Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Bankaleynd!!!!!!

Var það ekki inntak í því sem Davíð sagði síðast þegar hann hitti viðskiptanefnd. Þar neitaði hann að svara nokkru og vísaði til bankaleyndar.

Reyndar skrýtið að halda að fráfarandi seðlabankastjórar hafi eitthvað uppbyggilegt að segja mönnum þar sem þeir eru ekki að fara með góðu. 


mbl.is Seðlabankastjórar á fund nefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Haraldur hagfræðingur hafi misst af Kastljósi?

Mikið afskaplega eru menn að fá mismunandi niðurstöður út úr þessu dæmi. Tryggvi Þór Herbertsson færði að mínu mati ágætis rök fyrir að skuldir okkar yrðu ekki nema 465 milljarðar. Nema! Kannski ekki rétt orð. En hann talaði um að stórhluti af því sem við tökum að láni eru peningar sem ekki er stefnt að því að nota heldur fara í gjaldeyrisvaraforðan. Svo kemur þessi Haraldur sem segist hafa skoða þetta allt og við komum til með að skulda 2000 milljarða og þetta getum við ekki greitt. Hann reyndar talar ekkert um að rúmlega helmingur skulda verður í íslenskum krónum og við erum ekki að greiða vexti af lánum frá IMF og vinaþjóðum nema að við notum þetta fé, sem stendur ekki til.

Það væri gaman ef að menn vöruðust það að hræða fólk hér of mikið. Munum að það er til viðkvæmt fólk sem hreinlega getur gripið til örþrifa ráða og gert sér og öðrum eitthvað sem ekki verður aftur tekið.

Skv. Tryggva verða skuldir varlega áætlaðar 465 milljarðar jafnvel lægri en það fer eftir gengi krónunnar á þeim tíma sem þær koma til greiðslu. Og þetta svarar til 30 til 40% af landsframleiðslu. Og sú staða gerði það að verkum að innan nokkra missera væri staða okkar jafnvel betri en þeirra þjóða sem eru að ganga í gegnum þessa fjármálakreppu.

Er það ekki rétt  Haraldur er eða var framkvæmdarstjóri  Nysis sem var að byggja tónlistarhúsið og fleira skemmtilegt. Eðlilegt að hann sé svartsýnn 


mbl.is Erlendar skuldir þjóðinni ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skv. þessu gætu Samfylking og Vg myndað stjórn án framsóknar

Þó þetta sé bara skoðanakönnun og margt eigi eftir að breytast þá segir þetta að sveiflan er til vinstri svo ummunar. Skv. þessari könnun gætu Vg og Samfylking myndað meirihluta með 35 þingmenn. Nú held ég að leðjukastið sé hafið fyrir alvöru! Það verður allt týnt til. Forsetinn, hin og þessi bréf, viðskipti þingmanna, stöðuveitingar og í raun allt sem stjórnarþingmenn gera verður gert tortryggilegt. Nú er það þjóðarinnar að sjá í gegnum þetta og láta ekki lygar og hálfkveðnar vísur móta dómgreind sína. Horfum á verkin, ekki einhvern tilbúin vandamál frá íhaldinu.

Einnig spennandi að sjá hvernig Framsókn höndlar þessi úrslit.


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru Sjálfstæðismenn að pæla?

Ég veit að ég var búinn að skrifa um þetta fyrr í dag. En ég verð að bæta við þetta. Ég rakst á þessa tilvitnun í ummæli Geirs á Alþingi í dag

Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki, sagði á þingi í dag að hann hefði spurst fyrir um málið hjá AGS með formlegum hætti. Í svarinu hefði komið fram að Það væri algerlega í höndum stjórnvalda hvernig farið væri með athugasemdir af hálfu sjóðsins. „Ríkisstjórn hinnar miklu siðbótar... og aukins gegnsæis... hefur á fyrstu dögum haft rangt við í þessu máli.“
Jóhanna ítrekaði að þingmaður sem beðið hefði um allar upplýsingar fengi þær allar og ekkert væri að fela í málinu.

Geir sagði að upphaflegar athugasemdir AGS yrði að birta og spurði hvort Jóhanna hefði leitað til trúnaðarmanna Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þeir væru Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri.

Bendi sérstaklega á síðustu setningu í tilvitunni.

Geir hlýtur að gera sér grein fyrir að þetta umrædda frumvarp er til að koma Davið frá m.a. Og af hverju í ósköpunum ætti Jóhanna að eiga samskipti við embættismann sem er búinn að lýsa yfir stríði við íslensku þjóðina? Mann sem sem lýsti því yfir að hann vonaði að aðkoma AGS að málum hér mundi ekki leiða yfir okkur niðurlægingu? Af hverju er þessi maður ennþá trúnaðarmaður okkar við AGS.

Og eins ef að Geir hefur talað við AGS af hverju sýnir hann ekki bréfið sem hann hefur sannanlega aðgang að hjá Birgi Ármannssyni sem var búinn að sjá það áður en Jóhanna og ríkisstjórnin.

Það er öruggt að það eru aðfinnslur við upprunalega frumvarpið í þessari umsögn. En sorry Geir það veit öll þjóðin núna og það er þingsins að laga það.

 


mbl.is Segir Jóhanna ósatt um trúnaðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vakir fyrir Birgi Ármannssyni

Hann hefur upplýst að hann vissi um umsögn AGS um seðlabankafrumvarpið á undan Jóhönnu. Og taldar lýkur á því að þær upplýsingar hafi borist honum úr Seðlabankanum. En hvað ætlar hann að gera með þessari beiðni um allar upplýsingar? Veit hann af einhverju misjöfnu eða er hann bara að reyna að slá sig til riddara í kosningarslagnum?

Það er búið að upplýsa að AGS gaf umsókn um málið hvort sem hún var umbeðin eða ekki. Það skiptir engu máli. Þær ábendingar sem þarna eru samræmast þeim breytingum sem alþingismenn hafa stungið upp á.

Það gætu verið kaflar í upprunalegu umsögn AGS sem er bundin trúnaði þar sem fjallað er um Davíð og gæti verið að Birgir vilji fá til að nota til að tefja málin enn frekar á kostnað okkar þ.e. almennings sem bíður eftir aðgerðum í okkar þágu.


mbl.is Krefur forsætisráðuneytið um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var það ekki Barack Obama sem sagði um þessi skattaskjól

Jú það var hann sem sagði:

Cayman

There is a building in the Cayman Islands that houses supposedly 12,000 US-based corporations. That’s either the biggest building in the world or the biggest tax scam in the world, and we know which one it is.

Hann sagði sem sagt að í einu húsi á Cayman væru 12 þúsund Bandarísk fyrirtæki og annað hvort væri þarna stærsta hús í heimi eða stærstu skattsvik í heims og menn vissu hvort væri rétt.

Þetta er því alheims vandamál. Ömurlegt að bankarnir hér skildu fara inn á þessa braut en ég held að þetta séu vandamál sem allar vestrænar þjóðir eru að fást við. Held að Lúxemborg sé land sem að við viljum að íslensk fyrirtæki á fjármálasviði eigi sem minnst samskipti við í framtíðinni. Því þaðan virðast allar leiðir liggja í skattaskjól og peningaveitur til að fela peninga og viðskipti.


mbl.is Skattaskjólin misnotuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaspur í manni sem langar inn á sviðið aftur- En enginn býður honum!

Það væri nú ágætt fyrir Jón Baldvin að lesa færslu á síðu Björns Bjarnasonar en þar segir hann m.a.

 Fyrr í vikunni ritaði ég grein í Morgunblaðið og rifjaði upp, að formennska Jóns Baldvins í Alþýðuflokknum styrkti ekki flokkinn, hann mældist með 5% fylgi, þegar hann skreið í skjól Samfylkingarinnar í kosningabandalagi árið 1999.
 

Þannig að ekki skilaði Jón Baldvin góðu búi þegar hann stakk af og gerðist sendiherra. Hann talar um breytingar á stjórn Samfylkingar vitandi það að Ágúst Ólafur er hættur og því verður óhjákvæmilega nokkur endurnýjun. Um annað gildir að Samfylkingin hefði eins og hann segir kannski átt að slíta samstarfi við Sjálfstæðisflokk fyrr. En væru þá ekki allir núna hrópandi á að Samfylkingin hefði ekki látið reyna á að fá Sjálfstæðismenn til að breyta um stefnu og taka á málum?

Það veður ekki sagt annað en að Ingibjörg hafi þrýst á þá en þeir drógu lappirnar.  

Jón er fínn svona sem veislustjóri en sem álitsgjafa er ég búin að missa trú á. 


mbl.is Ingibjörg Sólrún ekki að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við stundum nú svipað hér á Íslandi

Man fólk ekki eftir þvi þegar við lokuðum Falun Gong liða inn í skólum á Reykjanesi og sendum þá svo til baka við fyrsta tækifæri? Við erum lítið betri. Bara af því að þetta fólk var ekki þóknanlegt Kínverskum stjórnvöldum þá stunduðum við skoðanakúgun á þessu fólki og vildum ekki leyfa þeim að tjá sig, þó þau færu með friði.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverskonar fréttatúlkun er þetta?

Þessi skýrsla er dagsett 24. desember. Þannig að:

 Með auknum stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og í verðlagi geti skapast tækifæri til þess að losa smám saman um hömlur á fjármagnsflæði og lækka vexti í litlum skrefum.

Það er verið að lýsa ástandi sem var hér um miðjan desemberþannig að það er með öllu óvíst að það verði ekki gerðar breytingar á vöxtum. Finnst furðulegt að túlka þessa skýrslu sem lýsingu á vilja AGS núna. Enda segja þeir í skýrslunni að þegar gegnið er orðið nokkuð stöðugt megi fara að skoða lækkun vaxta. Þetta hafa þeir sagt meira að segja síðan þeir komu hérna fyrst. Og þá skildist manni að það yrði einmitt í mars sem þeir reiknuðu með að vextir færu að lækka.

Finnst óþarfi að mála hér skrattann á vegginn. Þetta er nú nógu slæmt samt.

Er ekki rétt að bíða eftir að þeir komi hér um næstu helgi. Finnst líka að margt í þessari skýrslu lofi góðu. Þar er m.a. getið um að ýmsar skuldir eru að reynast lægri en þær voru. Sem og eignir hafi komið meira á móti skuldum erlendis en reiknað var með og eins að ástandið sé að þróast eins og menn reiknuðu með.


mbl.is Peningamálastefnu ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Björn hafi ekki heyrt fréttir frá þessum dögum?

Framsókn bauð upp á að styðja minnihlutastjórn Vg og Samfylkingar dögum áður en til stjórnarslita kom.  Ólafur sagðist mundu fylgjast vel með gangi viðræðna eftir að hann afhenti Ingibjörgu og Steingrími umboð til stjórnarmyndunar.

Alveg makalaus aðför að Ólafi í gangi þessa daga. Jú hann kann að hafa gert einhver mistök en að kenna honum um afleiðingar bankahruns er náttúrulega út í hött. Forsetinn er valdalaus á þessu sviði og fór aðeins erlendis til að styðja þessa menn þarna úti. Fyrir tæpu ári voru menn það sáttir við hann að enginn bauð sig fram á móti honum. Og honum talið það til tekna að hafa verið duglegur að styðja við Íslendinga sem voru að hasla sér völl erlendis. 

En forseti hefur ekki leyfi til að gera samninga, ekki leyfi til að fjármagna útrás, ræður engu þar um. Ólafur hefur ekki þessi gríðalegu völd varðandi samninga milli flokka.  Held að menn ættu að varast að láta hatursmenn Ólafs ná vopnum sínum og beina umræðunni í þetta far til að forðast umræðunna um mistök Davíðs og Sjálfstæðismanna.


mbl.is Segir afskipti forsetans af stjórnarmyndum opinbert leyndarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband