Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Það sést að menn copera fréttir fram og aftur hér á netinu.

Forseti þing heitir Ásta Ragnheiður en ekki "Ragnheiður Ásta" eins stendur hér og á Eyjunni. Þetta er "Halldórs Blöndals syndrome. Hann nefndi hana svo 5X í einni ræðu forðum

 

Búið að laga þetta á www.eyjan.is  


mbl.is Fundi frestað vegna landbúnaðarskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin að spila út núna!

Nú var ég að lesa eftirfarandi á www.ruv.is

Þrír þingmanna Borgarhreyfingarinnar hafa sett ríkisstjórninn úrslitakosti. Verði ekki hætt við Icesave samkomulagið, greiði þeir atkvæði gegn aðildarviðræðum við Evrópusamabandið.

Og svo:

Þór Saari, þingmaður flokksins segir að Icesave samkomulagið sé orðið að aðgöngumiða í Evrópusambandið, það sé of dýru verði keypt. Þór segist vilja að reynt verði að semja á ný, jafnvel að leita þurfi til annarrar þjóðar til að hafa milligöngu í samningagerð. Ætla þingmennirnir líka að að hafna tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður?

Þór Saari segir að þingmennirnir munu hafna tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður, nema Icesave verði tekið út af borðinu.

Fyrir 3 dögum ætlaði Þór að greiða atkvæði með aðildarviðræðum, nú segir hann að eftir starf sitt í efnahags- og skattanefnd og fjárlaganefnd, bjóði honum við þeim gamaldags vinnubrögðum sem viðhöfð séu. Hann segir Fjármálaráðuneytið stunda blekkingarleik, þar sem gögnum sé hagrætt til þess að fá sem hagstæðustu niðurstöðu. Borgarahreyfingin sé búin að ræða málið lengi og telji að setja verði Icesave-málinu stólinn fyrir dyrnar.

Það væri gaman að fá það á heint hvað þau hafa fyriir sér í því að hægt sé að taka þessa samning upp. Og eins hvað það eigi að þýða að setja svona stórt mál eins og ESB aðildarviðræður í gíslingu. Gera þau sé t.d. grein fyrir að ef ríkisstjórnin gegnur að þessu er næsta víst að það fara engar aðildarviðræður fram eða umsókninni verður hafnað þar sem að við eigum óuppgerð mál við 2 ESB lönd. Þannig að niðustaðan gæti orðið og verður sjálfsagt sú að ESB neitar að eiga í aðildaviðræðum vð okkur þar sem að öll ESB ríkin verða að semþykkja að opna á viðræður við okkur.

Eins má telja víst að fyrir næstu viðræður um IceSave eða ef málið kemst í hnút er samkomulagið um að við berum bara ábyrgð á innistæðutryggingum komið í uppnám og Hollendingar og Bretar gera kröfu um að við borgum allar innistæður á IceSave eins og þær voru því annars værum við að gera upp á milli innistæðueigenda.

Það verður ýmislegt sem þau hafa þá á samviskunni ef allt fer á versta veg.

Úr skýrslu Maria Elvira Méndez Pinedo

Að ósk Borgarahreyfingarinnar vann ég skýrslu um Icesave út frá lagalegum og pólitískum forsendum. Helstu niðurstöður skýrslunnar fara hér á eftir. Ég vil þakka Ólafi Ísberg Hannessyni doktorsnema í Evrópurétti fyrir að þýða niðurstöðurnar yfir á íslensku. 

 

. Sú leið hefur verið farin á Íslandi að veita eigendum rétt til aðgangs að innlendum innistæðum án nokkurra takmarkana. Það leiðir hinsvegar af reglunni um bann við mismunun að Ísland getur ekki mismunað innstæðueigendum. Reglan um bann við mismunun er ófrávíkjanleg meginregla ESB. Ef til málareksturs kæmi gæti brot á þessari reglu leitt til þess að íslenska ríkið gæti orðið bótaskylt umfram hið ákveðna lágmark sem nefnt er í tilskipuninni og nemur 20.887 evrum. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar. [Leturbreyting mín]

Og svo þetta úr sömu skýrslu:

Þá er ljóst að Ísland hefði sem umsóknarríki um aðild að ESB sterkari stöðu til að sækja um fjárhagsaðstoð og lán frá Evrópusambandinu. Viðræður við ESB um fjárhagsaðstoð yrðu eðli málsins samkvæmt talsvert auðveldari ef íslensk stjórnvöld sýndu vilja til að ganga til samstarfs við sambandið hver svo sem úrslitin yrðu í þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Atkvæði greidd um ESB-tillögur síðdegis í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki var þetta nú gott dæmi hjá Þór Saari

Ekki gaman fyrir Þór að nefna akkúrat þetta orð sem hann tók fyrir og engin skilur sbr.

Þeir komu með orðabækur til þess að reyna að finna út úr því hvað þetta orð þýddi. Og þetta eru færustu lögfræðingar landsins sem eru vel mæltir á ensku. Málið er í einhverjum svona farvegi. Þetta er mjög skrítið og sérkennilegt að verða vitni að þessu,“ segir Þór Saari.

Merking subrogate

Tekið skal fram að hér er gengið út frá því að Þór hafi átt við orðið subrogate sem er þekkt í lagamáli.

Í ensk-íslensku orðabókinni með alfræðilegu ívafi er orðið þýtt svo: setja (einn) í annars stað.

Og ágæt skýring á wikipedia.

Subrogation is the legal technique under the common law by which one party, commonly an insurer (I-X) of another party (X), steps into X's shoes, so as to have the benefit of X's rights and remedies against a third party such as a defendant (D). Subrogation is similar in effect to assignment, but unlike assignment, subrogation can occur without any agreement between I-X and X to transfer X's rights. Subrogation most commonly arises in relation to policies of insurance, but the legal technique is of more general application. Using the designations above, I-X (the party seeking to enforce the rights of another) is called the subrogee. X (the party whose rights the subrogee is enforcing) is called the subrogor.

Og heillöng skýring að auki þar.

Finnst að Þór Saari megi passa sig hvernig hann talar um embættismenn okkar. Það voru t.d. fleiri en Svavar í nefndinni. Það voru breskar lögfræðistofur sem unnu með nefndinni. 

Það er ljóst ef að þeir fundu þetta ekki í orðabókinni þá hefðu þeir átt að slá þessu upp á netinu. Og skv. þessu er þetta algengt orð í Bresku lagamáli.

Hefur mönnum ekki dottið í hug sem deila á samningana að lengra hafi ekki verið komist? Hér tala allir um að samninganefndin hefði átt að gera þetta og hún hefði átt að gera hitt. Finnst stundum skrýtið að menn sem hafa ekki samið um svona áður og hafa ekki ekkert komið að samskiptum við Hollendinga og Breta í þessum samningum telja að hægt hefði verið að gera miklu betri samning. 

Held að Þingið eigi að setja inn skilyrði fyrir ríkisábyrgð. Skilyrði sem kveða á um að við borgum ekki nema vist hlutfall af landsframleiðslu og ef að greiðslubirgði fari yfir það verði að taka upp samninginn. 

Svo minni ég á að þó að Ragnar Hall, Magnús Thoroddsen og Eríkur Tómasson séu allt sjálfsagt ágætir lögfræðingar og finna sjálfsagt ýmsa galla í samninginum þá voru Bretar og Hollendingar líka með lögfræðinga sem töldu nauðsynlegt að hafa þetta og hitt í samingunm.  Menn tala alltaf eins og þessir samningar hefðu bara átt að vera þannig að Bretar og Hollendingar skirfuðu undir það sem við lögðum fyrir þá.


mbl.is Svavar fullkomlega vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásmundur hvað kostar okkur að vera utan ESB?

Bendi á hugsanlegan hag neyenda miðað við mun á vöruverði í Noregi og Svíþjóð eftir að Sviar gegnu í ESB er milljarður ekki há upphæð fyrir neytendur. Ætli hvert % sem að vöruverð lækkar við inngöngu í ESB spari neytendum ekki svona nokkra  milljarða á ári.
mbl.is Sjálfstæðismenn hrósa Ásmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú eitt dæmi um hysteriu sem stjórnarandstaðan hefur haldið úti.

Í síðustu viku fóru m.a. Framsóknarþingmenn hamförum um að skuldir ríkisins væru komnar yrir 250% og allt væri að fara til helvítis. Nú skv. þessu gætu skuldir jú farið upp í 240% ef að skuldir Landsvirkjunar, íbúðarlánasjóðs og fleiri fyrirtækja væri teknar með. En þannig talaði stjórnarandstaðan ekki. Heldur voru þau að reyna að halda því fram að skuldirnar yrðu miklu hærri ef skuldir fyrirtækja með ríkisábyrgði yrðu tekin með.

Síðan má ekki gleyma að nú þegar eru peningar á reikningum á móti hluta þessarar skuldar. Þ.e. lán frá AGS og fleirum.


mbl.is Erlendar skuldir á reiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögfræðingar Seðlabankans ættu kannski að kynna sér almennilega málið áður en þeir láta svon frá sér

Það er nú ekki beint að maður hafi traust til lögfræðinga Seðlabanka sem tekið hafa væntanlega þátt í því að samþykkja þau veð sem Seðlabankinn tók í vafasömum bréfum fyrir lánum til bankan fyrir hrunið. En samt sem áður þá leyfa þessir menn sér að koma fram með svona drög að ályktun. En fyrir þá væri kannski gott að lesa þennan pistil Eiríks Bergmann frá því í dag. Þar segir hann m.a.

Evrópusambandið setur lög með ýmsum hætti sem hafa mismunandi vægi. Rammalög (e. directives), - sem ranglega hafa verið þýdd sem tilskipanir á íslensku - eru viðamest. Löggjöfin um innistæðutryggingar er rammalöggjöf. Slík lög eru eru bindandi fyrir aðildarríkin en kveða ekki með beinum hætti á um ákveðnar aðgerðir heldur fela í sér markmið og er aðildarríkjunum í sjálfsvald sett hvernig eru uppfyllt heima fyrir. Sú skylda hvílir því á íslenskum stjórnvöldum að finna eigin leiðir til að tryggja þessar innistæður.

Þetta er til að mynda sá skilningur sem kemur fram í skýrslu franska seðlabankans undir stjórn núverandi bankastjóra Seðlabanka Evrópu, Jean Claude Trichet, þar sem segir að í tilvikum kerfishruns, þegar innistæðutryggingasjóðurinn dugi ekki til, komi til kasta annarra þátta öryggisnetsins, svo sem seðlabanka viðkomandi lands eða ríkisins. Þessi háttur er hafður á til að virða mismunandi hefðir og innri stjórnskipan í hverju landi fyrir sig.

Þess misskilnings hefur enn fremur gætt að hér sé á ferðinni lög Evrópusambandsins sem komi okkur ekki við. Staðreynd málsins er hins vegar sú að þessi löggjöf var á grundvelli EES-samningsins innleidd í íslensk lög eins og öll önnur lög sem Alþingi samþykkir. Íslensk stjórnvöld hafa sjálf skilið málsmeðferðina þannig að samningurinn feli ekki í sér sjálfkrafa framsal á ákvarðanatöku til hins sameiginlega vettvangs í Brussel

Eiríkur er reynda á því að IceSave samningurinn sé ekki nógu góður en við þurfum að taka ábyrgð á innistæðutryggingum samt sem áður.

P.s. svo reynir Seðlabankinn að redda sér skv. annarri frétt með því að segja að lögfræðingarnir hafi ekki mætt sem fulltrúar Seðlabankans heldur sem einstaklingar. Þetta er nú ekki lagi.

Svavar Gestsson, sendiherra og formaður samninganefndar um Icesave-reikninganna, lýsti í gær undrun sinni á lögfræðiálitinu og sagði það koma mjög á óvart. Seðlabankinn hafi haft sinn fulltrúa í nefndinni sem starfaði með henni allan tímann.

Fulltrúar Seðlabankans voru kallaðir á fund þingnefnda vegna Icesave-málsins, í krafti stöðu sinnar, en töluðu samkvæmt bréfi aðallögfræðings Seðlabankans sem einstaklingar.

„Ég er alveg stórundrandi á þessu. Þetta fólk er boðað hingað sem lögfræðingar Seðlabankans og þá væntir maður þess að það sé að tala í nafni sinnar stofnunar. Það gefur því auðvitað ákveðna vigt í sjálfu sér. Þau gagnrýna ýmislegt í þessum samningi en gagnrýnin verður að vera á réttum forsendum. Það má ekki villa á sér heimildir,“ segir Árni Þór Sigurðsson.

Hann segir málið lykta af pólitík.

„Er þetta ekki bara fólk sem er ennþá í vinnu hjá gamla seðlabankastjóranum? Maður veltir því fyrir sér,“ segir formaður utanríkismálanefndar.


mbl.is Seðlabanki gagnrýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Reyknesingar ekki að verða búnir að selja allt sem þeir eiga?

Er það misminni hjá mér eða eru þeir ekki búnir að selja allar byggingar sem sveitarfélagið átti í eitthvað fasteignafélag sem er stórskuldugt? Þar á meðal alla skóla fleira. Þeir eiga samt í þessu fyrirtæki þannig að í sjálfu sér var þetta kannski leið hjá þeim til að færa til skuldir til að geta tekið meira að láni. Og svo þurfa þeir náttúrulega að borga há leigu á húsnæði sem þeir sjálfir byggðu.

Nú eru þeir að fara að selja Svartsengi eða aðgang að því næstu 65 árinn. Og verða því upp á einkaaðila komnir með þá orku sem þeir kaupa eða þurfa að leita til Landvirkjunar um kaup á orku í framtíðinni. Furðuleg þróun þarna suðurfrá.

 


mbl.is Íbúafundur um mál HS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til þeirra sem finnst að ESB hafi verið vont við okkur

Fyrir ykkur er þetta spakmæli sem vert er að skoða:

„if you can't beat them, join them”


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætlar Ísland að verða þegar það er orðið fullorðið

Það má kannski segja að hrunið hér hjá okkur sé einn kafli í því að við förum að verða fullorðin þjóð!

Fólk fer kannski að átta sig á því að við hérna um 320 þúsund manna þjóð þurfum að átta okkur á því að kerfið sem við höfum búið við gengur ekki upp.

  • Krónan okkar: Hún hefur í raun aldrei virkað sem stöðugur gjaldmiðill. Frá því í byrjun síðustu aldar hefur krónan rýrnað um 2000% gagnvart Dönsku krónunni. Þær voru í upphafi jafn verðmætar en í dag er 1 dönsk króna = 2300 gamlar íslenskar krónur. Við látum það líta betur út með því að 1980 tókum við tvö núll af krónunni.
  • Fjárfestingar:Hér hefur mikið verið byggt og fjárfest á síðustu árum en fólk skildi átta sig á því að fjárfestingar íslendinga hér verða alltaf byggðar á lánsfé. Eins og er að koma í ljós núna. Fólk er að sjá að öll einkavæðingin sem varð í byrjun þessarar aldar og í lok þeirrar fyrri var tekin að láni með vafasömum hætti. Þetta þýðir að nær öll fjárfesting sem hefur verið hér er í raun og veru bara lán. Eignir í þessum fyrirtækjum eru bara til á pappírnum.  Til þess að fá hingað raunverulega peninga þurfum við erlenda fjárfesta. En þeir koma ekki hingað á meðan að hér er króna sem aldrei hefur verið stöðug í meira en nokkur ár í einu.
  • Atvinnuvegir og útflutningur: Helsti útflutningur okkar er orka í formi áls og fiskur. Við erum bundin af því að vegna tolla á full unninn fisk þá erum við dæmd til að vera í því að flytja út hráefni lítið unnið. Við erum því aðallega í frumframleiðslu og látum aðra um það að hirða allan virðisauka af því að gera söluvöru úr fisknum okkar. Eins er það t.d. með álið að við höfum nær eingöngu tekjur af þeim sem vinna í álverunum því í ljós er að koma að orkuverðið er ekki að skapa okkur auðævi. Við þurfum að skapa hér umhverfi sem að fjárfestar telja sé öruggt til að koma með sitt fé og fjárfesta. Þar með erum við að fá raunverulega peninga inni í landið. Fjárfestar þurfa að geta treyst því að gengi krónunnar geti á smá tíma helmingar það sem þeir lögðu til. Eins verður að horfa til þess að þar sem að við byggjum afkomu okkar á svo fáum útflutningsvörum þá verðum við sífellt í hættu. Því þurfum við að vinna að því að auka fjölbreytni í framleiðslu okkar
  • Innflutningur: Við erum langt frá því að vera sjálfbær þjóð. Við erum háð innflutningi meira enn aðrar þjóðir. Við þurfum því gjaldeyrir inn í landið til að greiða fyrir innflutning. Og þá erum við komin í vandræði einu sinni enn vegna krónunnar.
  • Landbúnaður: Ég hef ekki skilið hræðslu bænda vegna ESB. Hefði haldið að bændur með t.d. Kindakjöt sem er ólíkt öllu öðru kindakjöti og væri sennilega hægt a selja sem villibráð þar sem það lifir vilt á fjöllum 4 mánuði á ári, hefði haldið að bændur mundu fagna því að geta aukið útflutning sinn með því að kjöt hér yrði fullunnið og selt sem lúxus kjöt á ESB svæðinu. Nú í dag yrði unið kjör tollað þar. Eins með mjólkurvörur sem eru að fá verðlaun um allan heim.
  • Samkeppni:  Það ætti öllum sem hér búa að vera ljóst að samkeppni hér hefur og verður aldrei annað en málamynda . Hér eru tiltölulega fá fyrirtæki búin að skipta með sér markaði og hafa leynt og ljóst samráð sín á milli. Það er haldið uppi verði hér eftir samningum. Bændur reyrðir í reglur um viðskipti við afurðarstöðvar og mega ekki selja þeim sem þeir vilja. Olíufélög sameinast um innflutning og hækka og lækka verðið á sömu mínútu. Tryggingarfélög láta viðskiptavini borga fyrir fjárfestingar sínar með braski með bótasjóði. Með því að fá hingað erlend fyrirtæki mundi samkeppni hér aukast og fyrirtæki kæmust ekki eins auðveldlega upp með að halda verði uppi.

Ég vill ekki hafa þessa færslu of langa. En ég vill að lokum benda fólki á eftir farandi sem ég skrifað fyrir nokkru síðan.

  • Saga okkar af samningum við erlendar þjóðir: Það er ljóst að fyrst fyrir alvöru fór Íslands að þróast frá því að vera eitt fátækasta land Vesturlanda í stríðinu af þvi að Íslendingar högnuðust á hersetunni
  • Síðan kom Marshall aðstoðin. Þar fengum við hlutfallslega meira en aðrar þjóðir í styrki þó við hefðum ekki þolað eins miklar hörmungar og aðrar þjóðir í stríðinu. Fyrir hana keyptum við fullt af togurum.
  • Síðan má nefn EFTA. Þar fengum við alveg sérstaklega góðan samning um inngöngu. Þar sem við fengum sérstaka styrki umfram aðra til að aðlaga okkur að þeim samning. En úrtölumenn töldu að vð mundu tapa öllum fiskinum til útlendinga. Þeir mundu kaupa hér allt og útlendir togarar veiða hér allt.
    En staðreyndin er að þetta var á tímum þegar síldin hrundi og inngang í EFTA hjálpaði okkur mikið.
  • Loks hægt að tala um EES samningin sem kom hér rétt eftir að við gerðum þjóðarsáttasamninga um að ná niður verðbólgu. EES samningurinn olli því að þrátt fyrir mikla skatta sem þá voru þá voru erfiðleikar og ekki nándar eins langvinnir og reiknað var með.

Svo ég held að með því að sækja um ESB aðild og ef viðunandi samninga nást þá komumst við í umhverfi sem gefur okkur kost á að þróast áfram. M.a. myntsamstarf og síðar evru, og eins að við komumst en frekar í regluverk sem þjóðir hafa skapað af reynslu síðust hundruð ára í verslun viðskiptum og miklu fleiru. Þessar þjóðir byggja á miklu meiri reynslu en við. Við höfum ekki nema innan við 100 ára reynslu af þessu.


mbl.is Tal um stjórnarslit undarlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá röksemdarvilla í tillögum Sjálfstæðismanna um 2 falda Þjóðaratkvæðagreiðslu

Var að hlusta á Alþingi áðan og þar var bent á röksemdarvillu í málflurningi Sjálfstæðismanna um Þjóðaratkvæðagreiðslu.

Málið er nefnilega að skv. stjórnarskrá og lögum er Þjóðaratkvæðagreiðsal eins og sú fyrri sem þeir vilja hafa er ekki bindandi. Þ.e. að þingmenn væru ekk bundnir af henni. Því gæti sú staða komið upp að aðildarviðræður væru samþykktar í Þjóðaratkvæðagreiðslu en síðan hafnað á þingi og öfugt. Nú í dag eru þjóðaratkvæðagreiðslur ekki bindandi.

Það er líka furðuleg rösemdarfræsla að fyrri atkvæðagreiðsla mundi skapa hér breiða sátt. Því þá væri verð að tala um að þeir sem eru andstæðrar skoðunar mundu skipta um skoðun viö niðurstöðu Þjóðaratkvæðis.


mbl.is ESB-umræða heldur áfram á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband