Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Laugardagur, 7. febrúar 2009
Held að fólk ætti nú að muna að ríkisstjórnin er búin að vera til í 6 daga!
Furðuleg yfirlýsing þegar að ríkisstjórnin er búin að leggja fram á nokkrum dögum frumvarp varðandi greiðsluaðlögun, gjaldþrotaskipti og enn fleiri ráðstarfanir.
Veit að þetta fólk villa ríkið láti bankana fella niður skuldir! Finnst að það komi ekki til greina þar sem það lendir þá á öðrum sem eru að reyna að standa sig í að greiða af sínum lánum. Finnst að greiðsluaðlögun sem nú þegar er búið að leggja fram sem frumvarp á Alþingi sé lausn sem ætti að nota. En hún gengur út á að fólk leitar sér aðstoðar t.d. hjá ráðgjafastöðu heimila sem fer yfri þeirra mál og í framhaldi vinnur að lausn með fólki sem er í líkingu við nauðarsamninga. Fólk sem hefur skuldsett sig miðað við hámarksveð og greiðslubirgði miðað við hámarkslaun þarf vissulega aðstoð en það gengur ekki að lausnin sé að hækka skatta fyrir því á aðra sem nú geta staðið undir sínum skuldbindingum. Því verður að taka á þessu á einstaklings grundvelli. Það er jú skítt að eignarhlutur fólks í íbúðum og húsum hefur horfið í þessu gjörningaveðri sem gengur yfir en að horfa til almennra niðurfellingar gengur ekki. Greiðsluaðlögun þar sem skuldir eru aðlagaðar að því sem fólk getur borgað er eitthvað sem getur hjálpað fólki hitt eykur vandamál hjá öðrum. Því auknir skattar þýði að aðrir hafa minni tekjur og komast líka í vandamál
Harma innantóm loforð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 7. febrúar 2009
Þessi sjóður tæmist ekki!
Tæmist sjóðurinn í árslok? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Heitir þetta ekki að nauðga "virku lýðræði"
Hvað eiga þessi samtök við með:
Nú er nauðsynlegt að taka upp virkt lýðræði og losa þjóðina við útsendara flokkseigenda í fjármálafyrirtækjum, stjórnsýslunni, háskólum og fjölmiðlum, segir í fréttatilkynningu frá röddum fólksins
Hvað eiga þau við? Ætla þau að láta reka alla sem í þessum stöfnunum sem tengjast einhverjum stjórnmálaflokkum eða eru skyld einhverjum þar. Hvaða vald hafa þau til þess? Eru þau að tala um t.d. Rektora Háskólana, blaðamenn, fréttamenn og hverja innan stjórnsýslunar eru þau að tala um? Kannski eru þau t.d. að tala um Hannes Hólmstein en er það ekki verk rektors að meta hvort að hann standi sig í starfi. Það getur verið að hann hafi verið einn af þeim sem mótuðu stefnu Sjálfstæðismanna en það kemur starfi hans sem kennari ekkert við.
Og verst af öllu að þetta kemur virku lýðræði ekkert við.
Mótmælt eftir stjórnarskiptin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Nokkrar góðar dæmisögur svona í tengslum við ástandið hjá okkur
Lexía 1:
Maður fer í sturtu rétt í þann mund, er konan hans er að ljúka sinni og dyrabjallan hringir.
Konan vefur um sig handklæði og hleypur til dyra.
Hún opnar hurðina og úti stendur Biggi úr næsta húsi.
Áður en henni tekst að koma upp orði segir Biggi: "Ég gef þér hundraðþúsund ef þú lætur handklæðið falla".
Hún hugsar sig um smá stund og lætur svo handklæðið falla og stendur nakin fyrir framan Bigga. Eftir nokkrar sekúndur lætur Biggi hana fá hundraðþúsund og fer.
Konan vefur handklæðinu aftur utan um sig og fer aftur inn.
Þegar hún kemur inn á bað spyr eiginmaðurinn: "Hver var þetta?"
"Þetta var Biggi í næsta húsi", svarar hún.
"Frábært", segir maðurinn, "nefndi hann eitthvað um þessi hundraðþúsund sem hann skuldar mér?"
Boðskapur sögunnar:
Ef þú deilir mikilvægum upplýsingum varðandi lán og áhættu með hluthöfum tímanlega geturðu verið í aðstöðu til að koma í veg fyrir óþarfa afhjúpun
Lexía 2:
Prestur bauð nunnu far. Hún settist inn og krosslagði fætur, sem varð til að bera fót hennar.
Presturinn missti næstum stjórn á bílnum. Eftir að hafa náð stjórninni aftur, strauk hann hendinni laumulega upp eftir fæti hennar.
Nunnan sagði þá: "Mundu eftir Orðskviðunum 10:4".
Presturinn dró að sér hendina, en þegar hann skipti um gír strauk hann hendinni aftur upp eftir fæti hennar.
Aftur segir nunnan: "Mundu eftir Orðskviðunum 10:4".
Presturinn afsakaði sig og sagði: "Fyrirgefðu systir, holdið er veikt".
Er þau renna í hlað við klaustrið andvarpar nunnan þunglega og fer sína leið.
Þegar presturinn kemur í kirkjuna flettir hann upp Orðskviðunum 10:4. Þar stóð: " Snauður verður sá, er með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd".
Boðskapur sögunnar:
Ef þú ert ekki vel upplýstur í starfi þínu gætirðu misst af stórkostlegum tækifærum
Lexía 3:
Sölumaður, ritari og deildarstjóri eru á leið í mat þegar þau finna fornan olíulampa.
Þau nudda lampann og út kemur töfraandi. Andinn segir: "Ég veiti hverju ykkar eina ósk".
"Ég fyrst! Ég fyrst!", segir ritarinn. "Ég vil vera á Bahamaeyjum á hraðbát algerlega áhyggjulaus". Og púff! Hún er horfin.
"Næst ég! Næst ég!", segir sölumaðurinn. "Ég vil vera á Hawaii að slaka á með einkanuddara og endalausar birgðir af Pina Colada og ástinni minni". Og púff! Hann er horfinn.
"Allt í lagi, það er komið að þér", segir andinn við deildarstjórann.
Deildarstjórinn segir: "Ég vil að þessi tvö verði komin aftur á skrifstofuna eftir mat".
Boðskapur sögunnar:
Alltaf láta yfirmanninn tala fyrst.
Lexía 4:
Örn sat í tré og gerði ekki neitt.
Lítil kanína sá örninn og spurði hann: "Get ég líka setið eins og þú og gert ekki neitt?"
Örninn svaraði: "Auðvitað, því ekki".
Svo kanínan settist á jörðina fyrir neðan örninn og hvíldist. Allt í einu birtist refur og stökk á kanínuna og borðaði hana..
Boðskapur sögunnar:
Ef þú ætlar að sitja og gera ekki neitt skaltu gera það mjög mjög hátt uppi.
Lexía 5:
Kalkúnn var að tala við bola.
"Ég vildi að ég gæti komist á topp þessa trés, en ég hef bara ekki kraft til þess".
"Nú, því nartarðu bara ekki í delluna mína", svaraði boli, "hún er full af næringarefnum".
Kalkúnninn kroppaði í delluna og komst að því að það veitti honum í rauninni styrk til að ná neðstu grein trésins.
Næsta dag, eftir að hafa nartað í aðeins meiri kúadellu, komst hann á næstu grein. Að lokum eftir fjóra daga sat kalkúnninn stoltur á toppi trésins.
Bóndi nokkur tók fljótt eftir honum og skaut hann niður.
Boðskapur sögunnar:
Della kemur þér kannski á toppinn, en hún heldur þér ekki þar
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Þessi átti einhvernvegin svo innilega við þetta mál að ég varð bara að setja hann inn.
Fékk nokkra svona í pósti:
Lítill fugl var á flugi suður fyrir veturinn. Það var svo kalt að hann fraus og féll til jarðar á stóru engi. Þar sem hann lá þarna kom kú og skeit á hann.
Þar sem fuglinn lá nú þarna í djúpt í skít varð honum ljóst hve heitt honum var. Skíturinn var að þíða hann!
Þarna lá hann heitur og hamingjusamur og byrjaði fljótt að syngja af gleði. Köttur sem átti leið hjá heyrði fuglasönginn og fór að rannsaka málið.
Hann fylgdi hljóðinu og uppgötvaði fuglinn í skítnum og gróf hann umsvifalaust upp og át hann.
Boðskapur sögunnar:
1. Það eru ekki allir óvinir þínir sem koma þér í djúpan skít
2. Það eru ekki allir vinir þínir sem draga þig upp úr skítnum
3. Þegar þú ert í djúpum skít er best að halda kjafti.
Bankastjórn hugsar sig enn um | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Það bíður sérstaks saksóknara erfitt verk
Var að hlusta á pistil Sigrúnar Davíðsdóttur í Speglinum á ruv í gær. Og eftir það er ljóst að þetta verður svakalega erfið vinna sem býður þessa nýja embættis. Í gær var hún að fjalla um Baug og segir m.a.
Það er ekkert áhlaupaverk að gera sér grein fyrir stöðu Baugs. Á Íslandi er fjöldi fyrirtækja skráður á nokkur heimilisföng sem tengjast Baugi. Guardian telur upp 31 fyrirtæki, þar á meðal Illums, Magasin du Nord og Saks, sem Baugur eigi eða eigi í. Þetta eru fyrirtæki í rekstri. Að baki þessum eignum liggur hins vegar flókið net eignarhaldsfyrirtækja. Í vísindum er gjarnan sagt að einföldustu lausnirnar séu þær bestu. Hjá Baugi, eins og mörgum nýrri fyrirtækjum, virðist gilda að því flóknara, því betra.
Hluti af þessum flækjum birtist í Lögbirtingablaðinu í Lúxemborg þar sem skráð eru fjölmörg félög tengd Íslendingum. Sum eru stofnuð í gegnum íslensku bankana, önnur á endurskoðunarskrifstofum og hjá öðrum aðilum sem taka að sér að stofna félög í Lúxemborg. Baugur Holding' var skráð í Lúxemborg 2000. Hlutaféð var 2,5 milljón króna. Fyrirtækið var sett upp með nafnlausum hætti eins og hægt er í Lúxemborg, stofnféð greitt af þjónustufyrirtækjum Kaupþings, skráðum á Tortólu.
Og Sigrún heldur áfram og segir
Það má til sanns vegar færa að peningarnir sjálfir fara ekki til Tortólu heldur er þetta Tortólukerfi nokkurs konar peningaveita sem skilar peningum sporlaust þangað sem síðan er hægt að ráðstafa þeim. Skömmu eftir skráningu Baugs Holding' eru skráðir stjórnendur þeir Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson og Hreinn Loftsson. Þeir tveir síðastnefndu eiga einnig eignarhaldsfyrirtæki skráð í Lúxemborg. Lúx-fyrirtæki Hreins tengjast ýmsum kaup-og-sölufléttum í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár.
Saga Gaums Holding' liggur líka um Tortólu. Tvö fyrirtæki þar, sem Kaupþing í Lúxemborg notaði síðar, stofnuðu tvö félög með frönsku nafni í júní 1998. Síðar breyttu þessi félög um nafn, annað varð Gaumur Holding'. Merkilegt að hitt félagið varð Meidur Holding'. Meiður á Íslandi varð síðan að Existu. Í kringum þetta upphaf hafa sprottið ýmsar getgátur um rússnesk tengsl en engin þeirra virðist haldbær.
Og enn segir hún
BG Real Estate Europe' var stofnað 2007 af Dial Square Holding ehf, skráðu á Túngötu 6, þar sem skrifstofa Baugs Group er, eða var, til húsa. Hálfu ári síðar sameinast það öðru fyrirtæki, Immo Croissance, sem er hluti af stórum fyrirtækjaklasa, líklega einkum í fasteignafjárfestingum. Í þessum klasa kemur fyrir nafn Eiríks S. Jóhannssonar, skráðum á Túngötu 6 og Skúla Þorvaldssonar, til heimilis í Lúxemborg.
A-Holding ehf er til á Túngötunni en nafni þessi er líka í Lúxemborg. Fram hefur komið að félagið var stofnað utan um fyrirhuguð kaup Baugs í enska verslunarfélaginu Arcadia. Stofendur Lúx-félagsins voru Kaupþing, Íslandsbanki, Baugur og Gaumur. Þó hvorki Gaumur ehf né Gaumur fasteignir ehf heldur áðurnefnt Lúx-félag, Gaumur Holding'. Í stjórn A-Holding í Lúxemborg hafa setið þeir Gunnar S. Sigurðsson, Jóhannes Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Scheving Thorsteinsson, Skarphéðinn B. Steinarsson og Tryggvi Jónsson.
Og hún talar um að þarna sé hún bara að skoða smá dæmi. Frábæri pislar Sigrunar eru aðgegnilegir inn á http://www.ruv.is/heim/vefir/pistlar/sigrund/
Skrítð að aðrir blaðamenn hafi ekki beitt sömu aðferðum eins og hún m.a. að fara í lögbirtingarmiðla t.d. Luxemborg.
Starfsmönnum fjölgar hjá embætti sérstaks saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Ég hef spurt áður og spyr aftur!
Getur einhver sagt mér hvað fékkst fyrir kílóið af langreiðarkjötinu sem selt var til Japan. Og hversu mikið kostaði að geyma það í frystigeymslum hér í tæp 2 ár og í frystigámum í Japan í nokkra mánuði áður en það var selt? Það hlýtur að hafa verið mjög hátt ef þetta hefur skilað hagnaði!
Eins væri gaman að vita hvað margir bátar eru að að veiða þessar hrefnur? Eru ekki hvað 2 til 3 menn á þessum bátum. Eins væri gaman að vita að það sem ekki selst af hrefnu hér hvert verður hún seld?
Og eins væri gaman að vita hver margir hafa árslaun við þessar veiðar og vinnslu? Hélt að þetta væri bara 2 til 3 mánaðar veiðar en nú er talað eins og þetta séu ársstörf?
Veit að Kristján Loftson er sterkefnaður og á togara og hlut í hinum og þessum fyrirtækjum og getur borgað með þessum langreiðaveiðum eitthvað áfram en hvað svo? Trúi varla að hann hafi hagnast af þessum 9 sem Hvalur veiddi 2006. Hann hefur sjálfsagt gefið þetta kjöt því að til að fá að veiða meira var skilyrði að tækist að selja það kjöt sem þegar var veitt.
Ef við skemmum markaði fyrir aðrar vörur og ferðamannaiðnað erum við að skemma fyrir fullt af fyrirtækjum á meðan að Kristján getur lokað þessu þegar hann vill og á nóg annað að reka. En þeir sem hafa verið að skapa sér tækifræi t.d. í hvalaskoðun og ferðamannaiðnaði eiga ekki að öðru að hverfa.
Hafa menn hugsað þetta almennilega?
Ef að rétt er sem ég hef heyrt að Alþjóðahvalveiðiráðið sé að vinna að því að fara að heimila veiðar aftur í einhverju mæli, af hverju var ekki hægt að bíða? Við græðum það lítið á þessu eins og er.
Hvalveiðar til umræðu á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Hart barist um sæti í nýja framsóknarflokknum
Lýst reyndar vel á Friðrik Jónsson sem bloggar reglulega á www.eyjan.is Og baráttan verður því hörð í NV kjördæmi.
En í Suðurkjördæmi er að færast fjör í leikinn hjá framsókn.
Var að lesa á www.visir.is að þar var einn að bætast við í baráttunna:
Sævar Ciesielski, sem fékk þyngsta dóminn í Geirfinnsmálinu svokallaða, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Flokkurinn fékk tvo þingmenn kjörna í kjördæminu fyrir tveimur árum.
Sævar ólst upp á bænum Stóra Hofi í Árnessýslu og segist hafa kunnað ákaflega vel við sig í sveitinni. Ég talaði við Guðna Ágústsson í gær og hann tók vel í þetta," segir Sævar og bætir við að afi sinni hafi verið stuðningsmaður Ágústs Þorvaldssonar pabba Guðna. Ágúst sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 1956 til 1974. Afi barðist fyrir því að Ágúst kæmist á þing því íhaldspakkið var ekki að gera neitt fyrir sveitunga sína."
Athyglisvert að fylgjast með þessu
Vill leiða lista framsóknar í NV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Það er eins með þessa ábendingu eins og aðrar - menn taka ekkert mark á henni!
Það er eins og þegar við vorum vöruð við að bankarnir og fjármálakerfið hér stæði á brauðfótum þá hlustuðu menn ekki á það frekar en nú. Menn alveg ákveðnir í því að hagsmunir Íslands séu svo allt öðruvísi en annarra, að aðrar lausnir eig hér við. Það er sama þó nær allir sérfræðingar bendi okkur á að aðild að ESB og upptaka evru sé besta lausn okkar til frambúðar þá þykjast sömu stjórnmálamenn og hlustuðu ekki áður vita betur. Þó að t.d. bæði Svíar og Finnar hafi komist að því að þetta væri þeirra besta leið út úr þeirra kreppu og um 85% allra Evrópuþjóða hafi kosið að ganga í ESB þá teljum við okkur best borgið hér ein með okkar krónu eða hugsanlega norska krónu.
Og gaman til þess að vita að nær allir þeir meintu sérfræðingar um skaðsemi ESB fyrir okkur hafa aldrei komið til Brussel og hafa upplýsingar sínar eftir einhverjum besservissum erlendum sem tala hvorki fyrir hönd ríkisstjórna eða meirihluta þeirra sem eru innan ESB.
Var ekki í búið að vara okkur við ástandi fjármála og bankakerfis okkar í 3 til 4 ár áður en það hrundi. Ætli það verði ekki raunin eftir 3 til 4 ár að þjóðin áttar sig á því að við náum okkur ekki út úr þessari kreppu án þess að ganga í ESB.
Minni fólk á að Norðmenn margir sem eiga tök á því gera öll sín innkaup í Svíþjóð þar sem vöruverð er mun lægra. Þannig að ef fólki dreymir um lægra vöruverð með upptöku norskrar krónu þá ættu þau að gleyma því.
Besta lausnin er aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Furðuleg breyting á skömmum tíma!
Þetta er alveg makalaust hvað fólk er fljótt að breyta um skoðun hér á landi. Nú eru Vg Samfylking og Sjálfstæðismenn jafn stórir. Þótt að Sjálfstæðisflokkur sem flokkur í ríkisstjórn hér síðustu 17 árinn virðast 29% tilbúnir að kjósa hann. En þó er ekki allt sem sýnist. Um 40% aðspurðra voru óákveðin þannig að í þessari könnun er Sjálfstæðisflokkurinn að græða á sínu fastafylgi. Það er fólk sem kýs XD hvað sem á gengur. Því á óákveðna fylgið eftir að dreifast á hina flokkana.
En samt er þetta makalaust fylgi við XD eftir allt sem yfir fólk hefur dunið.
Sjálfstæðisflokkur stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Erlent
- Íslendingar ættu að halda upp á hrekkjavöku
- Google hlýtur hina endanlegu sekt
- Harris tekur forystuna í tveimur ríkjum
- Hefja rannsókn á Temu
- Musk gert að mæta í dómsal í dag
- Mikilvægast að bjarga sem flestum mannslífum
- Umfangsmikil leit eftir að sprengiefni fundust
- Vistir af skornum skammti og nágranninn ófundinn
Fólk
- Kaus í fyrsta sinn 70 ára og sér eftir því
- Sestur í helgan stein sem leikari
- Hrekkjavökubúningurinn huldi ekki mikið
- Gekk af sviðinu í Ástralíu
- LeBlanc undir vökulu auga mótleikara
- Scary Movie snýr aftur á hvíta tjaldið
- Íslandsvinkona afar ósátt við heimildamynd
- Gamanleikari dæmdur fyrir þátttöku í óeirðum
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson