Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Borgin hefði greitt upp húsnæðið á 8 til 9 árum

Mér sýnist að skv. þessum greiðslum hefði Borgin greitt þetta húsnæði upp á 6 til 7 árum. Það hefur varla kostað meira en 2 til 3 milljarða í byggingu. og 414 milljónir í t.d. 7 ár gera um 2,9 milljarða. Og eftir það  næstu 19 árin má áætla að hrein hagnaður af þessu verði töluverður hjá Eykt. Það er eðlilegt að fólk velti fyrir sér af hverju Reykjavík byggði ekki sjálf undir starfsemi sína. Það hefði kannski kostað segjum 3 milljarða sem hefðu borgað sig upp miðað við þetta á innan við 10 árum.
mbl.is Ársleiga í Borgartúni 414 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eimskip skuldar meira en Alitalia

Heyrði það í kvöld í einhverjum fréttatíma að skuldir Eimskips væru svipaðar og  skuldir Alitalia. Sem í sjálfu sér segir manni kannski ekkert en samt er Alitalia að fara á hausinn.  Skuldir Eimskips eru eitthvað um 1,177 milljörðum evra.  Og Alitalia skuldar um 1,2 milljörðum evra
mbl.is Gjaldþrot blasir við Alitalia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oriðið dálítið þreytandi!

Maður fer nú að verða þreyttur á þessum fullyrðingum Geirs og fleiri. Maður man eftir þeim nokkrum:

  • Þegar verið var að vara við þenslunni sem gæti fylgt miklum fjárfestingum m.a. Norðuráli, Kárahnjúkum og fleiri þá var talað um að vissulega gæti komið smá verðbólguskot í endan á því. En fyrr má nú fyrrvera. Skotið er nú búið að standa yfir í tæp 2 ár.
  • Það hafa verið gefnar síðustu ár yfirlýsingar um að vextir muni nú lækka á næstu mánuðum og ekkert gerist.
  • Nú í vor sagði Geir að botninum væri náð. En það er ljóst að botninn er mun dýpri en Geir taldi.
  • Og svo eru það greiningardeildirnar sem eru nú kaflar út af fyrir sig. Þar eru fullyrðingar eins og:
    • Fasteignaverð á bara eftir að hækka héðan frá sögðu þær fyrir 2 árum
    • Hlutabréf eiga eftir að hækka fljótlega sögðu greiningardeildir síðasta haust þegar hlutabréf tóku dýfu. En hvað hefur skeð?
  • Og nú kemur Geir og segir að veiking krómunar sé tímabundin. Hún eigi eftir að hækka aftur, menn viti bara ekki hvenær.  ´

Ég meina hvað eiga menn við með "verðbólguskot" og "tímabundna veikingu" ef ástand  varir og versnar um mánaðar- eða árabil é ekkert tímabundið við það.

Síðan velti ég fyrir mér hvernig menn rökstyðja að gjaldþrot banka í Ameríku hefur áhrif á krónuna en ekki dollar eða evru. Held að þessi skýring sé langsótt.


mbl.is Staða krónunnar tímabundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð sögusögn

Eftirfarandi er tekið af http://eyjan.is/ordid/

Óþjóðholla bandalagið

Orðið á götunni er að þegar ljóst var í upphafi árs hvert stefndi í efnahagsumhverfinu hafi verið tekin sú ákvörðun í efsta lagi eins af viðskiptabönkunum að leggjast á krónuna í þeim tilgangi að veikja hana svo um munaði.  Ástæðan var einfaldlega sú að menn þar á bæ sáu ekki aðra leið færa til þess að bjarga afkomu ársins 2008.

Orðið er að um leið hafi sömu aðilar smalað saman aðilum úr illa förnum útrásarhópi landsmanna og gefið þeim kost á að rétta sig af með því að vera með í leiknum og taka stöður á móti krónunni.

Orðið á götunni er að nokkrir einstaklingar, þar með talið æðstu stjórnendur eins af bönkunum, hafi verulega persónulega hagsmuni af veikingu krónunnar og að það styttist í að svokölluðu 180 markmiði verði náð, en það var það gengisvísitölu-markmið sem hópurinn setti sér þegar hann lagði af stað.

Gengisvísitalan endaði í nýrri methæð í dag, 175,95 stigum. Innan dagsins fór fór hún hæst í 178,45 stig.

 

Svakalegt ef þetta er satt 


mbl.is Segir gengið munu lækka enn frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nú ekki alveg að skilja þessar ályktanir Glitnis út frá þessari greiningu

Hvernig geta þeir sagt að staða heimila sé afar góð til að mæta þessari niðursveiflu?

  • Þó að eignaraukning hafi orðið með hækkandi fasteignaverði þá gagnast það lítið ef að fólk getur ekki losað um þær í þrengingum. Það selst anskotans ekki neitt núna í dag
  • Heimilin geta heldur varla farið í banka til að mæta niðursveiflunni með endurfjármögnun, því bankarnir lána ekki nema á afar vöxtum.
  • Sé ekki að þegar vanskil og dráttarvextir fara að koma á lánin að bankarnir spari við sig að leggja innheimtukostnað á heimilin og þá verður þetta fljótt að fara úr böndunum.
  • Bendi líka á fyrst þeir eru að tala um heimilin að nú gætu ný vandamál komið til sögunar en það eru unglingar og ungt fólk sem bankarnir hafa verið duglegir að safan í skuldara hóp sinn. Held að mörg heimili eigi eftir að komast í vanda þegar þessi lán fara að falla á unga fólkið.

mbl.is Staða heimilanna afar góð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn opin í báða enda!

Þetta er alveg makalaust.

Þarna kynna þeir skýrslu sem segir að fyrri ríkisstjórnir haf farið mjög óvarlega varðandi efnahagsmál. Framsókn lætur nú eins og hún hafi þar hvergi komið nærri. Minni á 90% húsnæðislánin. skattalækkanir á óheppilegum tímum. Síðan má tala um risavirkjun og álver sem hent var inn með kannski svona 200 milljörðum af erlendu fjármagni sem tekið var að láni. Það voru margir sem vöruðu við að þetta yrði til þess að hér færi allt á hliðina.

Fannst einmitt fyndið að það var fyrrum formaður stjórnar Landsvirkjunar Jóhannes Geir sem lét eftirfarandi frá sér í þessari frétt:

Í máli Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, fyrrverandi alþingismanns og formanns gjaldmiðilsnefndarinnar, kom fram að frá árinu 1995 hefði íslenskt þjóðfélag verið á hraðri leið frá hefðbundnu framleiðslusamfélagi til þjónustu- og þekkingarsamfélags. Á þeim uppgangstímum sem ríkt hefðu á síðustu árum hefði hins vegar þurft að standa betur að hagstjórninni. Sagði hann það mat nefndarinnar að óheppilegt hefði verið að samtímis hefði verið farið í aðgerðir sem stuðluðu að aukinni þenslu, s.s. með miklu framboði húsnæðislána fjármálafyrirtækja og skattalækkunum hins opinbera. Á sama tíma hafi einnig verið nánast ótakmarkaður aðgangur að erlendu lánsfé á lágum vöxtum sem hafi orsakað mikla aukningu í neyslu og framkvæmdum á nær öllum sviðum.

Síðan kemur niðurstaðan en það er að þarf að styrkja krónuna eða taka upp evru. Vá ekki nýjar fréttir og hvernig ætlar framsókn að vinna úr þessu:

Inntur eftir því hvernig flokksforystan hygðist nýta sé niðurstöður skýrslunnar sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, ljóst að útfæra þyrfti báðar leiðir en hins vegar væri það síðan þjóðarinnar að kjósa um endanlega niðurstöðu. 

Bíddu hvernig á þjóðin að kjósa um þetta? Þetta eru ólíkir kostir sem og að Guðni vill skv. fréttum í dag að kannað yrði hvort við gætum troðið okkur inn á evruna í tengslum við ESS samninginn. Bíddu það var síðast yfirmaður samningaviðræðna um inntöku nýrra landa í ESB sem sagði það algjörlega vonlaust. Og ég spyr þegar við tökum upp evru og erum búin að taka upp stóran hluta af lögum og reglum ESB af hverju í ósköpunum eigum við ekki að ganga í ESB frekar.

Og ég skil ekki af hverju að menn tala um að það mundi ekki bæta stöðu okkar hér ef við værum með evru nú. Held að menn gleymi að með evru værum við þó laus við

  • Að þurfa að fást við 40% gengisfall krónunnar
  • Værum ekki að taka milljarða að láni til að verja gengi krónurnar.

Ég spyr líka hvernig vill framsókn fara að því að styrkja krónuna. Á að búa aftur til tímabundið sýndargegni með því að virkja hér allt sem hægt er, sem mundi svo leiða til enn meiri hörmunga þega það væri yfirstaðið.

Finnst margt gott í þessari skýrslu en held að Guðni sé ekki maður til að fylgja því eftir. Þegar hann segir í dag að við "eigum að hætta að sparka í krónuna" já maður má ekki vera vondur við hana.


mbl.is Efling krónu eða upptaka evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgisvæðing

Maður verður oft hugsi yfir íslendingum. Ég var að hugsa um síðustu 25 árin hér og mér virðist vera regla hér að á nokkra ára fresti koma upp hér bólur sem allir ætla að verða ríkir af. Þær virðast blómstra og fleiri og fleiri vilja verða með. Menn lifa hátt um stund og svo virðist allt hrinja með reglulegu millibili.

Nokkur dæmi:

  • Vídeóleigur. Ég man þá tíð þegar fyrstu leigurnar byrjuðu. Þær gegnu vel í upphafi en fjölgaði gríðarlega og tóku sjálfsagt veltu hver frá annarri. Það var þannig á tímabili að það var leiga í öðrum hverjum bílskúr. Síðan hurfu þær á skömmum tíma og aðeins nokkrar héldu velli.
  • Pizzakeðjur.Maður man eftir blaðagreinum þar sem t.d. eigendum Pizza 67 virtist ekkert vera ómögulegt og manni sýndist þeir stefna á heimsyfirráð. En síðan hurfu þeir eins og dögg fyrir sólu. Ég sá einn stað á Egilsstöðum fyrir nokkrum árum og var ekki einn i Kaupmannahöfn. Nokkrar keðjur eru enn starfandi sem hafa sjálfsagt sterka á bakvið sig.
  • Internetbólan. Hver man ekki eftir OZ og fleirum og síðan kom bylgja af mönnum sem ætluðu að verða milljarðamæringar á skömmum tíma. Menn lögðu í þetta eins og fyrri daginn aleiguna og margir sem komu sjálfsagt ill á út úr þessu.
  • Pýramídakeðjurnar. Þær hafa gegnið reglulega hér yfir og allir reiknað með að verða forríkir með lítilli fyrirhöfn.
  • DeCode. Þar sem að menn tóku gríðar lán þar sem að þeir horfðu á aðra sem voru að græða á hækkandi verði sem bankarnir kynntu undir til að losna við ábyrgð sína á þessum hlutabréfum.
  • Hlutabréfakaup. Nú fyrir nokkrum árum fóru margir að kaupa hlutabréf og voru fullvissaðir af sérfræðingum að hér mundu hlutabréf í heildina bara hækka og hækka. Og fólk fór að fá lánað til að græða en svo hrundi allt.

 Auðvita voru alltaf einhverjir sem græddu. En það virðist fylgja þeim sem græða  að þeir vilja alltaf meira. Og allir vildu lána þeim svo þeir keyptu alltaf meira.

Í blöðum voru þessir menn hafnir upp til skýjanna og alltaf verið að reikna hvað þeir áttu marga milljarða. En svo er þetta að hrynja í andlitið á þeim.

Það sem maður veltir fyrir sér er af hverju þegar menn eiga meira en milljarð létu þeir ekki staðar numið? Tóku út sína peninga og komu þeim í örugga ávöxtun? Það er nokkuð ljóst að ef menn eiga milljarð á eðlilegri öruggri ávöxtun þá eru þeir búnir að tryggja sér um eða yfir 100 milljónir á ári ofan á höfuðstól. Þannig að færa má rök að því að þeir gætu eytt 70 til 80 milljónum á ári það sem eftir væri ævinar og samt skilið eftir sig fyrir afkomendur sína.


mbl.is Lausafjárkreppan versnar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránlegt að gefa út þetta leyfi strax!

Ef ég veit rétt er ekki búið að afla orku fyrir þetta álver. Það er ekki búið að semja um línulagnir. Það raflina er ekki einu sinni búið að ákveða hvort þær verða grafnar í jörðu. Menn segja að það sé margfallt dýrara. Það þarf enginn að segja mér að fyrirtæki eins og Norðurál sé byrjað að byggja án þess að vita á hvaða verði þeir kaupa orkuna á með flutningskostnaði. Því fer maður að halda að þarna sé eitthvað baktjaldamakk á ferðinni eða að þeir hafi í höndunum samning sem komii til með að velta þeim umframkostnðai yfir á okkur almenna neytendur. Eða þá í versta falli að þeir séu komnir af stað til að búa til þrýsting á að ódýrasta leiðin sé farin þ.e. línulagnir.
mbl.is Álverið fær starfsleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar greinar í Morgunblaðinu í dag um stöðu efnahagsmála

Fyrri greinin er eftir Þröst Ólafsson

 þröstur

Þar segir hann m.a.

Stóriðjan á ekki lengur að leysa vanda einhæfs atvinnulífs heldur skal hún leysa þensluskort á Húsavík, vannýtta hafnaraðstöðu í Helguvík, orkuvanda Jakobs Björnssonar, og nú síðast einnig efnahagsvanda Íslendinga. Það er þetta síðastnefnda sem ástæða er til að staldra við, því það eru ný sjónarmið að ætla stóriðjuframkvæmdum að koma í staðinn fyrir skynsamlega stjórnun efnahagsmála.

Sú skoðun er hávær að nú megi alls ekki staldra við og leyfa þenslunni að sjatna og bíða með frekari stóriðjuframkvæmdir; yfirvofandi kreppa kalli á nýjar framkvæmdir og þann tímabundna hagvöxt sem þeim fylgja.

Það er sérkennilegt að þegar örlar á því að efnahagslífið taki smá skref í átt að jafnvægi skuli vera hrópað á meiri framkvæmdir og nýja þenslu.

 

Mjög fín grein hjá Þresti þar sem hann greinir ástandið og hvað hægt sé að gera. Hann varar við að reyna að laga óstöðuleika í efnahagslífinu með því að viðhalda þenslu sem að fólk og fyrirtæki hafa skapað með offjárfestingum og skuldum. Hann vill að við vinnum að því að ná tökum á þessu með því að fara hægt í fjárfestingar og stórframkvæmdir.

 

Síðan er það grein eftir Ragnar Ögmundsson.

 Ragnar

Þar segir hann m.a.

Laizzes faire

Haustið 2004 varð vart „auðsáhrifa“. Fólk sá fasteign sína hækka í verði umfram almennt verðlag og hélt að það væri orðið efnaðra en áður. Það tók löng lán út á hækkunina og keypti skammvinn verðmæti. Allar götur fram til vors 2007 hélt dansinn í kringum gullkálfinn áfram. Sagt hefur verið að það sé hlutverk seðlabanka að fjarlægja veisluföngin þegar loksins er farið að vera fjör í partíinu. Það brást og telst til mistaka. Árið 2003 var bindiskylda afnumin. Útlán jukust mikið. Árið 2004 hækkaði Íbúðalánasjóður lán sín í 90%, áfram var þó óbreytt „þak“ á lánum sjóðsins. Þetta notuðu bankar sem tylliástæðu til að fara í stríð við ríkið. Þeir auglýstu jafnvel 100% lán án nokkurs þaks og létu sér í léttu rúmi liggja að þetta hækkaði verðið. Þeir lánuðu jafnóðum aftur út á hækkunina. Það er jafn gáfulegt og að sitja á grein sem maður er að saga af tré. Sveitarfélög á SV-horninu voru óviðbúin, skortur varð á framboði lóða. Þó er nóg til af byggingarlandi. Lagt var í opinberar framkvæmdir sem gátu beðið, s.s. jarðgöng.

Við þenslunni átti að bregðast strax með því að draga inn fé af markaðnum. Ef menn vildu ekki bindi skyldu átti að gefa út ríkisbréf. Það hefði hækkað raunvexti strax, slegið á þensluna og aðrir vextir því ekki farið í þær hæðir sem síðar varð. Í stað þess að bregðast við afnámu menn og lækkuðu skatta, helltu olíu á eldinn. Allt tilheyrir þetta fyrri ríkisstjórn.

Þegar peningum er dælt inn í hagkerfi eins og hér gerðist verða peningar í umferð of miklir m.v. þau verðmæti sem spurn er eftir. Of margar krónur taka að eltast við takmörkuð gæði. Þess vegna er brýnt að vakta peningamagnið og bregðast strax við óhóflegri aukningu með því að draga fé inn á móti. Án slíks eykst verðbólga og gengi fellur. Loks harðna peningarnir í formi steinsteypu í hálfbyggðum húsum og bindast í auknu rekstrarfé fyrirtækja, sem er bein afleiðing verðbólgu. Þá er orðið of seint að draga inn fé. Úr því sem nú er komið er eina leiðin að halda vöxtum háum. Bókstafstrú á afskiptaleysi í hagstjórn er innsti kjarni vandans

Hann færir að því rök að við erum að súpa seyðið af vanstjórn fyrri ríkisstjórnar, óstjórn bankana og fleira.

Hann færir að því rök að við megum búast við lægð í kaupmætti næstu árin. Sem og að hann bendir á þessa ofurtrú vissra markaðslausnir sem fylgi óheftu frelsi.

Góðar greinar sem fólk ætti að lesa.

 


Furðuleg fyrirsögn.

Hef ekki fundið svona fyrirsögn um Hafnafjörð. Þó hefur hann vaxið hlutfallslega eins og Kópavogur.

kop_vs_hafn

Og hér fyrir neðan sést að flest öll síðustu ár hefur fjölgað meira í Hafnafirði.

kopavogur_hafnafj
Og hér fyrir neðan má sjá fjölgun á ári í Kópavog og Reykjavík
kopvsreyk 

mbl.is Kópavogsbúar þenja sig í 30 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband