Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Já kjósum bara!

Það eru um 90% þjóðarinnar með aðgang að netinu. Ef að þjóðin í heild væri á því að fella þennan Icesave samning þá hefði stærri hluti en 37 þúsund skrifað undir. Það má segja að um 190 þúsund kusu að skrá ekki nöfn sín undir þessa ósk til forsetans. Og því færi ég rök fyrir því að meirihluti þjóðarinnar vill klára þetta mál. Og kannski er nauðsynlegt að greiða um það atkvæði en mikið lifandis skelfing á þetta eftir að gera okkur erfitt fyrir í framtíðinni. Þannig má færa rök að því að allir stærri framkvæmdir hér tefjist í það minnst í hálft ár eftir ákvarðanatökur því það þau mál fara eðlilega í þjóðaratkvæði. T.d. virkjunarframkvæmdir, leyfi fyrir stóriðju. Hin ýmsu lög líka. Þannig að eftir að Alþingi hefur tekið ákvörðun um stór mál og sett lög þá safnar fólk undirskriftum og fella þessi lög. Nokkuð ljóst að forsetinn er búinn að missa stjórn á þessu ef að þessi lög verða feld. Auk þess verður stjórnin að segja af sér væntanlega. Og þannig verður þetta þar til búið er að breyta stjórnarskrá.

En kjósum bara. Held að almenni Íslendingurinn átti sig á að muninum á að hafa þó samning um hvernig fara á með Icesave eða þá að hafa þessi mál í algjörri óvissu næstu árin.


mbl.is Skorar á forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar hefur Vigdís verið síðustu ár!

Veit ekki betur en að Rússar áður Sovétríkin, Frakkland, Bandaríkin og fleiri hafi stundað markvissa kynningarstarfsemi hér á landi. Fjármagnað hinar ýmsu menningarstofnanir og haldið hinar ýmsu kynningar á sínum málstað. Sama gera sendiráð okkar um allan heim. Minni á skrif og kynningarfundi sendiráða okkar í hinum ýmsu deilum, t.d. varðandi Icesave þegar við réðum kynningarfyrirtæki í Bretlandi í upphafi deilna okkar við Breta til að kynna málstað okkar.

Álit mitt á Vigdísi hefur eins og hér hefur oft verið sagt, er ekkert og því er ég orðinn í mestu vandræðum með niður í hvað það getur farið úr þessu. Sennileg gæti það komist í að vera blint hatur á endanum að hún á launum frá mér skuli fá að láta svona eins og ..................


mbl.is Ráðuneytið beitir „skapandi túlkun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru sjálfstæðismenn að tala um skuldir?

Dálítið gaman að 2010 var talað um að skuldir Kópavogsbæjar næmu um 43 milljörðum. Og það var eftir stjórnartíð Sjálfstæðismanna.  Það er svipað og þarf að borga Icesave sennilega. Jafnvel þurfum við á endanum að borga minna af Icesave. Ef að 30 þúsund manna bæjarfélag ræður við 43. milljarða ætti Íslenska ríkið að að gera það auðveldlega.

Svo ég held að þessir blessaðir sjálfstæðismenn geti nú andað rólega.


mbl.is Sjálfstæðismenn í Kópavogi skora á forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er Marinó sérfræðingur í öryggismálum hélt ég.

Hvað segir Marinó t.d. um það ef að fólk getur ekki með góðu móti kannað hvort það er skráð á listann? Eða hvað með ef ég settist nú niður með þjóðskrá opna og skráði bara í rólegheitum 30 nöfn hér. Færi svo heim og skráði 30 nöfn þar eftir þjóðskrá og svo í vinnunna og skráði 30 nöfn þaðan. Ef ég get þetta hvað er þá að marka lista sem á sýna fram á vilja þjóðarinnar til að fara með þetta mál í þjóðaratkvæði.

Og svo er það rétt að að kjósendafjöldi sem samsvarar íbúum í Kópavogi eða kosningabærum íbúum í Kópavogi og Hafnafirði geti komið á þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvað með t.d. ef að þessir íbúar væru á móti hækkun hámarksútsvars. Gætu þeir þá safnað undirskriftum sín á meðal og sett það í Þjóðaratkvæði?  Og verður þetta kannski framtíðin að við skrifum undir undirskriftalista mánudaga og þriðjudaga og kjósum á fimmtudögum og föstudögum. Um nóg er að kjósa.

 Því að eftir það verður Alþingi bara álitsstofnun sem undirbýr mál fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur. Og engin ákvörðun af einhverju mikilvægi verður tekin nema að loknu þjóðaratkvæði. Er fólk t.d. tilbúið að kjósa aðra hvora viku?


mbl.is Ekkert að söfnuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta sýnir kannski hvað meirihluta þjóðarinnar finnst um þetta Icesave

mótmæli

 

Fáir mótmæla, Einshverjir standa fyrir undirskriftarsöfnun, og hópur fólks sem skrifar undir hvað sem er sem er á netinu án þess að hugur fylgi máli.


mbl.is Fáir mótmæltu á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að segjast að undirskriftarsöfnun á netinu er bara ekki lagi með þessu formi.

Nú les maður á síðu Teits Atlasonar að hann skráir sig inn sem Bart Simsson og undir fleirum tilbúnum nöfnum. Sem gerir þessa undirskriftarsöfnun ómarktæka. Það verður náttúrulega að vera samkeyrsla með þjóðskrá svo þetta teljist marktækt.

IFA6y 

Svo skil ég ekki hvað átt er við með:

"Fölsun undirskrifta og misnotkun kennitalna varðar við lög.  Þessi síða vistar IP-tölur í öryggisskyni.  Fjöldi mögulegrar misnotkunar kennitalna tilkynnt lögreglu"

Þetta er engin formleg undirskrift heldur er fólk að gefa upp nafn og kennitölu í eitthvað form. Þannig að það ætli að vera hluti á einhverjum lista. 

Lista sem er ætlað að koma af stað Þjóðaratkvæðgreiðslu og þá fella ríkisstjórn verður að vera hægt að treysta. Og helst að þeir séu undirritaðir eigin hendi.  Og fólk verður að geta kannað hvort það sé skárð á þann lista geng sínum vilja.


mbl.is Árásir á vefsíðu tilkynntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri gaman að spyrja framsókn og sjálfstæðisflokkinn að eftirfarandi:

Hversu margir ráðherra þeirra flokka hafa lent í því að að það sé farið í mál við þá út af túlkun ráðuneyta þeirra á lögum? T.d. man ég eftir fjölda mála sem þar sem ráðuneyti voru dæmd vegna þess að þau brutu jafnréttislög varðandi ráðningar. Ég man eftir því að mannréttindanefnd úrskurðaði að kvótakerfið bryti í bága við mannréttindasammála og ekkert var gert til að laga það. Ég man eftir mörgum úrskurðum ráðuneyta sem farið hefur verið með fyrir dómsstóla.

Ef það væri bara ein túlkun á lögum þá þyrfti bara enga dómsstóla.


mbl.is Svandís segist finna fyrir miklum stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónas Kristjánsson er með þetta

Alveg er ég hjartanlega sammála Jónasi Kristjánssyni þegar hann segir:

Gladdist áðan, þegar ég sá, að Mörður Árnason skerti málfrelsi Vigdísar Hauksdóttur. Mörður er formaður umhverfisnefndar Alþingis og hefur þurft að þola málæði Vigdísar. Í morgun tók svo steininn úr, þegar Mörður hastaði á Vigdísi og hún stökk á dyr. Sendi síðan bréf um úrsögn úr nefndinni. Þetta er aldeilis frábært. Ég skil ekki, hvers vegna Mörður er ekki meira í trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Samskipti hans og Vigdísar eru til fyrirmyndar samkvæmt þessu. Mættu forsetar Alþingis læra af honum. Mörður er maðurinn, sem getur skrúfað niður í víðfrægu málæði Vigdísar Hauksdóttur.
Hef jú oft reyfað álit mit á henni sem þingmanni.

mbl.is Vigdís getur ekki unnið með Merði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til þeirra sem telja að það liggi ekki á að klára Icesave. Eða að hafna samningum.

 Frétt af www.visir.is

Greining: Samþykkt Icesave markar tímamót

Greining: Samþykkt Icesave markar tímamót

 „Samþykkt Icesave-samkomulagsins mun marka tímamót í endurreisn íslensks efnahagslífs eftir hrun. Samþykkt hins nýja samkomulags mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir."

Þetta segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um Icesave málið. Nýji Icesave samningurinn verður að öllum líkindum borin undir atkvæði á Alþingi á morgun, miðvikudag.

Í Morgunkorninu segir að lánshæfismatsfyrirtækin hafa gefið það út að samþykkt mun styrkja lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og mun það hafa sín áhrif á aðgengi að erlendu fjármagni og þau kjör sem þar bjóðast.

Moody's hefur t.d. lýst því yfir að fyrirtækið muni hækka lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands verði samkomulagið samþykkt, en skuldabréf íslenska ríkisins í erlendri og innlendri mynt til lengri tíma hafa verið með lægstu einkunn sem gefin er í fjárfestingarflokki sem merkir að ef hún yrði lækkuð myndi hún falla niður í spákaupmennskuflokk (e. Junk Bond).


mbl.is Icesave á hraðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er þessum kafla loks að ljúka. Og þó fyrr hefði verið.

Verður gaman að kynna sér doktorsritgerðir um þetta mál í framtíðinni. Hvað biðin kostaði Ísland eða hvað við högnuðumst á því að draga þetta?

En nú er þessu semsagt lokið. Það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla og þó hún yrði yrði þessi samningur samþykktur. Það hafa farið í þetta 2 ár. Mikil orka frá öðrum verkum og ótal milljarðar í tekjum, fjármögnun bæði á liðnum árum sem og næstu ár þar til að aðilar treysta á að gera samninga við okkur aftur.


mbl.is Icesave afgreitt af fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband