækjunm með því að annars mundur þau missa þessa menn til fyrirtækja erlendis. Hefur einhver séð straum af erlendum fyrirtækjum sem slást um þessa menn? Það eru þá væntanlega einhver fyrirtæki sem íslendingar eiga.

 


mbl.is Hlutabréf lækkuðu í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað græðir Landsvirkjun á þessu?

Það sem ég er að velta fyrir mér hvað græðir Landsvirkjun á því að stofna Landsvirkjun Power. Mér sýnist að innan þess fyrirtækis sé svona um það bil verk- og framkvæmdarsvið Landsvirkjunar. Þessu fyrirtæki virðist mér vera ætlað að gera allt sem Landsvirkjun gerði áður nema að reka virkjanirnar og selja orkuna. En nú í stað þess að þessi starfsemi væri innan LV þá er staðan væntanlega súr að Landsvirkjun þarf að kaupa þessa þjónustu af dótturfélagi sínu. Það hlýtur að vera eitthvað annað þarna að baki.

 Úr fréttini á mbl.

Landsvirkjun Power er að fullu í eigu Landsvirkjunar og verkefni félagsins felast í undirbúningi, rannsóknum, hönnun og byggingu jarðvarma- og vatnsaflsvirkjana fyrir Landsvirkjun auk sérfræðiráðgjafar.  Landsvirkjun Power er ætlað að taka þátt í hvers konar fjárfestingu á sviði orkumála.  Hjá Landsvirkjun Power starfa um 40 manns sem flestir störfuðu áður á verkfræði- og framkvæmdasviði Landsvirkjunar.

Eins vekur athygli mína að lesa á síðu LV um megin verkefni fyrirtækisins sem er skv. síðunni

  • Aukið verðmæti fyrirtækisins
  • Sterk staða á innlendum orkumarkaði
  • Traust ímynd
  • Árangursríkur, skilvirkur og umhverfisvænn rekstur
  • Markviss þekkingarstjórnun og framþróun
  • Sókn á nýja markaði

Ég hélt í barnaskap mínum að meginhlutverk LV væri að skaffa okkur sem eigum fyrirtækið orku á sem lægstu verði.

Og þó ýmislegt sé gott í framtíðarsýn þeirra þá sé ég ekki hvað ríkisfyrirtæki er að setja síðasta liðin inn hjá sér

Við keppum að því að Landsvirkjun verði:

  • Ábyrgt fyrirtæki sem starfar í anda sjálfbærrar þróunar
  • Sveigjanlegt fyrirtæki sem þekkir og sinnir þörfum viðskiptavina
  • Eftirsóttur og örvandi vinnustaður sem byggir á hæfileikum og frumkvæði starfsmanna
  • Öflugt fyrirtæki á alþjóðavettvangi

Hefði haldið að þarna stæði eitthvað um að þeir miði við að skaffa okkur neytendum/eigendum orku á sem lægstu verði og að orkuverð til almennra neytenda yrði með því lægsta í heiminum.

 

EN með því að skoða síðu Landsvirkjunar og öllum þeim fyrirtækjum sem þeir eru að stofan einir eða í samstarfi við aðra er augljóst að mínu mati að verið er að undirbúa að hluta fyrirtækið niður og selja allt sem seljanlegt er til einkaaðila. Vona að menn séu ekki að hugsa um að afhenda virkjanir eða virkjunarrétt LV til einkaaðila því þá held ég að þjóðin yrði fyrst vitlaus. Ég hræðist líka að þessir drauma LV og eins OR um stóra vinninga í orkuvinnslu erlendis séu áhættustarfssemi af verstu sort. Það sýna líka löndin sem þeir eru að skoða. Suður Ameríka þar sem t.d. þjóðnýtingu hefur reglulega verið beitt. Kína gæti nú blessast en sé ekki hvernig að lönd þar sem að fyrirtæki og neytendur hafa takmarkað fé og geta því ekki greitt mikið fyrir orku, geta verið draumalönd í orkuframleiðslu fyrir okkur.


mbl.is Breytingar á framkvæmdastjórn Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutabréfamarkaður leikur með tölur?

Hef verið að hugsa um þetta fall á hlutabréfum síðustu mánuði. Og í framhaldi farið að velta fyrir mér hvað fjármálalífið hér og reyndar annarsstaðar er orðið skrýtið. Nú í dag virðast nær öll stærri fyrirtæki hér á Íslandi lifa og starfa við það að ávaxta peninga sem þeir hafa fengið að láni og keypt fyrir í öðrum fyrirtækjum.

Það er mun minna um það að þessi stærstu fyrirtæki hafi hagnað af eigin framleiðslu. T.d. Bankarnir eru stórfjárfestar í öðrum fyrirtækjum og lána öðrum til að fjárfesta í hlutabréfum. Það er ekki fyrr en nú síðustu vikur sem að bankarnir eru aftur farnir að leggja áherslu á að hvetja fólk til að spara og ávaxta peninga þeirra og hagnast svo um vaxtamun. Þeir hafa lagt áherslu á að fá fólk til að taka lán á háum vöxtum og verðtryggingu því að bankarnir taka sýn lán vertryggingarlaust og á mun lægri vöxtum. Því má segja að bankarnir séu svona gegnumstreymis fyrirtæki sem hagnast á þessum lánum eins og hlutabréfum þ.e. að þeir selja bréf og peninga á hærra verði en þeir kaupa á.

Önnur stór fyrirtæki ganga helst út á að ná undir sig fyrirtækjum. Hluta þau niður, skuldsetja þau og hirða hagnaðinn eftir nokkur ár og selja öðrum á hærra verði.

Það eru í raun fá af þessum stóru sem eru skapa það sem maður telur vera raunverulega verðmæti (í fáfræði sinni) Þ.e. vöru sem er framleidd og seld. Það er eitthvað fast í hendi. Þetta er finnst manni núna bara samskipti milli manna við tölvur sem flytja tölur á milli þeirra. Það sjást engin verðmæti eða afurðir. Hvað þá peningar. 

En einhvernvegin finnst mér að það hljóti á endanum að vera einhver nauðsyn á einhver raunveruleg verðmæti séu á bakvið þetta allt. Því annars er þetta eins og pýramída kerfi sem í einhverjum reglulegum sveiflum hrinur í andlitið á fólki.


mbl.is Hlutabréf lækkuðu í byrjun dags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað segir mér að Kastljós í kvöld hafi verið jarðaför stjórnmálferils Villa Vill

Það var ekki laust við að maður héldi að spaugstofan fyrir hálfum mánuði væri endurtekin í Kastljósi í kvöld. Þar  var marg sýnt þegar Vilhjálmur reyndi að ljúga sig frá þessu máli. Hann vissi ekkert um kaupréttarsamninga sem hann hafði talað um sem eðlilagasta mál 4 dögum áður. Hann hafði ekki séð minnisblöð sem menn voru að kynna honum um kvöld á heimili hans. Skv. skýrslunni hafð hann ekki umboð til að taka svona ákvarðanir frá borgarstjórn eða sínum eigin flokki. Haukur Leóson fulltrúi hans í stjórninni segir að hann hafi verið upplýstur um allann aðdraganda þessa máls. En hann lét alltaf eins og hann vissi bara alls ekkert um málið.

Og tenging við FL group er órtúrleg!

[Hér hefur hlut verið fjarlægður þar sem ég fór fyrirtækja villt og nóg er bullið í manni samt]


mbl.is REI skýrslan áfellisdómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég trúi ekki að verkamenn ætli að sætta sig við þessar hugmyndir sem eru komnar fram

Eins og þetta sem  heyrst hefur í dag að þeir sem ekki hafa notið launaskriðs fái 4% hækkun sem fari síðan minnkandi eftir því sem þeir hafa fengið um fram kjarasamningshækkanir. Þetta þýðir að einhver sem er kannski með 160 þúsund og hefur ekki fengið umfram taxta hækkar kannski um 6000 þúsund á mánuði. Vá en á meðan hafa framkvæmdarstjórar, forstjórar og aðrir í samafyrirtæki hækkað kannski um hundruð þúsunda eða milljónir í sama fyrirtæki.

Og 10% hækkun á 3 árum er bara ekki neitt í 5 til 8% verðbólgu. Finnst að hækkunin ætti vera mun meiri til að vega bara upp á móti því hvað lánin hafa hækkað vegna verðtryggingar og hárra vaxta en það er a.m.k. 12 til 15%.

Get ekki séð annað en að flest þessi fyrirtæki hafi á síðustu árum verið að skila hagnaði svo um munar og m.a. á því að ráða inn útlent vinnuafl til að vinna á einmitt taxtalaunum. 


mbl.is Kjaraviðræðum miðar hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki skrýtið að SPRON skuli lækka. Stjórnarformaður hafði ekki mikla trú á félaginu

Var að lesa eftirfarandi á visir.is

Hildur Petersen, stjórnarformaður SPRON, segist hafa selt hluta af hlut sínum í félaginu áður en það fór á markað. Þetta kom fram í hádegisviðtali Markaðarins í dag.

Stjórn SPRON hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að birta ekki upplýsingar um sölu stjórnarmanna á hlutum í félaginu áður en það fór á markað. Hafa samtök gagnrýnt svör fyrirtækisins vegna þess. Þar hefur komið fram að SPRON hafi ekki verið heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna „þar sem það var talið geta valdið ruglingi við hlutabréfamarkaðinn."

Hildur sagði í viðtalinu að settar hefðu verið reglur um stofnfjármakað sem Fjármálaeftirlitið hefði blessað og fyrirtækið hefði farið í einu og öllu eftir því. Það væri regluvörður innan fyrirtækisins sem samþykkti öll viðskipti innherjaviðskipti hjá SPRON.

Aðspurð um sölu stjórnarmanna á hlutum í SPRON fyrir skráningu á markað sagði Hildur að hún gæti ekki upplýst fyrir aðra en hún hefði sjálf selt. Hún hefði verið að kaupa og selja í félaginu og fyndist það í lagi því hún hefði farið eftir bestu samvisku og bestu reglum.

Aðspurð hvort hún hefði ekki haft trú á fyrirtækinu sagði Hildur að hún hefði hana. Aðspurð hvers vegna hún hefði viljað eiga hlut áfram sagði Hildur: „Kannski vildi ég eiga minni hlut í því af því að þessi hlutur hafði vaxið mikið. Gengið hafði hækkað mikið."

Síðar segir hún:

Hildur var einnig spurð hvort ímynd SPRON hefði ekki beðið hnekki við þessa umræðu og svaraði hún því til að hún héldi að svo væri ekki. Markaðsaðstæður hefðu verið erfiðar þegar SPRON fór á markað en fyrirtækið hefði allt eins getað hækkað


mbl.is Úrvalsvísitalan lækkar um 1,59%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnst þetta ekki heppileg notkun á orðinu "Veikur"

Finnst óheppilegt þegar að menn eru ofnota svona orð eins og að krónan veikist. Þó ég sé á því að evra væri heppilegri fyrir okkur kann ég illa við að vera hér með helsjúkan gjaldmiðil þangað til. Jú ég að veit að þetta er málfræðilega rétt að nota: að veikjast og að styrkjast. En afhverju geta menn ekki bara talað um að gengi krónunar hafi lækkað eða hækkað. Ef að krónan lækkar mikið ætla menn þá þá að tala um að hún hafi fárveikst. Nei þá tala menn yfirleitt um að hún hafi snar fallið/lækkað eða eitthvað svoleiðis.


mbl.is Krónan veiktist í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vildi að vinnueftirlitið fylgdist svona vel með öðrum vinnustöðum

Hef nú aldrei heyrt að vinnueftirlitið væri svona duglegt að fylgjast með öðrum vinnustöðum. En þetta er vornandi bara byrjunin hjá þeim.
mbl.is Vinnueftirlitið með eftirlit á börum um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað er virði og staða EXISTA á reiki.

Var að lesa eftirfarandi inn á visir.is

Þrjár lykileignir Exista, Sampo, Kaupþing og Bakkavör, hafa rýrnað um 42 milljarða frá því um áramót. Í máli forsvarsmanna Exista á kynningarfundi á föstudag kom fram að eigið fé hefði ekki minnkað nema um 7,4 milljarða á sama tíma. Sigurður Nordal, upplýsingafulltrúi Exista, segir að félagið hafi varnir sem skýri mismuninn.

Í ársskýrslu Exista kemur fram að bókfært virði Sampo og Kaupþings sé um 450 milljarðar en markaðsvirði félaganna um áramót var 355,7 milljarðar. Það er munur upp á 92,4 milljarða. Eigið fé Exista samkvæmt ársskýrslu var 216 milljarðar um áramót. Hlutir Exista í Sampo og Kaupþing hafa samtals rýrnað um 32,4 milljarða frá áramótum. Þegar við er bætt að hlutur Exista í Bakkavör hefur rýrnað um tæpa 10 milljarða frá bókfærðu virði í ársskýrslu myndu flestir halda að eigið fé Exista hefði minnkað sem þessu nemur eða um 42 milljarða. Það myndi þýða að eigið fé Exista væri í dag um 80 milljarðar og eiginfjárhlutfallið rétt tæp 14%.

Svo er þó ekki að sögn forsvarsmanna Exista sem halda því fram að rýrnun eigin fjár félagsins sé aðeins um 7,4 milljarðar frá áramótum. Aðspurður um skýringar á þessum mun segir Sigurður að félagið hafi varnir gegn gengistapi á bréfum félagsins og þær skýri af hverju eigið fé minnkar ekki takt við gengistap bréfa félagsins í skráðum félögum. "Ég get ekki gefið upp nákvæmlega hvað varnir þetta eru af markaðsástæðum," segir Sigurður við Vísi.

Vegvísir Landsbankans sendi frá sér greiningu um eiginfjárstöðu Exista á föstudag. Þar var leitt líkum að því að eiginfjárhlutfall félagsins sé um 14% en hækki um 4% ef víkjandi lán, sem gefið var út á fjórða ársfjórnungi sé tekið með í reikninginn.


mbl.is Uppreiknað hlutfall Exista 23%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei þessu vant er ég sammála Birni

Þessi frétt á ruv er útúrsnúningur. Hann var að ræða að í væntnlegu frumvarpi væri opnað á varalið lögreglu. Hann benti á að hingað til hefðu t.d. björgunarsveitir aðstoðað við mannfjöldastjórnun t.d. á Kristnihátíð og verið í búningum sínum. En bæði væri það ekki vilji björgunarsveita að vera í björgunarbúningum við þessi störf sem og að stunda öryggisgæslu við erlenda stórhöfðingja. Mér finnst þetta ekkert til að gera mál yfir. Hef ekki séð frumvarpið en ef að ekki leynist í því eitthvað meira en Björn kynnti þá er þetta bara gott mál.
mbl.is Dómsmálaráðherra segir snúið út úr orðum hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband