Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Málefni Kópavogs og Heiðmerkur skýrð á skemmtilegan hátt

Ég vitnaði í síðustu færslu í blogg Hafsteins Karlssonar og ætla að gera það hér líka. Hafsteinn Karlsson er auk þess að vera skólastjóri bæjarfulltrúi í Kópavogi. En í þessari færslu fer hann yfir málið á skemmtilegan hátt:

Þegar klaufabárðarnir tóku að sér að stjórna bæ
Einu sinni var stundum skotið inn á milli dagskráratriða í sjónvarpinu litlum þáttum af leirkörlum sem kallaðir voru klaufabárðarnir. Mig minnir að í einum þættinum hafi þeir setið í meirihluta í bæjarstjórn í bæ nokkrum.

Hvert málið rak annað þar sem klaufabárðarnir klúðruðu málunum. Þeir t.d. óðu án nokkurs leyfis yfir dýrmætt skógræktarland til þess að koma fyrir rörum sem áttu að flytja kalt gjafavatn til íbúa í næsta bæ við þann sem þeir stjórnuðu.

Já, það var nefnilega eitt klúðrið hjá þeim rétt fyrir kosningar að bjóða bæjarstjórn nágrannabæjarins niðurgreitt vatn næstu áratugina. Ekki vegna þess að nágrannabærinn væri svona fátækur eða íbúar hans illa haldnir.

Nei en blessaðir klaufabárðarnir höfðu í flumbrugangi sínum lofað hestamönnum aðstöðu og meira að segja hestaakademíu inn á vatnsverndarsvæði nágrannabæjarins.

Það var nefnilega út af því að klaufarnir ruku til án þess að hugsa málin og keyptu fjármálabraskara út úr klúðri sem þeir voru búnir að koma sér í með kaupum á hesthúsum sem hestamennirnir áttu og voru í bænum.

Braskararnir voru búnir með peninginn og enginn vildi lána þeim til að kaupa fleiri hesthús, en þeir ætluðu að græða svo mikið á því. Og nú voru þeir í miklum vandræðum, blessaðir fjármálabraskararnir.

En klaufabárðarnir fréttu þetta og vorkenndu bröskurunum svo mikið að þeir buðust til að láta bæinn sem þeir stjórnuðu kaupa öll hesthúsin sem þeir höfðu keypt á miklu hærra verði en þeir höfðu sjálfir borgað fyrir þau.

Braskararnir voru glaðir af því að nú höfðu þeir grætt mörg hundruð milljónir á því að skemma fyrir hestamönnunum. Nú gátu þeir farið með peninginn eitthvert annað og gert einhvern óskunda þar.

Hestamennirnir voru reiðir því að braskaranir voru að eyðileggja félagið þeirra. En  klaufabárðarnir keyptu bara líka öll hestuhúsin af þeim á sama verði og þeir borgðuðu bröskurunum og lofuðu líka landi undir ný hesthús og hestaakademíu.

En svo átti nágrannabærinn að fara að fá vatnið. Þá varð ná í vatnið. En það var flókið vegna þess að bóndi einn átti land sem þeir þurftu að fara yfir. Hann vildi það ekki og því þurftu þeir að láta bæinn kaupa allt landið af honum.

Og hann fékk marga marga milljarða og mátti svo selja lóðir af landinu sem hann var búinn að selja bænum og ráða svolítið yfir fólkinu sem ætlaði að búa þar.

Og svo byrjuðu þeir að grafa og koma rörunum oní jörðina því tíminn var orðinn naumur. Þeir höfðu nefnilega lofað vatninu fyrir ákveðinn tíma og ef það tækist ekki að ná því upp úr jörðinni úr borholum bæjarins varð að kaupa vatnið af vatnssölufyrirtæki á miklu hærra verði.

Æ, en svo var allt í einu þetta skógræktarland. Og klaufabárðarnir ákváðu bara að vaða yfir það. Þetta voru hvort eð er bara ómerkileg tré.

En það fattaðist og þeir máttu þetta ekki. Löggan kom og allt.

Og þetta varð til þess að klaufabárðarnir voru látnir hætta að stjórna bænum. Enda allt í klúðri.

Og þannig endaði þessi þáttur um klaufabárðana.

Finnar farnir að bera óttablandna virðingu fyrir okkur og útrásinni

Rakst á þessa frásögn á síðu Hafsteins Karlssonar skólastjóra sem er við nám í Finnlandi:

Misjöfn þjónusta
Frá því að ég kom til Finnlands í byrjun janúar hef ég þráfaldlega reynt að stofna bankareikning hérna. Það hefur gengið furðu illa. Ég hafði áhuga á að gerast viðskiptavinur Nordeabankans, það var einhver Finni sem benti mér á að það væri líklega best. Ég fór þangað og stillti mér upp í röðina hjá þjónustufulltrúanum. Þegar kom að mér bar ég upp erindi mitt og þá kallaði þjónustufulltrúinn á annan þjónustufulltrúa. Svo spurðu þeir mig um vegabréf og ég dró það upp. Þegar þær sáu að ég væri frá Íslandi urðu þær skrýtnar í framan og báðu um staðfestingu frá traustum aðila á því að ég væri hér við störf. Ekki hafði ég slíkt handbært og sendu þær mig þá heim.

Ég kom aftur nokkrum dögum seinna og aftur hófst sami leikurinn nema nú hafði ég gleymt vegabréfinu. Nú spurðu þær mig auk þess um finnska kennitölu. Þegar ég slengdi henni á borðið settu þær upp svip og sögðu að ég fengi engan reikning nema sýna þeim vegabréfið. Og aftur sendu þær mig heim.

Svo nennti ég ekki að gera neitt í þessu um hríð og hugsaði mér að vera hér bara án þess að stofna bankareikning.

En svo fyrir tveimur dögum ákvað ég að gera úrslitatilraun og stakk í vasann öllum hugsanlegum bréfum og staðfestingum sem ég fann hjá mér. Ég rölta út í verslunarmiðstöðina og fór einhvern veginn hæðavillt þannig að ég lenti í Sampo-banka í þetta skipti. Þessum sem Íslendingar keyptu um daginn. Þar gekk ég beint til gjaldkera, rétti henni vegabréfið mitt og sagðist vilja stofna bankareikning. Hún skoðaði vegabréfið, leit og mig og spurði: „Islanhtissa?“ „Gulla“ svaraði ég (þetta þýðir ertu íslenkur og ég svara já). Hún horfði á mig svolítið eins og óttaslegin og kyngdi nokkrum sinnum. Svo byrjaði hún bara að búa til bankareikning. Ég sagði henni að ég væri með staðfestingarpappíra og finnska kennitölu en ekkert af því vildi hún sjá. Flýtti sér bara að ganga frá þessu og var greinilega hálf létt þegar hún var búinn og hafði kvatt mig. 

Svona er nú fínt orðsporið okkar Íslendinga hérna.

"200 króna seðilgjald "

Bendi á góða grein Jónasar Kristjánssonar í DV en hana má nálgast hér. Í henni segir m.a.

200 króna seðilgjald

Engum öðrum en Íslendingum dytti í hug að borga 200-250 króna seðilgjald fyrir að njóta þeirrar náðar að fá senda reikninga. Gjaldið er margfaldur pappírs- og póstkostnaður sendibréfs og er þar á ofan ný uppfinning í veraldarsögunni. Í Evrópu yrði uppreisn, ef reynt yrði að koma á slíku gjaldi.

Aðeins Íslendingar eru svo kúgaðir af langvinnu okri, að þeir telja það eðlilegan gang samfélagsins. Okur er ekki bara stundað af bönkum og símum, tryggingum og olíu. Það er stundað af öllum þeim fyrirtækjum, sem leyfa sér að rukka seðilgjöld. Hátt verðlag og hugmyndarík gjöld eru afleiðing af eymd þjóðarinnar

En mjög góð gein í heild sinni um hvað við látum bjóða okkur


Þetta er náttúrulega komið út í öfgar

Þetta var dýrkeyptur brandari hjá þessum dreng. Ekki sniðugt nú á tímum alheimshræðslu við hryðjuverk.

Frétt af mbl.is

  Táningur sem þóttist beina byssu að David Cameron handtekinn
Erlent | mbl.is | 24.2.2007 | 13:13
Ryan Florence endurtekur leikinn fyrir ljósmyndara AP. Táningspiltur sem þóttist beina byssu að leiðtoga breska Íhaldsflokksins, David Cameron, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að hafa kannabis í fórum sínum. Drengurinn, Ryan Florence, náðist á mynd þar sem Cameron snýr baki í hann. Drengurinn beinir vísifingri og þumli þannig að líkist byssu í átt að Cameron. Myndin var birt í breskum fjölmiðlum í kjölfarið. Sky segir frá þessu.


mbl.is Táningur sem þóttist beina byssu að David Cameron handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn talar tungum tveim

Gat nú verið að yfirlýsingar Jónínu Bjarmarz um eignarnámið væri talaðr niður af formanninum daginn eftir.

Fréttablaðið, 24. feb. 2007 08:00


Útiloka ekki eignarnám

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, getur ekki tjáð sig um hugsanlegt eignarnám jarða við Þjórsá né um ummæli Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra í þá veru að slík valdbeiting sé „fráleit".

„Ég má ekki úttala mig um þetta mál, því samkvæmt stjórnsýslunni verður ráðherra að bíða ef málið kemur til hans á seinna stigi, þá má hann ekki vera vanhæfur [til að úrskurða]." Jón tekur þó fram að það sé „hvergi neins staðar á neinu borði að fara út í neitt eignarnámsferli, það er þvert á móti verið að semja í góðu".

Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður Jóns, tekur fram að þrjú skilyrði þurfi til eignarnáms: Að almannahagsmunir krefjist þess, að lagaheimild liggi fyrir því og að fullar bætur verði greiddar landeigendum. Ljóst sé að heimild finnist í lögum til eignarnáms. Málið snúist því fyrst og fremst um hvort almannahagsmunir séu nægilega knýjandi eða ekki.
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra vildi heldur ekki tjá sig um málið, en benti á sín fyrri ummæli í Fréttablaðinu. Hinn 20. janúar sagði Árni eftirfarandi:

„Lögin leyfa eignarnám og því er það í prinsippinu réttlætanlegt, en auðvitað getur það verið misjafnt eftir einstökum tilfellum. [...] Ég veit hins vegar ekki hvernig þetta mál stendur eða hverjar aðstæður eru í einstökum málum, þannig að ég get ekki svarað fyrir einstök mál."

Þetta má nú færa í ljóð sem gæti byrjað svona:

Framsókn hefur tungur tvær
trúa þeim nú fáir
Eitt í dag og annað í gær
En uppsker svo eins og hann sáir.


Þetta ljóð á frábærlega við nú um stundir bréfasendinga og Baugsmála

Verð að viðurkenna að ég vissi ekki um þetta ljóð fyrr en ég las þetta í dag á síðu Jóns Axels www.jax.is

Þetta ljóð segir allt sem segja þarf:

                                                 Orðið

Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
en láttu það svona í veðrinu vaka
þú vitir, að hann hafi unnið til saka.

En biðji þig einhver að sanna þá sök,
þá segðu, að til séu nægileg rök,
en náungans bresti þú helst viljir hylja,
það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.

Og gakktu nú svona frá manni til manns,
uns mannorð er drepið og virðingin hans,
og hann er í lyginnar helgreipar seldur
og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.

En þegar svo allir hann elta og smá,
með ánægju getur þú dregið þig frá,
og láttu þá helst eins og verja hann viljir,
þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.

Og segðu " Hann brotlegur sannlega er,
en syndugir aumingja menn erum vér,
því umburðarlyndið við seka oss sæmir.
En sekt þessa vesalings faðirinn dæmir."

Svo legðu með andakt að hjartanu hönd.
Með hangandi munnvikum varpaðu önd,
og skotraðu augum að upphimins ranni,
sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.

Já, hafir þú öll þessi happasælu ráð,
ég held þínum vilja þá fáir þú náð
og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður.
En máske, að þú hafir kunnað þau áður!

(eftir Pál J Árdal)


mbl.is Nafnlaust bréf hefur valdið skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin í forystu ríkja sem hanna og framleiða vopn sem bitna á óbreyttum borgurum

Það setur að mér hroll við þessa frétt. Það rifjast upp að Bandaríkin hafa hannað og framleitt öll þau ógeðslegustu vopn sem komið notuð hafa verið síðustu öld.

  • Fosfórsprengjur í Vietnam
  • Kjarnorkusprengjur
  • Flísasprengjur
  • Klasasprengjur
  • Jarðsprengjur

Margar af þessu sprengjum eru þeirrar náttúru að þær springa ekki alltaf allar og verða síðar börnum og saklausum  að tjóni.

Bandaríkin hafa líka alltaf barist á móti öllum bönnum við notkun á slíkum vopnum

Frétt af mbl.is

Bandaríkin hafna því að hætt verði að nota klasasprengjur í stríði
Erlent | AFP | 23.2.2007 | 20:58
Hermaður sést hér halda á smá-sprengjum sem eru voru inni í... Bandaríkin hafa hafnað því að hverfa frá notkun klasasprengna líkt og alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir að verði gert. Frá þessu greindi talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Sean McCormack.


mbl.is Bandaríkin hafna því að hætt verði að nota klasasprengjur í stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú merki um að við þurfum að leggja meiri peninga í áfengismeðferðabatteríið

Anskotans fyllibyttur mega menn vera að geta ekki látið vera að drekka og keyra. Finnst þetta að verða algengara og algengara. Það þarf að fara að dæma menn harðar. Jafnvel í fangelsi við ítrekað brot. t.d. annað skipti sem þeir eru teknir. Eða dæma fólk í áfengismeðferð. Þetta er gjörsamlega ólíðandi.

Það sýnir að þetta fólk á við áfengisvandamál að stríða og auðsjáanlega miklu meira um það en við gerum okkur grein fyrir.

Frétt af mbl.is

  Fimm teknir fyrir ölvunarakstur
Innlent | mbl.is | 23.2.2007 | 12:53
Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt en þeir voru stöðvaðir í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og á Kjalarnesi. Þetta voru fjórir karlmenn, þrír á þrítugsaldri og einn á sextugsaldri, og fertug kona


mbl.is Fimm teknir fyrir ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef verið að hugsa um viðbrögð okkar við fyrirhugaðri skemmtiferð "The porno dogs" til Íslands

 

Nú eru allir að missa sig yfir þeirri frekju og afskiptasemi Hótel Sögu, Borgarinnar, Alþingis og fleiri að hafa mótmælt og jafnvel neitað að hýsa þetta fólk. Ég viðurkenni að þetta orkar mjög tvímælis að gera þetta og getur skapað okkur vandræði í ferðaþjónustunni. Kannski að við verðum fræg af endemum fyrir þetta. EN!! Er þetta ekki líka auglýsing fyrir okkur? þjóð sem sættir sig ekki við atvinnuveg sem elur sem hliðargrein mannsal, kúgun, kynjamisrétti (þar sem að stærstur hluti viðskiptavina eru menn) og niðurlægingu á konum.

Nú hafa kjörnir fulltrúar okkar gefið skýr skilaboð um að þetta sé eitthvað sem við íslendingar þolum ekki. Næst finnst mér að við eigum að útrýma þessum klámbúllum sem eru hér á landi. Það er hálf hallærislegt að menn haldi því fram að þetta sér ekki staðir sem niðurlægi konur. Og eins að það þrífist ekki ýmislegt misjafnt þar með. Það kannski sýnir það best að nær allar konur sem þar vinna eru fluttar inn frá Austur Evrópu einmitt frá sömu löndum og mannsal ásamt öðrum óáran kemur frá.

Því held ég barasta að ég sé ánægður með þessar gjöðir Hótel Sögu sem og yfirlýsingar  borgarstjóra, borgarstjórnar og Alþingis.


Bréfið komið inn á visir.is

Ég hef nú verið að glugga í þetta fræga bréf og það er ekkert smá bréf upp á nokkrar síður. Þar er farið yfir dómana og samsæriskenningar reyfaðar. Og allt málið sagt sett upp sem leikrit og fjölmiðlum blandað inn í þetta. EN svei mér þá ég nenni ekki að lesa þetta núna.

Bréfið í heild er hér

Frétt af mbl.is

  Vitnaleiðslum haldið áfram yfir Jóni Gerald
Innlent | mbl.is | 23.2.2007 | 12:09
Jón Gerald Sullenberger í réttarasalnum ásamt Brynjari... Vitnaleiðslum hefur í dag verið haldið áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir Jóni Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóra Nordica, sem er einn af sakborningum í Baugsmálinu. Í upphafi dómhaldsins í morgun tjáðu saksóknari og verjendur sig einnig um nafnlaust bréf, sem sent hefur verið til ýmissa aðila málsins en gert er ráð fyrir að sérstakur fundur verði um bréfið síðdegis. Ekki er talið að bréfið hafi áhrif á rekstur Baugsmálsins fyrir dómstólum.


mbl.is Vitnaleiðslum haldið áfram yfir Jóni Gerald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband