Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Það er gott að mbl.is fylgist með

Það koma á 2 til 3 tíma fresti upplýsingar um hversu margir hafa skráð sig og linkur á síðunna. Gæti verið að mbl.is sé í samstarfi við Samtök fullveldissinna? Bara svona að velta þessu fyrir mér.
mbl.is Undirskriftir nálgast 9.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú eitt af því sem hægt er að kalla þetta!

Veit ekki hvað fólk vill kalla þessi gylliboð Landsvirkjunar á árum áður:

Hann sagði að í samningnum hafi falist að Landsvirkjun myndi greiða fyrir skipulagið, setja bundið slitlag á tvo vegi óviðkomandi virkjuninni, koma að vatnsveituframkvæmdum í hreppnum og bæta GSM samband í hluta hreppsins.

Þetta minnir á þegar að Indíána höfðingjum var boðið wisky og ýmis glitvarningur fyrir lönd í Ameríku. Og svipaðar aðferðir og erlend fyrirtæki nota í Afríku við að ná undir sig námuréttindum.  Eins minnir mig að sveitarstjórnarmenn hafi líka fengið laun fyrir vinnu sína varðandi aðalskipulag. Og síðar endurgreitt. En hæstiréttur dæmdi þetta löglegt.


mbl.is Segi mútur og skrifa mútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klaufalegt en rétt ákvörðun!

Fólk þarf ekki að fyrirverða sig fyrir að leiðrétta mistök. Vildi samt að þetta hefði verið gert daginn eftir að þetta var gert. Sér í lagi þar sem Jónas er að fara á erftirlaun eftir nokkra mánuði.  En betra að svona alvarlegar aðgerðir eins og uppsagnir fólks séu vel undirbúnar.
mbl.is Uppsögn Jónasar afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverskonar dónaskapur er að kynna sig ekki?

Og hvaða fólk skirfar undir með kennitölu á síðu sem enginn er skráður fyrir? Það veit engin hver stendur að þessu né í hvaða tilgangi undirskriftir fólks verða notaðar en samt eru 1100 manns búnir að skrifa þar undir með kennitölu og alles.

Vantar bara að fólk gefi upp lykilorðin sín og kortanúmer. Er ekki í lagi með fólk.


mbl.is Undirskriftasöfnun gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er blessuð konan ekki að spyrja rangan aðila?

Nú er það Sjómannadagsráð sem rekur Hrafnistu. Hrafnista er í eigu sjálfseignarstofnunar. Og sannarlega eru ekki allir sem þar búa sem geta borgað 240 þúsund. Það eru því eitthvað skrýtnar reglur hjá þeim. En það er ekki ríkisins að svara fyrir það.
mbl.is Ráðherrar svara ekki fyrirspurn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi það eru allir orðnir þreyttir á þessu

Bara að benda þessum ágætu Indefence á að samninganefnd okkar kom heim og sagði að þessi lengra yrði ekki komist. Síðan liggur orðið nokkuð ljóst fyrir að eignir Landsbankans nægja nærri að öllu leiti fyrir Icesave. Og jafn vel rúmlega það. Það gengur ekki að skrifa reglulega undir samning og mæta svo löngu síða og segja Nei við viljum þetta og hitt.

Þó vissulega hafi fengist betri samningar núna þá er næsta víst að það er ekki á það að treysta til framtíðar. Af hverju segjum við ekki stopp núna þegar að talið er að mest gætum við þurft að borga um 47 milljarða. Miklar líkur á að það verði minna og jafnvel ekki neitt.

Alveg sama hvað Indefence segir er þessi deila okkar við Hollendinga og Breta búin að kosta okkur í takmörkuðum lánamöguleikum til framkvæmda t.d. Búðarháls og Orkuveitan. Og ef við ætlum að halda áfram að deila um þetta þá fer þetta að kosta okkur í töfum. Þannig má t.d. bara nefna að hvert þúsund manna á atvinnuleysisskrá kostar okkur  3milljarða á ári í það minnsta. Og orkan sem fer í þessar deilur hér á landi kosta orku og tíma sem veldur því að ekki er hægt að vinna að fullu í öðru á meðan.  Nú er stór meirihluti á Alþingi fyrir þessu máli og því ætti að Indefence að þekkja sinn vitjunartíma og hætta á meðan þeir eru í öndvegi sem mennirnir sem björguðu Icesave.


mbl.is InDefence styður ekki Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að Sigmundur Davíð spekingur hugsaði málin almennilega áður en hann skrifar um þau og talar?

Vísar ráðuneytið til þess, að Sigmundur Davíð segi í greininni að Landsbankinn telji heildsölulán  (innstæður sveitarfélaga, stofnana osfrv.) ekki til forgangskrafna. Glitnir flokki þau hins vegar sem forgangskröfur. Ef Landsbankinn tapar yfirstandandi málaferlum vegna þessa muni bætast yfir 170 milljarðar, á Seðlabankagengi, við kröfurnar.

„Fjármálaráðuneytið vill koma því á framfæri að hið rétta er að slitastjórn Landsbankans hefur viðurkennt forgang heildsöluinnlána að fjárhæð um 145 milljarðar króna

Þar fóru rök hans um hugsanleg 360 milljarða við snúning til hins verra varðandi eignir Landabankans.

Og sér í lagi er þetta eitthvað sem hann ætti að hugsa um:

Færi svo, að dómstólar kæmust að þeirri niðurstöðu að þessar kröfur nytu ekki forgangs líkt og almenn innlán, myndi það þýða að heimtur upp í forgangskröfur myndu aukast og þar með yrði kostnaður ríkisins vegna samningsins og að meðtöldum vöxtum enginn, sé miðað við forsendur samninganefndarinnar.

 Kostnaðarmat samninganefndarinnar miðar við óhagstæðustu niðurstöðu um þetta álitaefni," segir fjármálaráðuneytið.

Hann er búinn að hafa 2 mánuði til að skoða þetta. Menn eiga ekki að koma fram með svona vitleysu sér í lagi þegar þeir hefðu getað vel við unað að hafa náð árangri með fyrri aðgerðum í Icesave og hefðu getað notað það sér til framdráttar. En nú er komið nóg og þessu verður ekki haldið áfram öllu lengur. Meir að segja forsetinn er búinn að gefa ádrátt um að hann skrifi undir lög um þennan samning.


mbl.is Segir Sigmund Davíð fara rangt með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband