Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Ég er að þessu sinni alveg sammála Hreyfingunni!

Hefur alltaf fundist alveg ótrúlegt bruðl í kring um kosningar hér á landi. Og alveg ótrúlegt magn af auglýsingapésum sem fólk hendi ólesnu í rusli. Nú á tímum netsins er  kjörið tækifæri á að henda út þessu bruðli sem og að koma í veg fyrir óeðlilega fyrirgreiðslu fyrirtækja við stjórnmálaöfl.

Reynar finnst mér að þau gleymi að maður hefur heyrt utan úr heimi að menn fari í kring um þetta með því að fylgismenn stofna félög sem hafa þá styrkt framboð flokkana óbeint með því að auglýsa frambjóðendur þeirra á sinn kostnað. T.d. áberandi í USA. Og þá er komið á enn verra kerfi þar sem að ákveðin framboð eða einstaklingar njóta þess en aðrir ekki.


mbl.is Hreyfingin vill endurskoða lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki að ná þessu enn hjá þeim í Hagsmunafélaginu

Nú eins og segir í fréttinni er talað um að lækkun höfuðsstóls um 18% og þak á verðbætur kosti um 200 milljarða. Í dag heyrði ég að það væru um 75 milljarðar sem lentu þá á lífeyrissjóðum. Við það lækka eignir lífeyrissjóða um 5%. Sem þýðir þá væntanlega frekari skerðingar á lífeyrisgreiðslum og jafnvel meira þar sem þessir sjóðir lána misjafnlega mikið til íbúðakaupa. Sem þýðir væntanlega að ríkið þarf að auka greiðslur ofan á þetta til Tryggingarstofnunar. Eru þær tölur inn í þessu.

Íbúðalánasjóður tók ekki þátt í að fella krónuna. Hann stendur nú með nánast ekkert eigið fé. Því þarf ríkið að bæta honum upp væntanleg lækkun þessum lánum. Og nota bene báðir þessir aðilar lánuðu nær eingöngu í verðtryggðum lánum.  Eru þær tölur inn í þessu dæmi hjá Hagsmunasamtökunum?

Lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður eru með um 65% af öllum vertryggðum íbúðalánum ef ekki bara af öllum íbúðalánum. En mér finnst Hagsmunasamtök Heimila alltaf tala eins og þessi lán hafi eingöngu verið við bankana og því sé sjálfsagt þeir bæti fólki tap þess. Eins finnst mér furðulegt að lækkun á húsnæðisverði eftir bóluna sé eitthvað sem kom fólki á óvart! Eins þá finnst mér þessi áhersla á að menn fái lækkun á íbúðaverði bætt óraun hæf. Hefði haldið að greiðslubirgði lána væri það sem menn ættu að horfa í. Það er næsta víst að einhvertíma í framtíðinni hækkar verð aftur en aldrei eins og 2005 til 2008. 

Og ef við göngum í ESB og verðtrygging verður afnumin verður væntanlega boðið upp á að skipta þessum lánum út fyrir óverðtryggð sem lækkar þá afborganir til lengri tíma.

Vona að ekki verði gripið til einhverja aðgerða sem setur ríkið í frekari skuldir eða seinkar því að við getum farið að lækka þær upphæðir sem við eyðum í vexti næstu árin.


mbl.is Brot af tapi heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hvaðan á að taka þessa peninga?

Hlustaði á Marínó frá Hagsmunasamtökunum áðan í útvarpinu. Hann hélt langa tölu um hvernig að bankarnir hefði leikið sér að því að fella krónuna til að auka eignir sínar í krónum. Og að þetta hafi dregið úr verðgildi eigna líka og þetta allt fannst honum að fólk ætti að fá bætt. Þeir hafa jú talað fyrir um 18% lækkun á öll vertryggð íbúðalán. Finnst hann skauta dálítið fram hjá því að um 65% af verðtryggðum íbúða lánum hélt ég að væru frá íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðum. Og nú í dag er það ljóst að þetta gæti kostað um 200 milljarða +. Og þar af lífeyrissjóði um 70 milljarða. Sem væntanlega þýðir að skera þyrfti lífeyri um 10% í viðbót. Og það þýðir að ríkið þyrfti að leggja sennilega Tryggingarstofnun til milljarða til að mæta þeirri skerðingu. Og Íbúðalánasjóður var sennilega ekki að leika sér að gengi krónunnar en þyrfti skv. þessu sennilega um 100 milljarða frá ríkinu svo hann færi ekki á hausinn.

Hvaðan eigum við að fá þessa peninga? Og hvernig sjá samtökin fram á að fjármagna þetta? Það væri náttúrulega út í hött að lækka höfuðstól lánanna og greiðslubirgði um leið og hækka skatta og þar af leiðandi greiðslubirgði á móti.

Finnst að þeir horfi líka allt of mikið í eignarhluta frekar en greiðslubirgði. Það hefur gerst um allan heim reglulega að húsnæðisverð hrynur. Það er ekki sér Íslenskt.


mbl.is Aðgerðirnar kosta 200 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið það heyrðist ekkert í þessu fólki þegar skorið var niður á Landspítala

Ég hef í gegnum árin lítið heyrt í fólki þarna fyrir Norðan þega skorið hefur verið niður á Landspítala. Nú er t.d. ljóst að það var skorið niður á síðustu 2 árum um 6 milljarða á Landspítalanum. Sem þýðir jú hvað um 6 eða 700 störf. Og á þessu ári verður skorið niður þar um hálfan milljarð í viðbót. Sem þýðir þá hundrað störf í viðbót. Þetta eru allt fólk sem þarf þá að leita sér að vinnu eins og annarstaðar. Þá heyrði maður ekki neitt utan að landi. Bæði læknar og hjúkrunarfræðingar sem hafa ekki hlaupið í störf annarstaðar hér á SV horninu og því m.a. leitað til útlanda. En mér skilst að sjúklingum hafi ekki fækkað heldur hafi vinnuálag aukist þar gríðarlega. Ekki heyrt neitt frá landsbyggðinni varðandi það.
mbl.is „Fólk fór að gráta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein hugmynd sem vaknaði við að hlusta á Bjarna Ben

Nú skv. honum þá er lausn á öllu að auka atvinnutækifæri. Hann hefur haldið því fram að að það sé gert með því að lækka skatta, vexti og fleira. En óvart þá stenst það ekki að ríkð fái af þessu meiri tekjur það sem þær hafa tilhneigingu til að skila sér mun seinna til ríkisins sem og að fjárfestar eru nú ekki tilbúnir með fé til að fjárfesta hér á meðan að vextir á fé til Íslands er svo hátt.

Því datt mér í hug að ríkð í gegnum bankana myndi yfirtaka N1 og laga til í rekstri þar og selja með hagnaði eftir kannski 2 ár. N1 skilst mér eða eigendur skulda tugi eða hundruð milljarða og ætti því að fást ódýrt ef að bankarnir ganga að því. Síðan myndi ríkði hirða út allan hagnað af olíusölu fyrirtækisins sem eru jú um 30 kr. á líter.


mbl.is „Algjör falleinkunn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ráð til bankanna! - og skuldara í vanda

Langar að benda fólki á grein sem birtist víst í Mogganum í dag. Þar skrifar   Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóra Straumborgar og fyrrum fjármálaráðgjafi.

Gunnlaugur tekur sig til og sendir bankamönnum sjö einfaldar tillögur til að gera lífið bærilegra fyrir þá skuldugu í landinu í Morgunblaðinu í dag.

Að sama skapi biðlar Gunnlaugur til skuldara og biður þá ekki vera hrædda við að fara þessar leiðir bankanna bjóðist þær á annað borð. Slíkt sé vitaskuld mjög þungbært öllum en enginn heimsendir. www.eyjan.is

Og svo koma ráðleggingar hans:

  1.  
    1. Leyfið fólki að gera upp lán sín með húsum sínum og veðsettum eignum. Takið einnig við öðrum eignum ef þessar duga ekki til. Borgið þeim mismuninn, ef þær duga.
    2. Látið það nægja. Afskrifið afganginn af skuldunum strax, ef einhverjar eru. Það þjónar ekki tilgangi eigenda ykkar að byggja upp uppvakningabanka (e. zombie banks) með uppvakningaviðskiptavini. Þá er skárra að taka tapinu strax og leysa fólk úr skuldaánauðinni.
    3. Gerið langtímaleigusamninga við fyrrverandi eigendur (ef þeir vilja – einnig má bjóða þeim minni íbúðir í ykkar eigu á lægra leiguverði), svo þeir þurfi ekki að missa húsnæðið sitt. Það er offramboð af húsnæði í landinu. Þið verðið að leigja einhverjum. Betra þeim en engum. Svona eignist þið fasteignirnar á vingjarnlegri hátt. Þið getið nú gert það sem þið viljið við þær, sett í sérstök félög, átt áfram eða selt fasteignirnar til fasteignafélaga. Samkeppni á leigumarkaði mun svo tryggja að jafnvægi finnist í leiguverði, þannig að megnið af fasteignum sé leigt út og sem flestir finni sér húsnæði.
    4. Ef þið skapið viðskiptavinum ykkar svigrúm til að koma fótunum aftur undir sig geta þeir jafnvel sumir keypt fasteignirnar aftur til baka í framtíðinni. Í öllu falli kunna þeir að verða öruggari leigugreiðendur, sem eykur verðgildi fasteignafélaganna, sem þið getið svo selt.
    5. Ef þið hafið áhyggjur af bókhaldslegum áhrifum þessa verðið þið að horfast í augu við það. Þið munuð trúlega ekki fá meira út úr þessum lánum en þetta. Endanleg niðurstaða verður trúlega hin sama. Þið munuð eignast fasteignirnar og leigja þær út. Betra er að láta þetta gerast á innan við ári en mörgum árum með tilheyrandi sársauka.
    6. Eigið samstarf ykkar á milli um uppgjör á þessum nótum (fáið undanþágu hjá Samkeppniseftirlitinu ef þörf krefur) þannig að þið getið leyst úr vanda þeirra sem skulda mörgum bönkum á kerfisbundinn hátt, eftir rétthæð skulda.
    7. Við þetta mætti bæta kauprétti til handa íbúendum eignarinnar sem nýta má innan 7 ára. Hann gæti t.d. verið á sama verði og höfuðstóll lánsins var. Þannig geta íbúendur haft hvata til að koma undir sig fótunum þannig að þeir geti eignast eignina aftur. Þetta veitir sennilega mörgum betri tilfinningu gagnvart stöðu sinni. Þeim finnst þeir eiga eitthvað í fasteigninni, sem er rétt í vissum skilningi. Ef fasteignaverð hækkar nóg næstu 7 árin, mun borga sig fyrir fólk að kaupa eignina að þeim tíma liðnum. Margir munu þá frekar vilja kaupa eigið húsnæði til baka en að flytja. Ef kauprétturinn er nýttur fær bankinn allan upprunalega höfuðstólinn til baka (en hann fékk leigutekjur í stað vaxtatekna fram að því).  www.eyjan.is

Auðvita er þetta það sem bankar og skuldarar þurfa að gera öllum til hagsbóta. 

 


mbl.is Skuldavandinn ræddur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftasaga?

Var að lesa eftirfarandi á kjaftasögusvæði Eyjunnar "Orðið á  götunni"

Orðið á götunni er að hugmyndir um að fá Framsóknarflokkinn inn í ríkisstjórn hafi fengið vængi nú síðustu daga.

Hugmyndin er reyndar ekki sprottin vegna mótmælanna síðustu daga, heldur var hún á sveimi áður en almenningur fyllti Austurvöll. Atburðirnir síðustu daga hafa þó glætt hugmyndina lífi á ný og er orðið á götunni að til tíðinda geti dregið á næstu dögum.

Síðar segir:

Þreifingar milli stjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins hafa því fengið líf að nýju síðustu daga. Áhrifamaður í Samfylkingunni hafði á orði að málið væri ekki svo einfalt að kippa bara Framsókn um borð, heldur væri markmiðið að það leiði jafnframt til þess að aukinn skriður komist á tvö mál sem helst brenna á landsmönnum – skuldamálum og atvinnumálum. Sama mátti í dag heyra frá þingmönnum Framsóknarflokksins, þeir færu ekki inn í stjórnina nema verulegur skurkur verði gerður í brýnustu verkefnum, bæði skuldamálum og atvinnumálum. Forystumenn flokkanna þriggja eru því sammála um að ekki komi til greina að breyta ríkisstjórn „um ekki neitt“, heldur verði breytingin að gefa af sér aðgerðir í þessum tveimur málaflokkum.

Orðið á götunni er að fyrsti vísir að þessu þriggja flokka samstarfi hafi birst í umræðum á Alþingi í gær, en þá töluðu þingmenn Framsóknarflokksins með mun hófstilltari hætti til ríkisstjórnarinnar en þeir hafa gert til þessa. Var það líklega í fyrsta skipti sem formaður Framsóknarflokksins notar ekki slíkt tækifæri til að taka ríkisstjórnina sérstaklega niður.

Yrði þetta til góðs? Veit ekki


mbl.is Heldur fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næ þessu ekki með neyðarstjórn!

Nú er ljóst að utanþingsstjórn eða Neyðarstjórn gerir ekkert nema að Alþingi samþykki það. Það hefur engin leyfi til að stjórna útgjöldum ríkisins eða breyta lögum nema Alþingi. Síðasta utanþingstjórn var hér rétt fyrir lýðveldisstofnun og var mjög óvinsæl og við voru samt sem áður í kreppu þó að ýmsir kæmu undir sig löppunum við komu Breta og vinnu sem þeim fylgdi.

Neyðarstjórn væri sem sagt bundin því að Alþingi samþykkti áætlanir hennar og styddi þær. Ef að fólk er að hugsa um stjórn sem myndi stýra hér en Alþingi leyst upp þá er það ekki mögulegt þar sem það bryti algjörlega gegn stjórnarskrá.

Alveg nauðsynlegt að fólk sem mótmælir og vill ákveðnar breytingar sé nú að berjast fyrir raunverulegum möguleikum.

Væri t.d. ekki skynsamlegra að við myndum bjóða hingað heimsþekktum hagfræðingum og öðrum þeim sem almennt njóta virðingar fyrir hugmyndir og þekkingu á hvernig megi vinna sig úr kreppu. Borga þeim fyrir að skoða stöðu okkar og hugsanlegar lausnir. og  Láta þá síðan tala sig inn á sameiginlega áætlun fyrir okkur til að komast út úr þessu. Og þessi áætlun yrði síðan samþykkt á Alþingi sem leið sem Ríkisstjórn er falið að framkvæma.


mbl.is Ofvaxið getu stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar milljónir þar

Þessar skemdir kosta nokkrar milljónir sem þarf þá að skera útgjöld  niður fyrir líka. Spurning hvað fólk finnst vinnast með því að skemma Alþingishúsið sjálft? Hvað fólk græddi á að skemma ráðherrabíla og bíla þingmanna? En þetta finnst fólk svo gaman. Líka spurning hvað fólk fékk út úr því að brenna bekki sem Reykjavíkurborg á?


mbl.is Yfir 30 rúður brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er hund óánægður með Samfylkinguna núna!

Ég var þess fullviss að nú væri Samfylking búin að setja niður áætlun um verkefnin framundan, kæmi með lausnir og talaði almennilega kjark í fólkið en því miður þá finnst mér flokkurinn og ríkisstjórnin alltaf skrefi of sein. Og það eru nokkur atriði sem pirra mig mjög.

  • Af hverju er Jóhanna, Samfylking, Steingrímur og ríkisstjórnin ekki löngu búin að koma fram og tala skýrt um að bankarnir séu ekki að fara eftir þeim tilmælum sem til þeirra eru beint?
  • Af hverju hefur þetta fólk ekki fyrir því að skýra út fyrir þjóðinni á skiljanlegan hátt af hverju hinar ýmsu hugmyndir sem eru í umræðunni ganga ekki upp? Eða þau vilja ekki nota þær?
  • Af hverju er ríkisstjórnin að kvarta yfir að fjölmiðlar segi ekki frá hinu eða þessu jákvæðu sem er að gerast? Af hverju kemur ríkisstjórnin þvi ekki sjálf á framfæri?
  • Af hverju er allt þetta klúður í mannaráðningum í ráðuneytin og fleiri opinber störf? Af hverju að láta hanka sig á svona atriðum sem auðveldlega má komast hjá?
  • Af hverju erum við ekki almennilega upplýst um áætlanir og framtíðarsýn?
  • Af hverju er ríkisstjórnin að hika við að koma fram með frumvarp um Þjóðhagsstofnun?
  • Af hverju er ekki upplýsingaþáttur í ríkissjónvarpi vikulega þar sem ríkisstjórn upplýsir um aðgerðir og tilgang þeirra á mannamáli?
  • Af hverju er enn allt of mikið ógagnsæi í stjórnunarháttum hér?

Ekki það að mér finnst ríkisstjórnin hafa komið mörgu í gegn og staðan hér miklu betri en ég reiknaði með . Ég hélt að nú yrði staðgreiðsluskatta komnir upp í 50% og kaupmáttur minn enn minni. En það hefur ekki ræst.

Síðan skil ég ekki af hverju að Alþingi hefur ekki verið látið axla hlutverk sitt sem æðsta stofnun lýðveldisins og vinna sameiginlega að lausnunum. Finnst að það eigi að dreifa ábyrgðinni sem víðast. Það þarf að sparka þessum þingmönnum til að fara að vinna almennilega saman. Tek undir orð Ólafs Þór Gunnarssonar Vg frá því umræðunum í kvöld

En Samfylkingin þarf að girða sig í brók og fara að vinna í samræmi við stöðu mála.  Og staðan er dauðans alvara fyrir flokkinn.


mbl.is Stjórnmálakreppa í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband