Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Maður verður bara kjaftstopp

Hverskonar vinnubrögð eru þetta hjá Vinnumálastofnun. Hún er 2x búinn að fara þess á leit við Lögreglu að hún stöðvi fvinnu þessara fyrirtækja svo veitir hún þeim allt í einu 2 vikna frest og sættir sig við að eitthvað annað fyrirtæki gefi út launaseðla sem hefur ekki einu sinni skráða kennitölu.

Hvaða skilaboð er verið að senda öðrum fyrirtækjum sem stunda svona undanbrögð frá því að fara eftir lögum og reglu. Jú fáið ykkur lögfræðing og ruglið aðeins í þeim frá Vinnumálastofnun og þið getið haldið þessu áfram eins lengi og þið þurfið.

Eftirfarandi kafli úr yfirlýsingu AFLs Starfsgreinafélags á Austurlandi sýnir fáránleika þessa máls:

Félagið segir að frestur, sem gefinn var í gær hafi verið veittur á grundvelli launaseðla sem gefnir séu út af fyrirtækinu Nordic Construction line SIA með kennitöluna 999999-9999 á launamenn sem allir eru með kennitöluna 555555-5555. Þessi starfsmannaleiga sé ekki með skráða starfsmenn samkvæmt vef Vinnumálastofnunar.

„Ef þetta eru dæmigerð vinnubrögð forstjóra Vinnumálastofnunnar, sem sjálfur stóð að frestun aðgerða, er ljóst að verkalýðshreyfingin þarf sjálf að annast mál af þessu tagi í framtíðinni. Stjórnin furðar sig jafnframt á því hvaðan þetta fyrirtæki blandaðist inn í uppgjör mála fyrrgreindra fyrirtækja og Vinnumálastofnunar," segir í ályktuninni

Ég bara skil ekki í starfsmönnum Vinnumálastofnunar að verðfella sig svona. Þá ef ég hugsa það hefur Vinnumálastofnun oft tjáð sig um það sem er að, en aldrei beitt sér af fullu afli gegn þeim sem brjóta lög og reglur. Það læðist að manni að Kárahnjúkar og gangsetning véla  ráði þarna miklu. Það er jú á eftir áætlun.


mbl.is AFL segist ekki treysta Vinnumálastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var sem sagt rétt hjá Björgvin viðskiptaráðherra

Menn hafa nú keppst um að gera lítið úr því sem Björgvin G Sigurðarson sagði um daginn að atvinnulífið þrýsti á að taka upp evru. Nú síðast í gær sagði Davíð Oddson að hann hefði ekki fundið fyrir þessum þrýstingi. Og einnig sagði Davíð að Straumur Burðarás væri svo lítil stærð að þó þeir skiptu í evrur þá hefði það engin áhrif.

En nú daginn eftir kemur þessi frétt [um skoðun Sigurðuar Einarssonar]í sem sjálfsagt er byggð á viðtali við Sigurð tekið sama dag og Davíð lét sín orð falla,  en  Stjórnarformaður Kaupþings segir að krónan henti bankanaum ekki lengur. Og ekki nóg með það hann segir að hún henti i ekki atvinnulífinu og bætir víst við að hún sé á síðustu metrunum. Held að Davíð geti ekki kallað Kaupþing litla stærð því að þeir velta nærri meira en íslenska ríkið.

Frétt af http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item168949/

Íslenska krónan hentar hvorki íslensku þjóðfélagi né Kaupþingi segir Sigurður Einarsson stjórnarformaður bankans. Hann segir að krónan sé að syngja sitt síðasta. Sigurður segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag það verða sífellt augljósara að íslenska krónan henti bankanum ekki lengur og heldur ekki íslensku þjóðfélagi. Hann segir að mjög athyglisvert hafi verið að fylgjast með þeim umræðum sem hafi farið undanfarið um einhliða upptöku Evru.

Sigurður gerir fastlega ráð fyrir því að bankinn sæki um að gera upp í evrum og skrá hlutabréf sín í evrum.

Og síðar segir hann m.a.

„Íslenskir gjaldmiðillinn er ákaflega lítill og óstöðugur og mjög fáir fylgjast með honum. Hann er í raun ekki gjaldmiðill sem hægt er að notast við, og það sýnir sig best í því að það er ekki til vaxtalína í óverðtryggðum íslenskum krónum," segir Sigurður.

Hann segist ekki sjá sterk rök fyrir því að taka ekki upp einhliða evru. Hann vill stíga skrefið til fulls og ganga í Evrópubandalagið. Það er skoðun Sigurðar að leggja eigi krónuna af, því fyrr því betra. „Ég held að hún sé að syngja sitt síðast. Það getur verið að hún lafi í nokkur ár engum til gagns og engum til ánægju."

Á  Eyjunni má finna fína úttekt á skoðn Sigurðar Einarssonar sem hægt er að nálagst hér


mbl.is Sigurður: Krónan hentar ekki Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það rétt að þetta séu nýjar tekjur?

Er ekki staðreyndin sú að menn sem hafa til þess tækifæri eru með ýmsu móti að færa sínar tekjur meira yfir í fjármagnstekjur til að sleppa við að borga eins mikinn tekjuskatt. Og þó að tekjuskattur aukist vegna aukinnar veltu í þjóðfélaginu þá væri hann enn hærri ef þessir menn/fyrirtæki  greiddu tekjuskatt af þessum tekjum/hagnaði.
mbl.is Fjármagnstekjur Íslendinga vaxa ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo mælir Seðalbankastjóri sem boðar óbreytta tæplega 14% stýrivexti

Það er fyndið  að Davíð sem hefur nærri allan sinn tíma sem seðlabankastjóri hækkað vexti og samt ekki tekist að ná markmiðum bankans varðandi verðbólgu, leyfir sér samt að gera lítið úr öðrum. Hann segir:

“Ég segi hins vegar persónulega frá mér,” sagði Davíð, “að það að kalla hér einhverja spekinga - sem segja að lönd sem ekki hafa ráðið sínum eigin fjárhag og hafa hengt sig aftan í til að mynda dollara vegna vandræðagangs síns, að bjóða upp á það að horfa á slíka spekinga eins og naut á nývirki að bjóða upp á það sé einhverja lausn fyrir Íslendinga, mér finnst það sprenghlægilegt, satt að segja,” sagði Davíð Oddsson og bætti við: “Þetta er ekki ályktun bankastjórnarinnar, ég svona lýsi þessu fyrst að þu spyrð, mér finnst það sprenghlægilegt satt að segja.”

Samt er hann að boða að verðbólga hér verði yfirmarkmiðum a.m.k. fram á mitt næsta ár. Og hann gerir líka litið úr því að Straumur Burðarás er búinn að færa hlutbréf sín yfir í Evrur. Samt ætti hann að vita að þetta boðar væntanlega að fleiri fyrirtæki geri það líka. Og þá verður hér tvöfalt gjaldmiðlakerfi og kostnaður af krónunni færist í meira mæli yfir á okkur.

Gleymir líka að hann er bara engin sérfræðingur um þessi mál. Hann er held ég menntaður lögfræðingur.

Held að það væri hollt fyrir verkalýðsfélög hér á landi að athuga það í næstu samningum að opna á að laun verði greidd í evrum. Þannig mundi fólk tryggja sig gegn væntanlegum gengisfellingum. Því að það spá því nær allir að krónan eigi eftir að falla verulega. Síðan gæti fólk tekið erlend lán til að komast hjá þessari hrikalegu verðtryggingu. Og með þessari þróun þá værum við búin að taka í raun ákvörðun fyrir Ísland. Þá ættu stjórnmálamenn og fyrrum stjórnmálamenn í Seðlabankanum ekki möguleika á að koma í veg fyrir upptöku evru.


mbl.is Fáránlegar hugmyndir að taka upp evru án þátttöku í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég bara trúi því ekki að menn geti bara kjaftað sig frá þessu

Það er ekki lýðandi að fyrirtæki fái að komast upp með að halda hér áfram starfsemi án þess að fara að þeim lögum og reglum sem Vinnumálastofnun er ætlað að framkvæma. Þá er heldur ekki hægt að líta fram hjá því að verklýðsfélög hafa bent á þetta um marga missera skeið.

Ef við höldum svona áfram þá fara fyrirtæki að stunda það að ráða hér inn fólk á undirlaunum, borga ekki af þeirra vinnu skatta og gjöld til ríkisins, undirbjóða þau fyrirtæki sem fara að lögum. Þegar að gerðar eru athugasemdir er málin dregin eins lengi og hægt er. Síðan koma einhverja dagsektir sem eru einhver hlægileg upphæð sem þeir geta sparað með þvi að brjóta bara betur á þeim verkamönnum sem hjá þeim starfa. Svo loks þegar á að loka starfsemi þá er það Vinnumálastofnun sem á að lúffa því að fyrirtæki beita einhverjum lögfræðiklækjum. Þetta á að vera öfugt þannig að fyrirtækinu er lokað þar til að það hefur sýnt fram á að allt er í lagi.


mbl.is Talið að starfsemi Hunnebek og GT verði ekki stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta ber þess merki að stjórn Kaupþings er ekki að standa sig gagnvart hluthöfum.

Finnst nú alltaf skrýtið að sjá öfgarnar sem koma fram í öllu sem íslendingar gera. Með því að borga þeim hærri laun en í öllum öðrum fyrirtækjum á Norðurlöndum þá eru hluthafar að tapa hundruðum milljóna sem annars hefðu farið í hagnað. Ég man þá tíð þegar frystihússtjórar voru með hæst launuðustu mönnum hér áður jafnvel þó þeir væru að sigla starfseminni í strand. Starfsfólkið aftur á móti var lágt launað og sent heim launalaust þegar möguleiki var. Þarna voru laun forstjóra út öllu korti við árangur og framlag hans til fyrirtækisins.

Kaupþing hefur jú vaxið gríðarlega en ég er viss um að það er ekki eingöngu fyrir vinnu Forstjóra og Stjórnarformanns. Ég held að annað starfsfólk bankans eigi þar líka hlut að máli sem og það fólk sem skiptir við bankann. Gaman að vita hvort að starfsfólk kaupþings sé hæst launaðasta starfsfólk fyrirtækis á Norðurlöndum eða hvort að almennir viðskiptavinir bankans séu að fá bestu kjör allra banka á Norðurlöndum líka.

Frétt af mbl.is

  Stjórnendur Kaupþings tekjuhærri en forstjóri Nokia
Viðskipti | Morgunblaðið | 6.9.2007 | 5:40
Sigurður Einarsson (t.v.) og Hreiðar Már Sigurðsson. Forstjóri Kaupþings og starfandi stjórnarformaður félagsins, þeir Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, voru á síðasta ári tekjuhæstu stjórnendur fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi. Frá þessu greinir sænska viðskiptavikuritið Affärsvärlden.


mbl.is Stjórnendur Kaupþings tekjuhærri en forstjóri Nokia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar einhver að halda því fram að þetta sé ekki skipulagt plott frá upphafi?

Á mánudag er ákveðið að "háeffa" Orkuveituna. Á þriðjudag er tilkynnt að forstjórinn fari í leyfi frá störfum til að stýra dótturfélagi. Og nú í dag segir Björn Ingi:

Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs útilokar þó ekki að raforkuhluti Orkuveitu Reykjavíkur, verði klofinn frá öðrum hlutum fyrirtækisins, samhliða breytingu á rekstrarformi. Hann leggur þó áherslu á að ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum og segir að þetta hafi ekki verið rætt sérstaklega. Hann segir að nú sé unnið að því að skilgreina samþykktir fyrir hlutafélagið orkukveituna og leggja drög að lagatexta; en breyta þarf lögum um orkuveituna frá 2001, til þess að breyta henni í hlutafélag. Þar verði kveðið á um að fyrirtækið verði áfram í samfélagslegri eigu; eins og fram kom í máli borgarstjóra í fréttum í gær. Björn Ingi segir að gagnsæi hafi verið aukið í rekstri orkuveitunnar undanfarið og einingar innan hennar gerðar sjálfstæðar. Hann nefnir sem dæmi Gagnaveituna, og fyrirtækið Reykjavík Energy Invest; sem sé í útrás í orkumálum [ www.ruv.is   ]

Jam það á að kljúfa orkuveitunna niður í í smærri hluta sem þeir halda að verði auðveldara að selja. Minni líka á að orkuveitan er að verða stór hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja sem þegar er "háeffuð" Og nú vantar bara að þar verði tilkynnt um að mögulega verði rafmagnsframleiðsla og sala klofin frá. Síðan verður rafmagnssala og framleiðsla OR seldur einkavinum sem um leið eignast ráðandi hlut í rafmagnshluta Hitaveitu Suðurnesja. Og þá er það fyrirtæki komið með um 80% heimila í landinu undir sinn væng. Og í raun einokun.


mbl.is Ákvæði í lögum um að OR verði áfram í samfélagslegri eigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei bíddu voru þeir ekki að spá því að hratt drægi úr viðskiptahallanum á þessu ári?

Fannst að ég hefði hlutstað á meistara greiningadeilda síðasta vetur að hratt mundi draga úr viðskiptahalla nú þegar að aðföng í álverið og Kárahnjúka eru að mestu komin til landsins. Og eftir það mundi fara að draga hratt úr þennslu. Einnig að vextir Seðalbanka mundu fara að bíta smátt og smátt og draga úr einkaneyslu. Ekki skv. þessu!

Fer að halda að þetta smá markaðssvæði okkar hér lúti bara allt öðrum lögmálum en almennt gerist í heminum. Held að nokkrir menn ráði nokkurnvegin hvort hér sé verðbólga, þennsla og háttgengi krónunar. Þessi menn stýra fjármálafyrirtækjunum og með klækjum og úthugsuðum aðferðum viðhaldi þeir ástandinu til að tryggja bönkunum hagnaðinn sem þeir hafa af því að taka erlendi lán óverðtryggð og lána okkur veð háum vöxtum og verðtryggingu sem verður þá hreinn gróði fyrir þá. Og af því að markaðurinn er svo lítill þá þurfa þessar aðgerðir þeirrra ekki að vera svo stórtækar. T.d. gæti maður séð fyrir sér að þeir séu í samstarfi við aðila sem eru að gefa út krónu- og jöklabréf. Sem nú eru orðin slík upphæð að reyndir menn segja mér að Seðlabankinn gæti illa lækkað vexti nú því þá yrði slíkt flæði af gjaldeyri úr landi vegna innlausnar á þessum bréfum


mbl.is Viðskiptahallinn tvöfaldaðist milli ársfjórðunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér lyktar allt af baktjaldamakki.

Reykjavik Energy Invest er dótturfélag Orkuveitunar. Forstjóri Orkuveitunar fer í leyfi í 7 mánuði til að taka að sér stjórn dótturfélags. Þetta gerist daginn eftir að ákveðið er að "háeffa" OR.

Verðið að afsaka að ég kaupi þetta ekki. Þarna er kannski verið að tryggja manninum hærri laun en orkuveitan getur greitt og setja hann því í leyfi þar til að orkuveitan er formlega orðin hf. Svo hann fái veglegar kauphækkanir.

Ef að ekkert byggi annað að baki þessu þá hefði hann sem forstjóri OR vel getað sinnt málum Reykjavik Energy Invest á þess að fara formlega í leyfi.

Það er leiðinlegt að segja það að maður hefur bullandi trú að nú sé í gangi plott sem eigi að enda á næstu árum í "einkavinavæðingu" OR  og þetta sé hluti af því. En ég bendi á að "Verkin sýna merkin" síðustu árin. Það átti ekki að selja símann þegar hann var einkavæddur, ekki bankana og svo framvegis. EN það stóð ekki lengi.

Hér á á SV horninu á OR orðið allar Hitaveitur nema á Reykjanesi og þar af leiðandi allar lagnir í hús og því getur einkavædd orkuveita sett upp það verð sem hún vill því það eru ekki aðrir möguleikar fyrir fólk að kynda hús sín. Því er eðlilegt að menn dreymi um að eignast OR

 


mbl.is Guðmundur Þóroddsson leiðir Reykjavik Energy Invest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju var ekki fyrirtækinu lokað þar til að gögnin voru komin?

Mér finnst að opinberar eftirlitsstofnanir verði að vera harðari gagnvart fyrirtækjum sem eru að brjóta lög. Það er alveg á hreinu að einstaklingar íslenskir væru ekki látnir komast upp með því líkt. Minni t.d. á þegar lögreglan klippir af bílum og innheimtu aðgerðir sýslumanna. Sæi í anda að þeir mundu hætta við ef maður sýndi þeim hundraðkall og segðist ætla að greiða þetta á morgun.

Svo geta fyrirtæki komist upp með að þverbrjóta reglur hér. Brugðist síðan við þegar þau frétta af því að lokun standi fyrir dyrum og sent einhver gögn og þar með aðgerðum gagnvart fyrirtæki frestað!

Aumingjaskapur og undirlægju háttur gagnvart virkjunarframkvæmdum Landsvirkjunar sem virðast svo valda miklir að ekki er hægt að koma lögum yfir fyrirtæki í þeirra þjónustu.


mbl.is Hætt við að biðja um stöðvun fyrirtækis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband