Leita í fréttum mbl.is

Þetta sagði Sigmundur Davíð um stöðu hjúkrunarfræðinga árið 2012

Hjúkrunarfræðingar standa nú frammi fyrir grafalvarlegri stöðu. Þrátt fyrir að kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármálaráðherra (sem nær til 2000 hjúkrunarfræðinga) hafi verið undirritaður 4. júní 2011 kveði á um að stofnanasamningar séu hluti af kjarasamningi hafa stofnanasamningar FÍH á stofnunum ríkisins ekki verið endurnýjaðir á samningstímabilinu. Staða hjúkrunarfræðinga á Landsspítala (LSH) er enn verri, en þar hefur stofnanasamningur ekki verið endurnýjaður frá árinu 2007.

Hjúkrunarfræðingum er gefin sú skýring að vegna fjárskorts stofnana og LSH sé ekki hægt að endurnýja stofnanasamninga.

Mannekla í hjúkrun er yfirvofandi
Þetta er ótæk staða. Ljóst er að sá niðurskurður sem heilbrigðisstofnanir á öllu landinu hafa þurft að þola undanfarin ár er hluti af þessum vanda. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár er mjög mikilvægt tekið verði tillit til þessa vanda og heilbrigðisstofnunum verði tryggt fjármagn til að endurnýja stofnanasamninga.

Ef þetta ástand heldur áfram óbreytt er ljóst að í óefni stefnir á heilbrigðisstofnunum, sérstaklega á Landsspítalanum. Hjúkrunarfræðingar eru gríðarmikilvæg grunnstétt í heilbrigðisþjónustu. Ef ekki verður gripið til aðgerða nú við afgreiðslu fjárlaga er ljóst að stór hætta verður á að fjölmargir hjúkrunarfræðingar segi upp störfum sínum og leiti betri kjara annars staðar.

Slíkt myndi setja heilbrigðisþjónustu hér á landi í uppnám þar sem skortur á hjúkrunarfræðingum er nú viðvarandi vandamál og frekari skortur er yfirvofandi á næstu árum. Sem dæmi um það má nefna að fram til ársins 2020 er áætlað að um 950 hjúkrunarfræðingar fari á eftirlaun en aðeins tæplega 900 komi nýir til starfa á sama tíma. Mannekla í hjúkrun er því yfirvofandi.

Allir íslenskir hjúkrunarfræðingar geta fengið störf í Noregi
Nú þegar er orðið töluvert um að íslenskir hjúkrunarfræðingar séu í hlutastörfum í Noregi til að drýgja tekjurnar með því að afla þar norskra króna sem eru verðmætur gjaldeyrir á Íslandi. Það er ljóst að fleiri hjúkrunarfræðingar munu horfa til Noregs á næstunni ef stofnanir ríkisins fá ekki nauðsynlegt fjármagn til að endurnýja stofnanasamninga eins og kjarasamningar hjúkrunarfræðinga mæla fyrir um.

Í Noregi er skortur á hjúkrunarfræðingum svo mikill að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar, um 2800 talsins, gætu fengið þar störf. Störf sem almennt eru mun betur launuð en hér á landi. Undanfarið hefur verið mjög virk eftirspurn eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum til starfa í Noregi og ljóst að ef ekkert er gert til að bæta ástandið hér á landi munu nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, sem og reynslumikið fólk sem nú starfar á stofnunum ríkisins, horfa alvarlega til þeirra kosta.

Nú þegar þykir líklegt að uppsagnir hjúkrunarfræðinga hefjist á Landsspítalanum um næstu mánaðarmót ef ekkert verður að gert. Reynslan sýnir að stór hluti þeirra sem taka þá ákvörðun að segja starfi sínu lausu skilar sér ekki aftur til baka þó að ástandið batni síðar.

Það er sanngjörn krafa að kjarasamningar séu virtir
Grunndagvinnulaun nýútskrifaðs hjúkrunarfræðings á Landsspítalanum eru nú 280 þúsund. Það er viðurkennd staðreynd að álag á hjúkrunarfræðinga og aðra opinbera starfsmenn hefur stóraukist undanfarin ár. Það er sanngjörn krafa að stofnanasamningar hjúkrunarfræðinga verði endurnýjaðir eins og mælt er fyrir um í kjarasamningum þeirra. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu má ekki verða til þess að við missum fleira hæft fólk úr þessum mikilvægu störfum. sjá hér

Og hér er fjallað um opinbera starsmenn

Fólk í opinberri þjónustu hefur frá hruni tekið faglega á auknu álagi og í raun sýnt ótrúlega þolinmæði gagnvart sífellt erfiðari starfsaðstæðum. En allir hafa sín þolmörk. Það verður að vera eitt af forgangsverkefnum næstu ríkisstjórnar að snúa þessari þróun við. Annars er stórhætta á því að fólk hrökklist úr þessum mikilvægu störfum og leiti betri lífskjara annarsstaðar. Og í raun er ekki hægt að bíða kosninga og nýrrar ríkisstjórnar. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax. Því að þessi þróun er því miður þegar hafin. Sjá hér

Eitthvað hefur hann breytt um skoðunn karlinn!


Held að fólk verði að gera sér grein fyrir eftirfarandi

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og fylgismenn þeirra koma til með að bíta á rassinn á þeim

  1. Þeir hafa gert þær stéttir sem voru í samningaviðræðum og verkföllum ösku reið.
  2. Það kemur sennilega til með að valda fjölda uppsögnum á næstunni
  3. Sennilega mun stjórarmeirihlutinn rjúka til áður en þetta fer í gerðardóm. Eftir rúmar 2 vikur og reyna að koma loks með almennilegt tilboð.
  4. Það mun sennilega kosta ríkið sennilega meira að semja við þessar stéttir eftir þessa helgi en það hefði komist af með fyrir þessa lagasetningu. Því nú er fólki misboðið og tekjur ekki hvaða tilboði sem er.
  5. Að láta þessar verkfallsaðgerir malla í 10 vikjur án þess að reyna almennilega að ná samnngum kostar ríkið sennilega gríðarlega í yfirvinnu og auka fjölda af starfsmönnum vegna biðlista sem hafa safnast upp. Gæti á endanum verið dýrara.
  6. Algjörlega viss um að hægt hefði verið að leiðrétta kaup þessar stétta bæði í gegnum stofnanasamninga og aðrar aðgerðir t.d. jöfnun á kjörum án þess að rugga samningum á almenna markaðnum Nú eða semja til styttri tíma og klára þessa samninga t.d. eftir 1 ár en hækka laun saæmilega þangað til

mbl.is Ástæða til að láta reyna á málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin hagað sér eins og vitleysingjar í heilbrigðismálum síðustu mánuði.

Minnir að Jón Þór Pírati hafi bent á að honum siljist að samningar við hjúkrunarfræðinga hefðu kostað ríkið um 4 milljarða! Þá er væntanlega miðað við ýtrustu kröfur. Nú segjum að samningsaðilar heðfu mæst a rúmlega helming af kröfum hjúkrunarfræðinga þá...

Nokkur fuðurleg atrið varðandi þessi lög á verkföllinn

Þorsteinn Sæmundsson og fleiri stjórnarþingmenn eru svo heilaþvegnir að hann gaf upp rök sín fyrir að samþykkja lög á verkföllin sem að þau bitnuðu á þriðja aðila. Getur eeinhver sagt mér hvaða verföll bitna ekki á þriðja aðila. Verslunarfólk í verkfalli...

Ég heimta að vera upplýstur um hvað ríkið hefur verið að bjóða þessum félögum fram til þessa!

Ég vill fá að sjá % og upphæðir og hversu miklu hefur munað á kröfum BHM og Félags Hjúkrunarfræðinga og svo tilboða Ríkisins. Ef ég skil málið rétt og fara eigi eftir samningum á almennum markaði þá erum við að tala um að ríkið sé eð bjóða svona um 3%...

Held að rök ríkisstjornar fyrir lögum á verkfall eigi eftir að bíta þau í rassinn!

Held að rök sem ráðherra keppast við að kynna nú fyrir þessum lögum sem væntanlega verða sett á þessar stéttir í dag eigi eftir að bíta þau hressilega. Það er kyrfilega búið a segja okkur að störf þeirra snúist um líf og dauða fólks. Og þau verkföll...

Nú er rétt að rifja þetta aðeins upp!

Fólk er kannski búið að gleyma afhverjur þessi óánægja heilbrigðisstétta í starfi hjá ríkinu hófst. Jú ef minni mitt er rétt þá hófst þetta með að ríkið gerði samninga um verulegar hækkanir til sérfræðilækna sem reka eigin stofur víða um bæinn. Við það...

Svona smá orðsending til ríkisstjórnarinnar!

"Háttvirt" ríkisstjórn! Þið sem þráið að vera elskuð! Jafnvel svo að þið leynið samningum sem þið eruð búin að gera til að geta haldið gríðarlega kynningu á því hvað þið eruð jú dugleg að berja á kröfuhöfum og ætlið sko að setja á þá skatt ef þeir semja...

Svona kannski rétta að benda fólki á nokkra hluti varðandi stöðu Þórunnar!

Hjúkrunarfræðingar eru ekki í BHM. Þau eru sjálfstætt félag utan BHM og semja sér. Þórunn kemur ekkert að þeirra semningum. Fólk virðist alveg vera búið að gleyma að BHM er ekki einkafélag Þórunnar. Það eru 17 félög sem eiga í þessari deilu. Félögin í...

Þegar ég sé myndir af ráðherrabílunum þá dettur mér þetta í hug!

Nú fyrir nokkrum dögum var birt svar við fyrirspurn á Alþingi varðandi bílakaup vegna ráðherra. Þá kom í ljós að keyptir höfðu verið 3 bílar Bens Landcruiser og Landrover fyrir samtals um 36 milljónir! Þessi upphæð hefði dugað í að borga 50 þúsund króna...

Um leið og ríkisstjórnin vélar um lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðingar er vert að velta fyrir eftirfarandi!

Er ekki kominn timi til að þjóðin fari að velta fyrir sér mati á störfum hér: Hér má sjá launaseðil hjúkrunarfræðings. Halda menn að sjúrahús væri almennilega rekin án þeirra eða vildi fólk leggjast inn á sjúkra hús þar sem þeir væru ekki til staðar....

Auðvita hljóta allir að fagna þessu!

Sýnist að í höfuðatriðum sé farið að þeirri línu sem Már hefur kynnt síðustu ár sem skynsamlega leið! Þannig að farið sé eftir línu sem lögð var 2011, Nú hljóta allir að vinna saman að því að klára þessi lög og fara yfir hugsanlega vankannta og koma...

Launakjör á Íslandi - Hugmynd fyrir blaðamenn!

Nú erum við sífellt meira og meira að bera okkur saman við önnur nágranalönd eðlilega. Hvernig væri að blaðamenn eyddu nokkrum tímum í að kanna eftir farandi: Hvaða laun eru hinar ólíku stéttir með á Íslandi í samanburði t.d. við öll hin Norðurlönd? Nú...

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Júní 2015
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband